Situr Fjórflokkurinn á svikráðum við Íslendinga ?

Grein frá 10.2. 2010, endurbirt hér af Blog Central að gefnu tilefni vegna fréttar í gær: 

"Skriður kominn á Icesave"

Landráð
High treason – 
Højforræderi
Hochverrat Haute trahison - 
Alto tradimento
Hoogverraad – Forræderi 
Zdrada stanu
Veleizdaja - 
Valtiopetos
Högförräderi
    

  
Þær fréttir sem nú berast um hugsanlega samninga við nýlenduveldin, áður en þjóðaratkvæðinu lýkur, eru skýr merki um að forustumenn stjórnmálastéttarinnar eru reiðubúnir að svíkja hagsmuni þjóðarinnar. Staðan er ekki þannig að forustan sé neydd til að gefa eftir fyrir ofurvaldi Breta og Hollendinga, heldur er um að ræða eindreginn vilja þessa fólks, að slaka út hagsmunum okkar.
  
Á forsíðu Morgunblaðsins er eftirfarandi frásögn: 

Bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, telja hins vegar að ekki þurfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu ef nýir samningar takast... Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave eigi að fara fram, jafnvel þótt hagstæðari samningur náist við Breta og Hollendinga. Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi.

 

Ef fréttin er rétt sem flestir landsmenn eiga vafalaust erfitt með að trúa, þá er fjórflokkurinn að ná saman um stórkostlegustu landráð Íslands-sögunnar. Þjóðaratkvæðið sem nú þegar er hafið, er lykill að við losnum við Icesave-klafann – fyrst með því að koma málinu á byrjunarreit með afnámi þeirra samninga og laga sem sett hafa verið og síðan með harð-fylgni við að koma lagarökum málsins á framfæri erlendis.

 

Þúsundir landsmanna eru búnir að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðinu, eða munu gera það áður en til einhvers samtals kemur við nýlenduveldin. Þessir kjósendur og er ég þar á meðal munu ekki taka þegjandi að atkvæðisréttur þeirra verði svívirtur með afnámi hans á síðasta degi. Að semja úr veikri stöðu, áður en úrslit atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir, er til þess gert að nýir samningar verði okkur óhagstæðir.

 

Ekki verður því trúað að forustumenn fjórflokksins séu svo heimskir, að þeir skilji ekki að staða okkar getur bara styrks er tíminn líður. Sérstaka styrkingu fáum við með höfnun Icesave-ábyrgðarinnar í þjóðaratkvæðinu. Sjáið bara hvað skeði við það eitt að þjóðaratkvæðið var ákveðið. Nú er ástæða til að rifja upp hverjir hafa talað um að úrslit kosninganna gætu fallið þjóðinni í óhag og Icesave verið samþykkt. Auðvitað verður Icesave-ábyrgðin felld úr gildi með miklum meirihluta, enda er fullveldi þjóðarinnar að veði.

 

Eitt þeirra atriða sem staðfesta að svik eru í undirbúningi, er sú skoðun forustumanna fjórflokksins að ekki megi upplýsa um afstöðu samninganefndar Íslendinga til Icesave-málsins. Því er haldið fram að það veiki samningsstöðu okkar að nýlenduveldin viti hver séu samningsmarkmið okkar. Minnumst þess að leyndarhyggjan var einmitt boðorð Icesave-stjórnarinnar þegar kropið var fyrir Bretum og Hollendingum og allar kröfur þeirra samþykktar.

 

Okkar samningsmarkmið er að fjarlægja Icesave-klafann algerlega af herðum Íslendsks almennings. Okkur ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda að axla þessar glæpsamlegu kröfur nýlenduvelda Evrópu. Okkar undirbúningur á að vera fólginn í að kynna þessa afstöðu og sanna fyrir umheiminum að hún er rétt. Það einungis styrkir stöðu okkar að ræða þessa afstöðu opinskátt og af hreinskilni. Okkar samningsmarkmið er einnig að heimta bætur af Bretum fyrir beitingu hryðjuverkalaganna. Vakna Íslendsk þjóð og rís úr rekkju. Látum ekki sannast, að okkar eigið fólk sé okkar verstu óvinir.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 

 


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Gott að sjá þig hér! JÁ! Vakna!

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2010 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband