18.9.2010 | 11:49
Ófyrirleitni Steingríms J. að tala í nafni íslenzku þjóðarinnar um mál sem hún hefur HAFNAÐ með afgerandi hætti!
Nú er hann mættur í hollenzkt dagblað, De Telegraaf, heldur því fram að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar og greiða hollenskum sparifjáreigendum það fé sem þeir töpuðu vegna IceSave-reikninganna"!
Jæja, karlinn, Ísland?! Já, og hann bætir gráu ofan á svart: Hollendingar geta andað létt. Peningunum þeirra verður skilað, segir hann í þessu viðtali við blaðið í dag.Við viljum leysa þetta mál, segir Steingrímur ennfremur. Íslendingar vilji borga (!!!), en það fari hins vegar eftir því hvaða skilyrði verði sett." (Mbl.is.)
Íslendingar vilja EKKI borga, er það ekki ítrekað komið fram?! Sjá hér:
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum (pistill löngu eftir á, 20.8. 2010)
Rétt tæplega 60% þjóðarinnar vill EKKERT ICESAVE og:
Nær 60% þjóðarinnar segir: EKKERT ICESAVE! Samtökin Þjóðarheiður hafa rétt fyrir sér!
Það er annar maður sem ver þjóðina um þessar mundir, forseti Íslands, og gerir það betur en allir ráðherrarnir í Icesave-stjórninni samanlagðir (það eru svo margir mínusar!).
Eftirfarandi orð félaga í Þjóðarheiðri voru skrifuð í frábærum pistli til Bjarna Benediktssonar, en eiga ekki síður við um þig, herra Steingrímur:
Þú veist vel, eins og við hin, að við skuldum ekki Icesave, höfum aldrei skuldað Icesave og munum aldrei skulda Icesave ...
Ef þú kannt ekki að segja NEI, þarftu að læra það. Menn verða að kunna að standa í lappirnar og segja NEI. Þú hefur ekki leyfi til að vinna með ógnarstjórnum Bretlands, Hollands og Íslands og semja um neitt Icesave. Það verður alfarið að hafna þessari nauðung ...
Hafnaðu þessu núna strax - ef þú gerir það ekki, mun það verða þitt fall. Við munum ALDREI borga Icesave. Við munum koma ykkur burt, burt úr stjórn, burt frá völdum og fella alla ógilda Icesave-nauðungarsamninga sem verða píndir yfir okkur. Og þið munuð þurfa að svara fyrir voðaverkið.
... enda er nú farið að tala um Landsdóm sem réttu leiðina í því máli.
Jón Valur Jensson.
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Vaknaðu nú og og horfðu í augu við staðreyndir! Þeir sem bera höfuð ábyrgð á Icesave eru Geir Haarde, Árni Mathiesen, enda voru þeir búnir að setja málið í þennan farveg. Og Davíð kostaði þjóðina skyldinginn...en það virðist henta ykkur betur að gleyma því og endurskrifa söguna. Hvaða flokk skyldi þú tilheyra?
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:21
Steingrímur er brotinn og bugaður - allar hans háleitu hugmyndir hafa snúist í höndunum á honum og hann er að verða misheppnaðasti stjórnmálamaður sögurnnar - maðurinn sem seldi Ísland - og Skapanornin í stjórnarráðinu glottir.
Kjósum strax og gefum honum færi á að láta sig hverfa -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 16:38
Nei, Magnús Jón, þeir sem bera höfuðábyrgð á Icesave eru Landsbankamenn öðrum fremur. Einnig ESA, FSA, DBA og ESB. Formaður stjórnar FME og bankamálaráðherrann Björgvin hefðu líka mátt standa sig betur, og allt þetta á við tímann FYRIR bankahrunið.
En þrátt fyrir það getum við sagt með Alain Lipietz: Íslendingar skulda ekkert (hann er franskur hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu).
Ekki má svo gleyma hlut áhættufjárfestanna brezku og hollenzku.
Það er eins og í Noregi: Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, segir forstjóri norska tryggingasjóðsins! Jafnvel framkvæmdastjórn ESB viðurkennir það nú – jafnvel Steingrímur greiðsluglaði!!!
Þá skaltu ekki gleyma þessum þætti hrunsins mikla: Alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis – og: Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir.
Þá skaltu sömuleiðis hafa það hugfast, að engar ríkisábyrgðir verða gefnar út nema með sérstakri lagaheimild, og hafi greiðsluskylda ekki þegar skapazt, brýtur það gegn 77. gr. stjórnarskrárinnar að stofna til skuldar á ríkissjóð eða skatt á landsmenn.
Hér sérðu afstöðu Árna Mathiesen fjármálaráðherra og sérfræðinga hans í Álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í nóv. 2008. – Ekki lagt fram (vegna þess að Ísland neitaði svo að taka þátt í þeim fjadsamlega gerðardómi), í kaflanum:
"State liability
The Icelandic state maintains that it is in no way obligated to guarantee deposit guarantee claims and faces no State liability as a result:
– it has fully complied with its obligations under Directive 94/19/EC; and
– has no legal obligation to fund the deposit guarantee schemes.
The Government does not agree that any additional guarantees offered by the State "would probably also have to be extended to all depositors". The State has fulfilled its obligations under the Directive."
Og undir annarri millifyrirsögn:
"The State cannot be made liable for the Scheme's performance
The Government faces no liability in respect of the scheme's potential inability to meet all claims in full. In particular, the Commission Directive, as subsequent Commission reports have made clear, was not intended to create State liability or responsibility in respect of national economic crisis of high proportions. [Nmgr. 8: See http://ec.europa.eu/internal_market/bank/guarantee/index_en.htm]
Deposit guaranty schemes are not intended to deal with a market crash such as that which has taken place in Iceland. ..."
Textarnir eru miklu ýtarlegri, þú getur kynnt þér þetta skjal Árna og lögfræðinga hans sjálfur, en þarna hefurðu afstöðu hans og þeirra, þetta er réttarvörn þeirra, og svo sannarlega er þetta í samræmi við viðhorf okkar í Þjóðarheiðri og margra beztu lögfræðinga lands okkar (sbr. mikla grein þriggja slíkra hér: Lagarök um Icesave, Mbl. 14. jan. 2010), auk annarra til þess hæfra lögfræðinga, t.d. Mischcon de Reya-lögmannastofunnar brezku.
Þú ættir að gæta að rétti og hagsmunum þjóðar þinnar, Magnús Jón. Hjá flestum – og til lengdar hjá nánast öllum – vega þeir þyngra en flokkshagsmunir og flokkshollusta.
Fráleitt er að tengja Davíð þessu máli með þeim hætti sem þú gerir: að gera hann ábyrgan og að þjóðin verði að fylgja þeirri meintu ábyrgð. Hann hafði hvorki sem forsætisráðherra, meðan það var, né sem seðlabankastjóri neitt leyfi til að gefa út ríkisábyrgð í krafti embætta sinna og gerði það heldur ekki.
Að hann hafi "kostað þjóðina skildinginn", eru þín orð, sennilega tengd því sem hann gerði fyrir Kaupþing, sem kemur Icesave-málinu ekkert við. En lán Seðlabankans til Kaupþings endurheimtist reyndar að fullu, skv. fréttum í dag eða í gær um sölu hans á FIH-bankanum danska.
Farðu nú og horfðu í spegil, skoðaðu á þér tunguna, og lofaðu að skrökva aldrei framar.
Jón Valur Jensson, 18.9.2010 kl. 18:12
Kærar þakkir fyrir gott innlegg þitt, Ólafur Ingi Hrólfsson.
Jón Valur Jensson, 18.9.2010 kl. 18:18
Er ekki full ástæða til þess núna, að auka þrýsting á kröfur um að forsetinn skipi utanþingsstjórn, ... og í embætti ráðherra verði valdir menn úr atvinnulífinu, en ekki úr röðum þingmanna, hvorki núverandi né fyrrverandi þingmanna ?
Tryggvi Helgason, 18.9.2010 kl. 18:53
Ég var að vísu búin að skrifa ofanvert um Bjarna Ben fyrir löngu líka í Moggabloggið, Jón: GETUR BJARNI BEN EKKI SAGT NEI? EN SIGMUNDUR?
En ótrúleg ósvífni er í Steingrími J. Sigfússyni. Manninum er löngu hætt að vera sjálfrátt. Við sem ætlum ALDREI að borga ólöglegt Icesave. Það veit hann vel þó hann ljúgi öðru um allan heim.
Elle_, 18.9.2010 kl. 19:42
Óskapa rembingur er þetta.... SJS er ekki að segja annað en lengi hefur legið fyrir. Alþingi hefur samþykkt að borga. Haarde og hans stjórn gerði það líka. Hans heilagleiki ÓRG hefur og marglýst því yfir. Við greiðum ef réttmætir skilmálar nást. Hvað er málið?
Hafa menn ekki lesið heima eða hvað???
Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:38
Forsetinn synjaði að skrifa undir stóru fjárkúgunina og æskilegast hefði verið að hann hefði synjað þeirri fyrri líka. Við, landsmenn kolfelldum kúgunina. Nú þart þú sjálfur að læra heima vel og vandlega, ekki sleppa neinu af heimaverkefnunum. Hvað er málið? Von þú spyrjir.
Elle_, 18.9.2010 kl. 23:30
Og Steingrímur er ekkert bara að segja það sem lengi hefur legið fyrir. Hann er grunsamlega viljugur að þrælskulda okkur fyrir nauðunginni, skuld sem við skuldum ekki. Þú þarft ekki að segja okkur neitt um ´sakleysi´ stórseks Steingríms.
Elle_, 18.9.2010 kl. 23:34
Erum við bálvitar eða hvað? Björgólfur T Björgólfsson er sagður ríkasti maður landsins og við gerum ekkert til að ná þeim auðæfum!
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 02:05
Vaknið. Horfið. Trúið eigin augum. Þessi maður trúir ekki á lýðræði og hefur svikið lýðræðishugsjónina! Íslenska þjóðin HAFNAÐI Icesave í Þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þýðir að það er ekki lýðræðislegur vilji þjóðarinnar að Icesave nái fram að ganga. Við búum ekki í kongungsveldi og þetta er ekki heldur Sovét Rússland. Skamm og svei Steingrímur, fyrir að svíkja lýðræðið!
Vaknið (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:10
Samála Vaknið!
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.