11.10.2010 | 08:00
BLEKKINGAR ÞORSTEINS PÁLSSONAR ERU HÆTTULEGAR.
Hvað fær Þorsteinn Pálsson að blekkja lengi í fjölmiðlum að við töpum ef við borgum ekki svívirðilegu rukkunina ICESAVE?? Hvers vegna kemst hann endalaust upp með villuáróður sem getur stórskaðað okkur?? Villt fólki sýn? Þó hann vilji ólmur inn í Evrópumiðstýringarveldið, hefur hann ekki leyfi til að skaða landið og þjóðina með villuskrifum.
Nú er hann kominn í Morgunblaðið með villusýnina. Var ekki nóg að hann kæmi fram í Evrópubandalagsmiðlinum Fréttablaðinu? Við hin munum ekki fallast á ríkisábyrgð á Icesave þó Þorstein langi inn í Evrópuríkið hvað sem það kostar okkur. Icesave er ekki skuld alþýðu landsins. Og meginþorri þjóðarinnar hefur harðneitað að borga svívirðinguna.
Ekki nokkur vitræn rök eru fyrir að maður tapi á að borga ekki skuld sem maður skuldar ekki. Nákvæmlega engin rök eru fyrir að við öðlumst traust og virðingu í heimi viti borinna manna með því að láta vaða yfir okkur eins og aumingjar og borgum ólöglegar rukkanir yfirgangsvelda. Nei, það er rakalaust þvaður. Ertu ekki bara að ljúga, Þorsteinn Pálsson?
Elle Ericsson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Jú, hann er að ljúga Elle, en það eru ofsalega margir sem trúa honum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 12:38
Ómar, það var glöggur maður sem kom upp um Þorstein Pálsson og hans óskiljanlega og óþrjótandi Icesave-illvilja gegn alþýðu landsins. Maðurinn heitir Ómar Geirsson og glöggu og snjöllu pistlarnir hans hafa verið ómissandi fyrir okkur hin sem viljum ekki þrælaskuldina. Hann getur ekki hætt þó hann sé orðinn dauðleiður á Icesave-ruglinu og stendur endalaust vaktina með bæði frábærum ósjálfráðum skrifum og gullmola-pistlum.
Elle_, 11.10.2010 kl. 15:28
Þakka ykkur báðum góð skrif um þetta mál, Elle og Ómar.
Jón Valur Jensson, 11.10.2010 kl. 16:23
Á frjálsum markaði er hægt að tapa og græða og byggir það á samkeppnishæfileikum viðkomandi hvort grætt er eða tapað. Réttlæti krefst þess að þeir sem hafa hæfileika til að skapa gróða fái að eiga þann gróða en þeir sem eru vanhæfir og tapa beri kostnaðinn við það tap. Þeir sem stóðu utan við starfsemina eiga hvorki tilkall til gróða né bera ábyrgð á tapi.
Ábyrgð á tapi byggist síðan aftur á orsakasambandi og það er einfaldlega ekki hægt að rekja orsakakeðju Icesave-tapsins til íslenskra skattgreiðenda. Til þess að eitthvað sé orsök annars þarf að vera þar á milli beint orsakasamband, þ.e.a.s. íslenskir skattgreiðendur hefðu þurft að gera eitthhvað ákveðið (orsök) til þess að valda tjóninu (afleiðing). Hér dugar ekki að benda á að Icesave tengdist banka sem tengdist ríki sem er samsett af einstaklingum sem voru kosnir af íslenskum ríkisborgunum. Ef slík sambönd teljast orsakasambönd er hægt að færa rök fyrir því að við séum öll ábyrg fyrir öllu sem allir aðrir gera. En fólk veit að þeir sem keyra fullir bera sjálfir ábyrgð á því ef þeir keyra á, ekki við hin sem keyrum edrú, jafnvel þó svo að við eigum göturnar í sameign. Svo er það tengingin við skattborgarana. Ég er ríkisborgari sem kaus í Alþingiskosningunum en bý ekki á Íslandi og borga ekki mikinn skatt þar eins og stendur. Ef skattborgarar eru ábyrgir vegna þess að þeir kusu þessa ráðamenn, afhverju ætti ég þá að losna við að borga jafn mikið af Icesave eins og þeir sem búa og borga skatt á Íslandi? Það er ekki heil brú í þessu. Ég hafna líka þeirri kenningu að stjórnarskráin leyfi yfir höfuð ráðamönnum að skuldbinda mig eða aðra ríkisborgara og skattgreiðendur fram yfir sín kosningatímabil, sama hversu lengi eða oft þeir hafa gert það. Þeir sækja vald sitt til fólksins og ég veit bara ekki til þess að fólkið hafi veitt þeim þetta vald.
