11.10.2010 | 19:56
Eva Joly snýr athygli Skandinava að Íslandi með eftirminnilegum hætti
Eva Joly segir að tilvera Íslands sé í húfi vegna Icesave o.fl. bankamála, en umheimurinn, m.a. Norðurlöndin, beri mikla ábyrgð á óförum landsins. Heil kynslóð Íslendinga verði veðsett, nái Icesave-kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga. Þetta kemur fram í viðtali hennar við sænska blaðið Dagens Industri.
- Hvernig gátu svona margir verið svo blindir? spyr Joly. Hún kallar þjóðir heims til ábyrgðar vegna þess hversu íslenska bankakerfinu var leyft að vaxa mikið. Bresk yfirvöld bera líka ábyrgð vegna íslensku bankanna í Bretlandi. Það kemur skýrt fram í reglum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. ... Þetta er spurning um áframhaldandi tilveru Íslands. Nú þegar hafa um 8000 flutt úr landi, þar eru þeir ungu og framtakssömu í meirihluta.
Hún minnist einnig á reiði Íslendinga, fjöldamótmæli fyrir utan Alþingi og eggjakast í fyrirmenn, jafnvel forseta lýðveldisins, og verðskuldar hann það þó sízt allra ráðamanna okkar.
Það er ánægjulegt, hvernig hún segir norrænum ráðamönnum til syndanna og vekur frændþjóðir okkar af værum svefni til að beina athygli þeirra að svikum þeirra eigin ráðamanna við málstað Íslands í Icesave-málinu.
Mikið væri það yndislegt fyrir þjóðina ef við ættum þó ekki væri nema einn slíkan ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Jón Valur Jensson.
Joly: Tilvera Íslands í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 12.10.2010 kl. 23:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Guð blessi hana, og forsetinn líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 20:11
Ekki blessaði þessi guð Ísland að beiðni Geirs hins Harða. Svo mikið er víst.
Hamarinn, 11.10.2010 kl. 22:01
Hún Joly fær stórt LIKE fyrir að berjast með okkur, fólkinu á Íslandi. Steingrímur og Jóhanna hefðu átt að taka hana sér til fyrirmyndar strax frá upphafi og berjast með okkur til síðasta blóðdropa eins og Joly gerir. Hún hefur aldrei kvikað frá þessari skoðun sinni, annað en Steini og Jóka sem hríslast eins og lauf í vindi þegar ESB er nefnt á nafn og hafa æ ofan í æ svikið þjóð sína og reynt að selja hana í hendur þrælahaldara.
assa (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:10
þau ættu að fara fyrir Landsdóm,þetta gera þau vísvitandi,enda veit ég að þeirra eigin græðgi hangir á spítunni,græðgi í völd, kanski álíka og Möltu-búinn fékk. Við ætlum að stoppa þetta. Lengi lifi Eva Joly.
Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2010 kl. 22:20
Hamar, þú getur ekki fullyrt svona um blessun Guðs í þessu sambandi, t.d. hve fljótt hún ætti að sýna sig, ef um er beðið (biður þjóðin nægilega um það í alvöru?), – hvort hún hafi t.d. sýnt sig einmitt í því, að hrunsstjórnin varð að fara frá og að nýverandi stjórn sé líka á útleið og endurskoðun hugmynda og grundvallar lýðveldisins kunni að vera í deiglunni og eitthvað nýtt og gott komi út úr því. En sannarlega takast nú á öfl góðs og ills ...
Þakka innleggin!
Jón Valur Jensson, 11.10.2010 kl. 22:28
Ég get víst fullyrt það.
Hamarinn, 11.10.2010 kl. 23:43
Það er mikil eftirsjá að Evu Joly, hún er einn af fáum útlendingum sem virkilega hefur haft samúð með okkur Íslendingum eftir hrun...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2010 kl. 01:14
Þakka þér þau orð, Jóna Kolbrún.
Ég bætti rétt í þessu við pistilinn tengli á Eyju-grein, þar sem gagnrýni Evu Joly á Norðurlöndin í þessu sambandi kemur skýrar fram en í Mbl.is-fréttinni. ––JVJ.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 12.10.2010 kl. 02:22
Ætli Þjóðverjar nytu þess álits sem þeir hafa ef 35% þeirra styddu enn nazistaflokkinn?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 11:35
Ankannalegt er að bera fram slíka spurningu hér, Glúmur, hver er meiningin eiginlega?
Jón Valur Jensson, 12.10.2010 kl. 19:16
Eva Joly hefur svo sannarlega verið íslenskri þjóð haukur í horni.
Ragnhildur Kolka, 12.10.2010 kl. 20:59
Þakka þér, Ragnhildur.
Ég verð að biðjast afsökunar á þeirri yfirsjón minni, sem ég tók fyrst nú eftir, að orða upphafssetningu pistilsins (samansetta að hluta úr fréttinni, en þetta var þó algerlega á mína ábyrgð og til komið vegna fljótfærni) með röngum hætti málfarslega séð: "Eva Joly segir tilveru Íslands sé í húfi vegna Icesave," þar segir maður vitaskuld (einsog ég ætlaði mér): "Eva Joly segir tilveru Íslands í húfi vegna Icesave" eða: "Eva Joly segir, að tilvera Íslands sé í húfi vegna Icesave."
Jón Valur Jensson, 12.10.2010 kl. 23:54
Jón, Ragnhildur et al. ekki er ég nú sammála ykkur í þessu. Joly Folie hefur aðeins verið dýr, og enginn vitnar í þetta raus hennar á Norðurlöndunum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.10.2010 kl. 20:06
Vertu ekki að uppnefna hana, dr. Vilhjámur Örn.
Fylgist þú með öllum fjölmiðlum í Noregi og Svíþjóð?
Jón Valur Jensson, 13.10.2010 kl. 22:56
Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri - sem aðrir gestir, hér á síðu !
Jón Valur !
Um leið; og ég þakka þér, samantekt drjúga, skulum við alls ekki reikna með einhverjum stuðningi; gerfi- frænda okkar, austur í Skandinavíu, þegar á ýmsa Hólma alþjóða málanna er komið.
Danir - Finnar og Svíar; til dæmis, eru einhverjar auðsveipustu fótaþurrkur, Þýzku rummunganna, í ESB, sem kunnugt er.
Látið ekki; kaldhæðni hins ágæta fornleifa fræðings, niður í Kaupmannahöfn, á ykkur fá, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 01:03
Ég fylgist með helstu fjölmiðlunum nema þeim finnsku. Sarkozy kallar hana Joly Folie.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.10.2010 kl. 08:34
Já ég er eftirvæntingarfull, sveiflast í tilfinningnum hvernig þetta fari allt saman, en vona og vil trúa að Íslenska þjóðin sýni nú samtakamátt og styrk til að láta ekki kúa sig. Ég vil ekki þurfa að borga fyrir skuldir gróðrahyggjunnar, sem fékk að valsa um óáreitt.
Ég þakka fyrir Evu Joly, hún hefur haft kjark og þor til að tjá sig.
G.Helga Ingadóttir, 14.10.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.