8.9.2010 | 20:24
GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.
Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland
Hvað ætli Bjarni Ben. sé að vísa í þegar hann segir í fréttinni að neðanverðu: "Nú hefur þegar verið boðin ríkisábyrgð og vextir. Ef það dugar ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má hann fara héðan út". Mann skal ekki undra þó, hann hefur alltaf verið hálf-aumlegur í málinu og aldrei verið nógu harður gegn, endalaust verið hálft í hvoru með og hálft í hvoru ekki með og kannski með og kannski ekki eða setið hjá eins og hann gerði í fyrri Icesave-nauðunginni sem var undirrituð 2. september 2009. 50/50-maður og aldrei með mótaða og þroskaða stefnu í málinu. Og í nóvember 2008 talaði hann fyrir ríkisábyrgð á Icesave í ræðu. Menn sem vilja semja um Icesave eru meðvirkir ICESAVE-STJÓRN Jóhönnu og Steingríms.
Hvar er hin harða afstaða gegn Icesave sem flokkurinn lýsti yfir fyrir skömmu? Það telst ekki hörð afstaða að vera sífellt semjandi við þrjóta um ólögmæta kröfu. Hann og hans flokkur eru alls ekki ein um það þó. Hver einasti flokkur í Alþingi er meðsekur. Ætlar hann og hinir viljugu Icesave-semjendurnir ekki að fara að standa í lappirnar eins og menn?? Hættið að semja um Icesave. Hættið að vera endalaust að draga niður alþýðu landsins og þvæla með Icesave-vitleysuna. Við skuldum ekki óþverrann og sættum okkur heldur ekki við neina hálfa ríkisábyrgð á neinni nauðung. Enda kolfelldum við Icesave í mars sl. með yfir 90% NEI-um.
Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Takk HeiðursElle að vekja athygli á holum málflutningi Bjarna Ben í ICEsave deilunni. Málflutningi sem er ein aðalskýring þess að núverandi ríkisstjórn kemst ennþá upp með svikabrögð sín í ICEsave deilunni. Öll umræða um misháa vexti er jú aðeins blæbrigði, minni en sjá má milli einstakra trjáa í lundi af blæösp.
Og þó það sé örugglega ekki þannig meint, þá er siðleysi þessa orða algjör.
Hvaða rétt hefur Bjarni Ben, eða þá nokkur annar stjórnmálamaður, til að bjóða bretum og Hollendingum vexti á fjárupphæð sem þeir sjálfir, fríviljugir og án nokkurrar skyldu, ákváðu að greiða sínum eigin þegnum þegar ljóst var að íslenski tryggingasjóðurinn hefði ekki fjármagn til að greiða innlán yfir landamæri????
Vissulega væri það ekki holur málflutningur ef þessum orðum fylgdi yfirlýsing um að maðurinn hefði selt öll sín rándýru leikföng og hætt við að eyða 250 milljónum í villusmíði, og jafnframt hefði hann skorað á alla aðra vorkunnarmenn breska ríkissjóðsins að gera slíkt hið sama. Þá væri hann maður að meiri, að vísu stórskrýtinn, en þó maður sem axlaði sjálfur ábyrgð á sérvisku sinni.
En að bjóða fram almannafé, á tímum þar sem ríkið getur ekki sómasamlega aðstoðað þá sem höllum fæti standa og á tímum þar sem hönd hins hægfara dauða niðurskurðarins er lögð á allt heilbrigðiskerfið, til að greiða bretum miskabætur vegna þeirra eigin gjörða, það er siðleysi í hæðum þar sem aðeins öflugustu sjónaukar fá greint forsendur þess.
Og þar sem Bjarni Ben er ekki siðlaus og um margt ágætis drengur, þá er ekki rétt eftir honum haft. Eða þá hann hefur ekki hugsað orð sín til enda.
Og það er þarft verk að vekja athygli á því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.9.2010 kl. 07:54
Frábær grein með skarpri og réttlátri gagnrýni sem hittir í mark.
Frábær er líka athugasemd hins skýrt hugsandi Ómars Gdeirssonar.
Jón Valur Jensson, 9.9.2010 kl. 09:20
Flottur pistill Elle, það er alveg rétt hjá þér ég myndi vilja fara sjá fólk á alþingi fara að standa á rétti allra Íslendinga, með því að neita að borga krónu fyrir Icesave.
Ömurlegt að sjá hvað þessir erindrekar okkar Íslendinga geta verið aumir í hnjánum þegar standa þarf í lappirnar, og þá sérstaklega núverandi stjórnarliðar með sína spagettílappir!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.9.2010 kl. 09:27
Já, holur er hans málflutningur, Ómar, og bara skemmandi og hefur alltaf verið í Icesave-málinu. Og það er e-ð bogið við allan viljann úr öllum flokkum við að semja um þessa óþverra-kröfu. Og svo þykjast sum þeirra vera voða mikið á móti. Já, erindrekarnir ´okkar´, Halldór, mættu kannski eins vel fara til Evrópu og vinna beint fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnirnar og Evrópusambandið. Verður nokkur munur?? Steingrímur J. Sigfússon og Þráinn Bertelsson gjörsamlega hvolfdust í málinu eftir að þeir voru búnir að koma sér fyrir. Og takk allir þrír.
Elle_, 9.9.2010 kl. 11:04
Bretar bera full ábyrgð á öllum útbúum á sínum samkeppni markaði. Greiðslu erfiðleikar almennings á Íslandi voru öllum ljósir frá um 1996 það er þeim sem lesa þjóðar skýrslu IMF=AGS. Veð í greiðslugetu eru allstaðar baktryggð með veði í fasteigum. Almennt fasteignaverð í eðlilegri samkeppni endurspeglar alltaf greiðslugetu almennings.
Bretar að mínu mati voru að mismuna á sínum samkeppnismarkaði þegar þeir leifðu Íslensku einka negam-áhættum fjármálafyrirtækjum hér að athafna sig innan sinnar lögsögu. Þar tóku Breskir aðilar áhættu sem er alfarið þeirra. Íslenska alhliða negam-markaðsvæðingin á sér enga hliðstæðu utan Íslands og er reiknalega strax frá upphafi dauðdæmd. Verðbólguleiðréttingar eru ekki skattbærar eða ávöxtunar. Heldur klár eignafölsun í bókhaldi.
Júlíus Björnsson, 9.9.2010 kl. 11:57
Já, erindrekarnir ´okkar´, Halldór, mættu kannski eins vel fara til Evrópu og vinna beint fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnirnar og Evrópusambandið. Verður nokkur munur??
Það væri óskandi að þau segðu sínum stöðum lausum, tækju pokann sinn og færu þangað til að vera til frambúðar, þá sérstaklega núverandi ríkisstjórn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.9.2010 kl. 12:26
Góður pistill!
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.9.2010 kl. 14:28
Hryggleysi íslenskra stjórnvalda í þessu máli er uppspretta krónískra kjánahrolla.
-
Ég má annars til með að benda á hversu hrapalega þeim sem skrifaði textan neðan við myndina hér að ofan tókst til við að draga saman kjarna búsáhaldabyltingarinnar. Eins og menn vita er það ekki ríkið sem getur bætt efnahagsástandið í landinu því slíkt gera ekki aðrir en framtakssamir einstaklingar og vinnandi fólk, sem stofnar einkafyrirtæki, framleiðir verðmæti og veitir verðmæta þjónustu. Ríkið er afæta sem framleiðir ekki neitt nema skriffinsku og sóun og þvælist mestmegnis fyrir heiðarlegu fólki á meðan það lætur glæpamenn sleppa.
-
Báknið er ekki bjargaraðili landsins heldur orsök vandans m.a. með ríkisábyrgðum, þrælasköttum, einkavinavæðingum, kvótum, okurverslunarverndandi og samkeppnisheftandi reglugerðum og annarri illa hugsaðri miðstýringu í þágu eigin vasa, vina, vandamanna, og annarra hagsmunaaðila. Íslendingar voru ekki að biðja ríkið um aðstoð á Austurvelli, þeir voru að segja ríkinu að fara frá og hætta að eyðileggja efnahag hins almenna borgara með því að búa til "löglegar" peningaveitur ofan í vasa góðvina sinna, hvort sem það er með banka"kerfi", kvóta"kerfi", mjólkur"kerfi", sjálfskömmtun, sjálftöku, eða öðrum "löglegum" þjófnaði.
