FORSETINN: KJÓSENDUR SKULU HAFA LOKAORÐIÐ UM ICESAVE.

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead
Forseti Íslands.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, stendur enn með þegnum landsins í ICESAVE-málinu ógeðfellda.  Hann sagði í viðtali við fréttamanninn Mark Barton, í fréttastofu Bloomberg í dag, að kjósendur ættu að hafa loka-orðið um hvort þeir borguðu kröfur Breta og Hollendinga vegna innlána í ICESAVE: Iceland's Grimsson Says People Should Have Final Say on Icesave  Forsetinn sagði líka að hver samningur sem væri gerður gegn vilja íslensku þjóðarinnar, væri ekki lífvænlegur eða líklegur til að standa. 

Hann sagði orðrétt í viðtalinu
: “If the people of Iceland are being asked to pay for the failure of a private bank, they should also have a say in the final outcome.” Og:  “So I don’t think any deal that is not in harmony with the Icelandic people is viable.”  Forsetinn sagði að ef ætlast væri til að íslenskur almenningur borgi fyrir fall einkabanka, ætti almenningur líka að hafa orðið um loka-niðurstöðuna.  Í fréttinni segir að orð forsetans gefi í skyn að forsetinn væri viljugur að synja ICESAVE samkomulaginu, sem ríkisstjórnin segir að sé væntanlegt fljótlega.  

Elle Ericsson.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann er réttlætis megin,leysir okkur undan okinu,   sem Icesave er,þökk sé honum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Frábær Iceland's Grimsson - hvar værum við án hans nú í kommúnistaríkinu Íslandi? Við eigum ekki að borga skuldir Björgólfs Thors.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2010 kl. 03:01

3 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, sem jafnan !

Elle !

Þakka þér fyrir; þessa bráðnauðsynlegu samantekt.

Annmarkar ýmsir; hafa verið, á ferli ÓRG, að Bessastöðum (síðan 1996), en standi hann jafn keikur, sem í Desember 2009, í þessu máli, skulum við virða hann, að verðskulduðu.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 03:22

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ólafur Ragnar hefur á forsetaferli sínum sýnt fram á það að forsetinn hefur virkt höfnunarvald og getur vísað málum til þjóðarinnar. Það stendur upp úr öllum ferli hans og eru einhver þörfustu verk sem unnin hafa verið þjóðinni til heilla. Fyrir það mun nafn hans verða hátt skrifað í sögu þjóðarinnar um margar komandi aldir. Hann hefur einnig verið skeleggur talsmaður íslenskra hagsmuna á erlendum vettvangi í fullkominni óþökk íslenskra stjórnvalda, sem á einhvern dularfullan hátt sjá hag sínum best borgið með því að gera Íslendinga að þrælum Breta og Hollendinga.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.11.2010 kl. 08:38

5 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Þakka góða færslu frá Elle og viðbrögð ykkar. Svo var það líka í fréttum í gær, hve ömurlega Steingrímur nokkur brást við þessum fréttum, Steingrímur Jóhann nánar tiltekið, og taldi sig þar mann til að tala forsetann niður og láta eins og hann hefði með orðum sínum (sem Steingrímur kvaðst þó ekki hafa heyrt) verið að tala eins og ekkert þingræði væri lengur í landinu!

Hér kemur annar pistill bráðlega með góðum ummælum Sigmundar Davíðs.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 27.11.2010 kl. 12:04

6 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Úpps, þetta átti nú að vera undir mínu nafni.

– Jón Valur Jensson.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 27.11.2010 kl. 12:05

8 Smámynd: Elle_

Takk Helga, Rósa, Óskar Helgi, Magnús Óskar.  Og ég er algerlega sammála þér, Magnús, um forsetann og núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNINA.  Það sem þú skrifaðir væri gott efni í nýjan pistil. 

Forsetinn verður örugglega hátt skrifaður í sögu þjóðarinnar og það við hlið aumustu stjórnar og stjórnarflokka lýðveldisins.  Valdníðslustjórn er orðið.  

Elle_, 28.11.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband