14.9.2010 | 14:53
Forsetinn: Stuðningur ESB við svívirðilegar Icesave-kröfur hefur „vakið upp spurningar: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?"
Enginn getur haldið því fram, að íslenska þjóðin eða pólitíska lýðræðislega kerfið á Íslandi hafi ekki brugðist með ábyrgum hætti við fjármálakreppunni. Það þýðir þó ekki, að við ættum að láta undan svívirðilegum kröfum Breta og Hollendinga," hefur Bloomberg eftir herra Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem hann er staddur á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Kína.
- Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem nutu lengi stuðnings Evrópusambandsins, hafa vakið upp spurningar í hugum margra Íslendinga: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?" segir hann.
Hér má ekki sízt hafa það hugfast, að Evrópusambandið var með virkustum hætti á bak við þá ákvörðun að kalla saman ólögmætan gerðardóm að kröfu Breta og Hollendinga, ólögmætan vegna þess að Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, studdur lögfræðiráðgjöfum sínum, neitaði að tilnefna fulltrúa Íslands í gerðardóminn og viðurkenndi ekki réttmæti þess að sá gerðardómur kvæði upp dóm í málinu.* Það gerði hann samt, í einum hvelli, á innan við sólarhring, og alveg eftir óskum Breta og Hollendinga! Í þessum gerðardómi sátu fulltrúi ráðherraráðs ESB (le Directeur général du Service juridique du Conseil de l'Union européenne), fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB (le Directeur général du Service juridique de la Commission de l'Union européenne), forseti (Président) Seðlabanka Evrópu og forseti Eftirlitsstofnunar EFTA allir nema sá síðastnefndi fulltrúar ESB-stofnana.
En aftur að forseta okkar:
Ólafur segir í viðtalinu að Íslendingar séu reiðubúnir til að ræða um endurgreiðslu á Icesave-ábyrgðum" (Mbl.is). Það á reyndar EKKI við um meirihluta Íslendinga! sbr. eindregna niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, sem birt var 8. marz sl. (sjá hér og HÉR!), tveimur dögum eftir að 93,2% landsmanna höfnuðu Icesave-ólögum meirihluta alþingismanna frá 30. des. 2009, en 1,8% sögðu já við þeim (auðir seðlar voru 4,7%, ógildir 0,3%, sjá nánar hér: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum).
En áfram er haft eftir Ólafi Ragnari: Hins vegar verði bresk og hollensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir því, að Landsbankinn og netbankinn Icesave hafi ekki notið ríkisábyrgðar." (Mbl.is.)
Það er ánægjulegt, að forseti Íslands er eins og fleiri byrjaður að taka undir þessa mjög svo skýru framsetningu á réttarstöðu okkar, en hún getur ekki verið augljósari eftir að sjálf framkvæmdastjórn ESB, sem bjó til tilskipunina (dírectívið) 94/19/EC, en farin að segja þetta fullum fetum! Þetta er reyndar sú sama skýra framsetning, sem lesa má í skjali frá Árna Mathiesen og ráðgjöfum hans í byrjun nóvember 2008 (Drög að álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar; hún var þó "ekki lögð fram vegna þess að Ísland dró sig út úr málsmeðferðinni").
Um undanbrögð framkvæmdastjórnar ESB frá þeirri meginreglu að ríkisábyrgð sé ekki á tryggingasjóðum á EES-svæðinu, þ.e. þær fölsku undanfærslur hennar að telja tvennt réttlæta það að gera sérstaka undantekningu með lýðveldið Ísland frá þeirri reglu, höfum við fjallað áður hér á vefsetri Þjóðarheiðurs.
Svo minnum við lesendur okkar sérstaklega á þessa heimildasíðu með samantekt af Icesave-gögnum: http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/skjol-vegna-icesave-samningsins/.
* "Það er meginregla í samskiptum ríkja að ágreiningur milli þeirra verður ekki lagður fyrir dómstóla nema með samþykki allra aðilja." (Af vefsíðunni Island.is.)
Jón Valur Jensson.
Hvers konar klúbbur er þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar !
Jón Valur !
Þakka þér fyrir; ágæta samantektina.
Sýnir þetta ekki; okkur öllum, að rjúfa beri ÖLL tengsl Íslands, við hryðjuverka bandalagið, Evrópusambandið, gott fólk ?
Það er ekkert; sem réttlætir frekari samskipti, við þessi lönd, á meginlandi Evrópu - svo og, á Bretlandseyjum, einnig.
Og; úrsögn lands okkar, úr NATÓ, ætti að verða, í beinu framhaldi, þar af.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:06
Í frétt í RUV er rangt haft eftir forsetanum. Forsetinn var ekki að segja að við hefðum brugðist óábyrgt við. RUV þýðir orð forsetans vitlaust. Fréttin í RUV:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að tveggja ára deila Íslendingar við Breta og Hollendinga um greiðslu á innistæðum íslenskra banka vekji upp spurningar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Ólafur Ragnar segir að aðgerðir þessara þjóða hafi orðið til þess að margir Íslendingar spyrju hvers honar klúbbur sambandið sé.
Evrópuþingið hvatti Íslendinga í júlí til að semja um málið þar sem slíkt myndi auka traust á getu Íslands til að standa við skuldbindingar sínar. Ólafur segir í viðtalinu að Íslendingar séu tilbúnir að ræða málið en Hollendingar og Bretar verði að viðurkenna að engin ríkisábyrgð hafi verið á Landsbankanum. Enginn mótmæli því að viðbrögð við fjármálakreppunni hafi ekki verið ábyrg en það þýði ekki að við þurfum að samþykkja fáránlegar kröfur stjórnvalda í löndunum tveimur.
VEKUR UPP SPURNINGAR UM ESB AÐILD.
Í Bloomber segir:
“Nobody can argue that the people of Iceland or our political democratic system is not acting in a responsible way to this financial crisis, but that doesn’t mean that we should have to agree to outrageous demands from the British and Dutch governments,” Grimsson said.
Iceland's Depositor Spat Raises EU Bid Questions, President Grimsson says.
Elle_, 14.9.2010 kl. 17:52
RUV skrifaði fréttina þannig að kannski misskildi ég hvað þeir meintu, fannst það allavega óskýrt orðað.
Elle_, 14.9.2010 kl. 18:01
shockingly bad or excessive.
very bold and unusual.
outrageously adverb
outrageousness noun
© Oxford University Press, 2004
Júlíus Björnsson, 15.9.2010 kl. 00:12
Og hér skrifar MBL.is um viðtal forsetans við CNN þar sem forsetinn segir: Skuldir sem hafi orðið til vegna misgjörða einkabanka eigi ekki að lenda á almennum borgurum:
ÓSANNGJARNAR KRÖFUR UM ICESAVE.
Og svo ráðast sumir að forsetanum og vilja að hann verði settur í farbann, eins fáránlega og það nú hljómar. Maðurinn hefur varið okkur gegn fjárkúgun stórvelda og gegn okkar eigin ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkum.
Elle_, 15.9.2010 kl. 11:01
Samkvæmt efnahagshryðjuverkalögum EU eiga þvinganirr gegn einkahryðjuverkaframtaki ekki að bitna á almenningu upprunalands[landa] hryðjuverkamannanna.
Júlíus Björnsson, 15.9.2010 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.