-
(Ég set gæsalappir um "löglegar" og "löglegum" vegna þess að ég er ekki áskrifandi að þeirri ríkisræðisskoðun að stjórnvöld og góðvinir þeirra geti rænt einstaklinga eða íslensku þjóðina á löglegan eða órefsiverðan máta með því að sleppa því að gera ránið ólöglegt í lagabók Alþingis. Sá sem tekur með valdi og án samþykkis eiganda hluti eða peninga sem hann ekki á er ræningi samkvæmt náttúruréttinum hvað svo sem stendur hverju sinni í sérsniðnum og sérpöntuðum lagasetningum. Það er ekki hægt að gera óréttlæti réttlátt með pennastriki og lagasetningu því hver maður fæðist saklaus og með fullan náttúrurétt til lífs, frelsis, og eigna hvað svo sem pólitíkusar segja eða skrifa. Sá réttur trompar áform útrásarvíkinganna um að láta pólitíkurnar sínar blóðmjólka einstaklinga landsins til að greiða annarra manna skuldir.)
Valan, 9.9.2010 kl. 18:40
Alltaf jafn skýr og sterk, Vala, takk fyrir það.
Elle_, 9.9.2010 kl. 19:19
Og takk líka, Guðrún, Halldór og Júlíus. Sá ykkur ekki strax komin þarna fyrir ofan.
Elle_, 9.9.2010 kl. 19:27
V.A.W WTG!
Íslendingar ættu að gera sér ljóst að það ríkir raun mannauður víða utan Íslands.
100 Neytendur standa undir einum smárekstri, 100 smáfyrirtæki standa undir einu [meðal í samburði við USA] stóru raunvirðisaukandi tækni eða framleiðslufyrirtæki 100 slík standa undir einum sérhæfðum þjónustu fyrirtækjabanka. Þessi banki er með hundraðfalda veltu eins stór fyrirtækis en þar ekki nema tvo starfsmenn. 100 sinnum lægri raun ávöxtunarkröfu í % miðað við veltu.
Stórfyrirtækin geta svo líka fjármagnaði sig í "reiðufjár" kauphöll.
Ríkir neytendur almennt sem ljúka þroskuðu námi snemma geta síðan menntað síg í framhaldi síðar í áhugamálum gegn staðgreiðslu.
Þetta er grunnur sem er markmið í sjálfum sér. Stjórnsýslan kom síðast og á ekki ekki að vasast í öðru en tryggja almenna hagsmuni og halda lámarks lífstaðli sem hæstum. Ísland býr ekki við vaxandi vatns, orku eða hráefnis skort vegna sinna eigin neytenda. Sá sem þorir fjárfestir sjálfur raunhæft og hirðir svo hagnaðinn.
Lánastofnanir hér ætti að skylda með lögum að afskrifa verðbólgu, það er færa verðbólgugróða til skuldar á næsta uppgjörstímabili gagnvart lántakendum. Í formi lægri áhættuvaxta vegna verðbólgu.
Ekki vaxtavaxta verðbólguleiðréttingar og skuldfæra á lántaka á næst uppgjörs tímabili. Ekki borga skatta af verðbólgu eða greiða út í hagnað.
Vinda ofan af developing hagstjórnarfræðinni. Fullorðnast.
Júlíus Björnsson, 9.9.2010 kl. 20:26
Sæl Vala, þú segir eftirfarandi.
Íslendingar voru ekki að biðja ríkið um aðstoð á Austurvelli, þeir voru að segja ríkinu að fara frá og hætta að eyðileggja efnahag hins almenna borgara með því að búa til "löglegar" peningaveitur ofan í vasa góðvina sinna, hvort sem það er með banka"kerfi", kvóta"kerfi", mjólkur"kerfi", sjálfskömmtun, sjálftöku, eða öðrum "löglegum" þjófnaði.
Ég verð að vera ósammála þér þarna því að vinstri stjórnir eru lang verstar þegar kemur að þessum hlutum, vinstri stjórnir eru þekktar fyrir að vera með mikla miðstýringu og afskipti ásamt háum sköttum (allavegana hér á Íslandi).
En að öðru leiti get ég ómögulega annað en verið þér alveg sammála, þá sérstaklega á það sem þú bendir hér...
Ríkið er afæta sem framleiðir ekki neitt nema skriffinsku og sóun og þvælist mestmegnis fyrir heiðarlegu fólki á meðan það lætur glæpamenn sleppa.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.9.2010 kl. 20:39
Ég er sammála því að hér séu til hægri vinstri menn. Hér er enginn samkeppni og lítil sem engin tækni og fullvinnsla. Íslenskir virðsaukandi fjárfestar innanlands hvar eru þeir?
Fákeppni=Few competition var ekki að skapi Egils Skallagrímsonar eða hægri manna á alþjóðamælikvarða yfirleitt. Total Consumption Index Nember: CIN einkennir kommúniskan hugsanhátt.
negam longtime homeloans linked to CIN by charging extra real interst after agreement of paying mortgage homeloan CPI indexed. I reckon is phonie.
Júlíus Björnsson, 9.9.2010 kl. 21:15
Óskastaðan væri sú að fólkinu sem hefur unnið bakvið tjöldin í fjórflokkunum væri gefinn kostur á því að stíga í framvarðasveitirnar fyrir næstu kosningar, og að þeir þingmenn sem hafa tengst spillingu með einhverjum hætti dragi sig í hlé.
Við þurfum reynslubolta á öllum sviðum til að taka við keflinu. Við þurfum ekki flokka eins og Besta flokkinn eða Borgarahreyfinguna í næstu kosningar, heldur þurfum við gömlu fjórflokkana með þau gildi sem er á stefnuskrám þeirra í höndum þess fólks sem skartar hreinni samvisku og hefur unnið í þessum flokkum. af hugsjón. Fyrr erum við ekki tilbúin í nýjar kosningar þó svo að núverandi ríkisstjórn sé útbrunnin.
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.9.2010 kl. 22:19
Og þarna kemur ICESAVE-STJÓRNIN einu sinni enn lýsandi "mikilvægi" Icesave-viðræðna:
STÓRMERKILEGT að hann skuli ekki vera fagnandi eins og Steingrímur gerir vanalega þegar þau fá af náð að ræða við svokallaða "viðsemjendur", m.ö.o. ÓLÖGMÆTA RUKKARA. Skemmtilegt hvað við erum að ná góðum umræðum í síðunni upp á síðkastið.
Elle_, 9.9.2010 kl. 22:29
Afsakið, þarna er linkurinn: EN MIKILVÆGT SÉ AÐ BÚIÐ SÉ AÐ NÁ EYRUM VIÐSEMJENDA AÐ NÝJU.
Elle_, 9.9.2010 kl. 22:36
Halldór: Ég veit ekki hverju þú ert ósammála, ég er á móti allri miðstýringu og sósíalískri "kerfis"væðingu íslensks efnahags á borð við þá sem ég lýsti að ofan. Margir gleyma að ríkið getur ekkert GEFIÐ neinum nema TAKA það fyrst (með valdi) af einhverjum öðrum, því eins og við erum sammála um þá framleiðir ríkið ekki neitt, það er afæta á þeim sem framleiða.
-
Ég fæ ekki betur séð en bæði s.k. "hægri" og "vinstri" stjórnir á Íslandi hafi gerist leppar og milligöngumenn sérhagsmuna í ríkisreknum rándeildum gegn almenningi og tekið jafnt lífeyri, gengismismun, náttúruauðlindir, sparifé, skattpeninga o.fl.. Það sem vinstri stjórnir hafa mögulega framyfir nýfrjálshyggnar stjórnir (sem kalla sig hægrisinnaðar en eru það ekki) er mögulega það að vinstri stjórnir hafa sína sósíalísku miðstýringardrauma uppi á borðum. "Hægri" stjórnirnar tala hins vegar áfram sínu gamla fagra tali frjálshyggju og einstaklingsfrelsis á meðan vinnandi fólk er mjólkað á nákvæmlega sama máta og gert er undir sósíalisma, nema bara að því leyti að þessir (síðustu og verstu) fölsku "hægri" menn ræna bara fyrir sig og útrásarvini sína í stað þess að ræna jafnt fyrir alla eins og sósíalistarnir. Valið hefur því verið milli sósíalisma og einkavinasósíalisma. Það er enginn hægri flokkur á Íslandi.
-
En, eins og menn segja í Ameríku, þegar stjórnvaldið er komið með stígvélið ofan á andlitið á þér þá skiptir ekki lengur máli hvort það er á hægri eða vinstri fæti. Það þarf að takmarka stjórnvald á Íslandi með þannig að það virði rétt einstaklingsins til þess að vera frjáls undan ríkisreknum gripdeildum sérhagsmunaaðila í skjóli stjórnvalds og sérpantaðs "lögmætis". Þjófnaður er brot á náttúrurétti manna og breytir þar engu hvort ræninginn er róni, ríkisstarfsmaður, eða Keisarinn í Kína.
Valan, 9.9.2010 kl. 23:03
Sæl aftur Vala,
Ég veit ekki hverju þú ert ósammála, ég er á móti allri miðstýringu og sósíalískri "kerfis"væðingu íslensks efnahags á borð við þá sem ég lýsti að ofan
Ég er alveg sammála þér þegar kemur að miðstýringu, það sem ég átti við og kom frekar illa frá mér (vantaði texta þarna inn, hef eflaust óvart eytt honum!) var að hin svokallað búsáhaldarbylting hafi haft einhverja hugmynd um hvað þau voru að gera, þessi mótmæli virðast bara hafa verið til að koma hægri flokkum frá og koma vinstri flokkum inn, sem er ekki það sniðugasta sem þú gerir á Íslandi ef þú ert óánægð/ur með ríkisafskipti, þar sem vinstristjórnir á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið töluvert verri í þeim málum heldur en hægri stjórnir, gott dæmi eru núverandi stjórnvöld, hin tæra vinstri stjórn, hærri skattar, nýir skattar aftur og aftur ásamt boðum og bönnum!!
þessir (síðustu og verstu) fölsku "hægri" menn ræna bara fyrir sig og útrásarvini sína í stað þess að ræna jafnt fyrir alla eins og sósíalistarnir. Valið hefur því verið milli sósíalisma og einkavinasósíalisma. Það er enginn hægri flokkur á Íslandi.Það sorglegasta við allt saman er að þrátt fyrir að hinar svokölluðu vinstri stjórnir séu að ræna jafnt fyrir alla þá hafa allir það mjög skítt, en á meðan einkavinaræningjarnir eru við völdu þá hafa allir það ágætt á meðan annar hópur hefur það mjög gott.
En þrátt fyrir þetta allt saman þá allavegana fyrir mínar sakir þá hef ég ekki séð mikinn mun á einkavinavæðingunni hjá núverandi stjórn og þeirri sem var á undan, ef eitthvað er þá hef ég séð meira af vinaráðningum og nýjum stöðum til að ráða vini í.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.9.2010 kl. 09:51
Þegar menn gagnrýna ritaðan teksta er mikilvægt að lús-lesa. Þetta veit Elle vel, en þá reglu hefur hún ekki haft í heiðri við ritun þessa pistils. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni:
Þarna er Bjarni að lýsa þeirri staðreynd, að nýlenduveldunum hafa verið boðnir vekstir auk ríkisábyrgðar. Það er rangfærsla að segja, að hann sé að bjóða slíkt sjálfur, enda er það ekki á hans færi heldur ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis. Hins vegar er Bjarni að gefa mjög merka yfirlýsingu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Nær hefði þér verið Elle, að skrifa nokkur orð um hana.
Með þessari einu setningu var Bjarni að gefa stórpólitíska yfirlýsingu, um að hann óski ekki frekari afskipta AGS af málefnum Íslands, ef sjóðurinn ætlar að halda áfram tregðu við að afgreiða lánveitingar til landsins, með því að tengja þær Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Gleymum ekki að fréttin fjallar um AGS og hvernig hann hefur lotið stjórn Bretlands og Hollands.
Pétur H. Blöndal var einnig spurður álits og hjá honum kemur sama afdráttarlausa fordæming á starfsháttum AGS og kom fram hjá Bjarna. Haft er eftir Pétri:
Elle, því miður er pistill þinn eins og þú sért að leita lúsa, en ekki að lús-lesa.
Kveðja. http://www.zimbio.com/member/altice
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.9.2010 kl. 14:14
Loftur, ég var að ekkert að skrifa bara um orðin hans í fréttinni, heldur hvað hann hefur alltaf verið veiklulegur gegn Icesave-nauðunginni. Og það muntu vel skilja eins og hinir að ofan ef þú í alvöru lest pistilinn. Óhlutdrægt. Hvar sagði ég að hann væri að bjóða ríkisábyrgð??? Lestu nú, ég spurði: Hvað ætli Bjarni Ben. sé að vísa í þegar hann segir í fréttinni að neðanverðu:
Og ég var ekki að leita að neinum lúsum, það er rangt. Hann vildi líka einu sinni ríkisábyrgð á Icesave. Hinsvegar ræðst þú á mig fyrir að hallmæla manni í Sjálfstæðisflokknum, get ekki skilið það neitt öðruvísi. Og dæmir rangt hvað ég meini. Hinsvegar ætla ég að taka það bessaleyfi að gagnrýna hvaða pólitíkus sem ég kæri mig um í mínum pistlum. Og bara finnst hann ekki nógu sterkur stjórnmálamaður.