Valan, 11.10.2010 kl. 19:55
Kjarni málsins.
"Ég hafna líka þeirri kenningu að stjórnarskráin leyfi yfir höfuð ráðamönnum að skuldbinda mig eða aðra ríkisborgara og skattgreiðendur fram yfir sín kosningatímabil, sama hversu lengi eða oft þeir hafa gert það. Þeir sækja vald sitt til fólksins og ég veit bara ekki til þess að fólkið hafi veitt þeim þetta vald."
Takk fyrir þitt góða innlegg Vala.
Elle, Þorsteinn er þekktur sem hugmyndafræðingur ESB arms Sjálfstæðisflokksins, alveg eins og Styrmir fer fyrir andstæðingum ESB. Styrmir lagði hann á eftirminnilegan hátt, en Þorsteinn er eins og moldvarpan, hann grefur stanslaust undan þrótti Íslendinga með því að heimfæra allt slæmt upp á andstöðu þjóðarinnar við ICEsave samninginn.
En ég sé Elle á þessari uppgötvun þinni, að þú lest ekki Fréttablaðið. Það er gott, ég les það aðeins í felum þegar enginn sér. En maður þarf að þekkja óvin sinn, ætli maður að verjast honum.
Og mörkin eru að taka á móti Þorsteini ef ESB armur Morgunblaðsins hleypur honum að. Þar fer fram baráttan um sálirnar, aðeins heittrúaðir Samfylkingarsinnar taka mark á blaði Jóns Ásgeirs..
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 20:22
Ef slík sambönd teljast orsakasambönd er hægt að færa rök fyrir því að við séum öll ábyrg fyrir öllu sem allir aðrir gera.
Algerlega, Vala. Ótrúlegt að nokkrum viti borni manni detti í hug að gera alla ísl. ríkisborgara annars vegar, eða skattgreiðendur hinsvegar, ábyrga fyrir annarra manna glæpum eða tapi. Og eins og þú bendir á, búa ekki allir ísl. ríkisborgarar í landinu og borga ekki vanalega skatt þar. Lögreglan gæti þá eins vel sótt mig heim og stungið mér inn, ef sysrum mínum dytti í hug að brjóta lög.
En ég sé Elle á þessari uppgötvun þinni, að þú lest ekki Fréttablaðið. Það er gott, ég les það aðeins í felum þegar enginn sér. En maður þarf að þekkja óvin sinn, ætli maður að verjast honum.
Nei, Ómar, ég hata Fréttablaðið og kíki þó með dökkum gleraugum þegar ég er viss um að enginn er að gá. Og ekki einu sinni kötturinn. Nenni ekki að lesa Evrópubandalagsþvæluna í nánast öllum þarna og get ekki þolað Þorvald Gylfason alltaf þarna síðan hann sagði að það væri HOLLT fyrir okkur að borga Icesave. Les þó nokkra útvalda úti í skoti.
En takk Ómar, Jón og Vala. Og læt inn 2 linka í pistla um umræddan Þorstein:
Fortíðardraugur ræðir framtíðina.
Þorsteinn Pálsson er einn af hugmyndafræðingum Hrunsins.
Elle_, 11.10.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.