18.11.2010 | 05:02
Hætt við svikum í Icesave-máli og erkiklúðri ef Steingrímur sendir ekki Eftirlitsstofnun EFTA rökstudda höfnun!
Góðu fréttirnar frá deginum áður kunna að reynast tálbeita. Þegar eftir er gengið, fæst ekki einu sinni vitað hvort meintar nýjar samningshugmyndir séu síðasti samningur breyttur eða glæný drög. Agnes Bragadóttir var með glögga greiningu á málunum i Mbl., en stjórnarandstöðunni sem slíkri hefur EKKI verið haldið upplýstri, ekki einu sinni þeim þingnefndum, sem fjallað hafa um þetta Icesavemál sem kemur, nota bene, ríkinu og skattborgurum ekkert við, einungis Tryggingasjóðnum (það sem hann megnar) og Landsbankanum gamla.
Bjarni ungi Benediktsson virðist vita flest um málið, sem vitað verður, og hefur fengið vitneskju sína frá Vilhjálmi Egilssyni Valhallarmanni og e.t.v. öðrum "hagsmunaaðilum", eins og kallað var á liðnum degi, en hvers vegna er talað við gamla Icesave-málsvara, en ekki við þjóðina? Á hún ekki mestu hagsmuna að gæta? Bjarni vill reyndar ekkert með samkomulagshugmyndirnar hafa, virðist manni. En Sigmundur Davíð fær hins vegar ekkert að vita!
Það er sjaldan verið að fela hlutina nema af því að menn hafa eitthvað að fela!
Tal Jóns Sigurðssonar í Össuri frá morgni til kvölds var blöskranlegt, en Icesave-predikurum er gert hátt undir höfði í Samfylkingar- og ESB-sinnuðum Spegli Rúvsins. Þeir eru aftur vaknaðir til lífsins, verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda, sem fylktu liði í fyrrasumar með skammarlegum áskorunum um að samþykkja bæri Icesave-svikasamninga Svavars sem fyrst. Jón þessi heldur því jafnvel fram, að samþykkja hefði átt samningana strax í fyrra! Undarlegt er, að þetta skuli gerast á sama tíma og talað er um, að nú séu upphæðirnar komnar niður í 60 milljarða og vextirnir í 3% (og eru samt enn ólöglegir og þar að auki ólögvarðir eins og höfuðstóllinn).
Var þetta kannski allt tálbeita, sem ekkert er að marka? Af hverju heyrist ekki um hrifningu þessara manna yfir því, að í alvöru sé um einhver skömminni skárri kjör að ræða en í fyrra? Er það kannski af því, að þetta er allt saman tómur sýndarleikur?
Það er eins gott að hér sé ekki um brezkt-hollenzkt samsæri að ræða til að narra auðtrúa Steingrím til að trúa þeim og til að stela af okkur þeim tíma sem þarf til að gera svar Íslands til EFTA bæði mögulegt og nógu vandað til að hægt sé að hafa stoð af því sem réttarvörn. En lagaleg vörn okkar Íslendinga er það sem hvítflibbakarlarnir frá Whitehall óttast mest og það sem Bretavinnumenn okkar eru hugdeigastir að reyna.
Það Á AÐ SVARA vitleysunni frá EFTA, Steingrímur! ekki glata því tækifæri !
Jón Valur Jensson.
Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:31 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan !
Því miður; teljast þau orð, sem ég kysi að láta falla, um Þistilfirzka uppskafn inginn, óprenthæf með öllu, svo ég læt staðar numið um hríð, kæru félagar.
Með; öngvu að síður, hinum beztu byltingarkveðjum, sem áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 01:33
Maður getur hreytt þeim út úr sér heima svo verði aðeins hughægra.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2010 kl. 04:12
Óskar Helgi og Helga, skil ykkur vel. Verðum við nokkuð að vera með vægt orðafar gegn föðurlandssvíkjandi lýð??
Elle_, 19.11.2010 kl. 19:37
"Ef menn vilja hafa leyndarmál, þá er best að vera bara með góð leyndarmál".
Tek undir þessa tálbeitu teoríu þína. Englendingar hljóta að kunna marga brandara um íslenska ráðherra og fiorheimsku þeirra í samningagerð.
Ég hef alltaf kallað Steingrím fyrir fæðurlanddssvikara, enn núna segi ég bara að hann sé óviti. Ég vil fá Jón Gnarr í samninganefndinna. Hann er sá eini sem skilur þetta 100% og kann þessa rebba alla saman...
Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.