Væri Sjálfstæðisflokkurinn harðari gegn Icesave, hefði núverandi ICESAVE-STJÓRN ekki komist upp með að beita okkur endalausu ICESAVE-OFBELDI. Vissulega hefði ég líka getað skrifað um AGS í pistlinum og hef oft skrifað um AGS. Hinsvegar var ég að skrifa um Icesave. Nú getur þú sjálfur skrifað um AGS og hvað þú vilt og ekki segja mér hvað hefði verið nær að ég skrifaði um, enda stýri ég mínum skrifum.
Elle_, 10.9.2010 kl. 15:01
Veit líka vel að Pétur Blöndal hefur oft barist harkalega gegn Icesave, nema hann og allir nema Árni Johnsen og Birgir Ármannsson sátu hjá í fyrstu Icesave-nauðunginni sem skrifað var undir 2. sept, 09, Og ég var ekki að skrifa um alla í Sjálfstæðisflokknum, heldur flokkinn í heild.
Elle_, 10.9.2010 kl. 15:17
Blessaður félagi Loftur.
Ég man það eins og gerst hafði í gær þegar ég uppgötvaði blogg þitt og harða andstöðu þína gegn ICEsave. Þetta var þá myrku daga í lok árs 2008, þegar flest fljót runnu að ICEsave ósi. Þá vorum við ekki svo mörg sem vorum einörð, ég man eftir þér, Jóni og Jakobínu.
Afstaðan var kristaltær, án undangengins dóms þá yrði bretum og Hollendingum ekki greidd fjárkúgun þeirra. Andstaða þín og Jóns var mjög merkileg, því þá var það ykkar flokkur sem samdi, en vissulega ekki á þeim nótum sem Svavar gerði seinna meir.
Ég man líka þegar ég skrifaði pistil minn, ICESave er ekki val, í ágúst 2009. tilefnið var samstaða Alþingis um svikasamning við kúgara okkar. Þá biluðu fáir, þú varst einn af þeim.
Athyglisvert, því þú hefur alltaf verið flokksmaður mikill, og varið þinn flokk þannig að eftir er tekið.
En af hverju Loftur er ég að rifja upp þessa sameiginlega sögu okkar????
Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðiflokkurinn hefur verið aðili að bjóða bretum og Hollendingum vexti og vaxtavexti, og höfuðstólsgreiðslur þar að auki. Ágreiningurinn hefur aðeins staðið um vextina. Það er því mjög ómaklegt að þú skulir vega að félaga þínum í Þjóðarheiðri þó hún minnist á þessa einföldu staðreynd. Og á bak við skrif hennar eru líka viðtöl við Bjarna Ben, og þáverandi varaformann (minnist ekki á núverandi því það veit enginn hver það er), þar sem þau ítreka samningsvilja sinn, en reyndar ekki á hvaða kjörum sem er. Minnir að Bjarni hafi rökstudd það (get fundið textann nákvæmlega, en nenni ekki nema þú berir fyrir þig minnisleysi) að illt sé að borga en það sé þó ásættanlegri valkostur en að standa í deilum.
Loftur þetta vitum við öll sem eitthvað höfum fylgst með, og þú átt ekki að senda okkur pílu eins og við séum vanvitar sem ekkert vitum. Vissulega er það skoðun okkar að ICEsave deilan væri löngu úr sögunni ef Bjarna hefði borið gæfu til að leita ráðgjafar hjá þér i ICEsave deilunni, og í framhaldi mótað stefnu sem tæki einarða afstöðu gegn öllum samningum sem ekki byggjast á lögum og rétti.
Hefði hann gert það Loftur, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn aðeins þurft að bera upp þingsályktunartillögu um vísa málinu til EFTA dómsins, og gegn þeirri tillögu hefði landráðamenn ekki átt nein svör. Og um dóm EFTA dómsins þarf ekki að óttast, dæmi hann gegn okkur, þá er um leið allir aðrir dómar ESB ógildir, því þeir byggja á lögum, ekki hagsmunum einstakra ríkja.
Málið er svo einfalt Loftur, og þér væri nær að berjast fyrir réttri stefnu þíns flokks, í stað þess að lemja á samherjum þínum. Vegna þess að ég veit Loftur að leitun er af einlægari baráttumanni þjóðar okkar í þessari deilu en þú ert Loftur.
En við Elle erum það líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2010 kl. 17:27
Blessaður aftur Loftur, aldrei var það svo að ég gæti ekki orðið illskiljanlegri en ég er vanalega.
Vildi sagt hafa að þá hefði fáir ekki bilað, og þú hefðir verið einn af þeim fáum, en líklegast gleymdi ég ekki-nu.
Vona að þú hafir ekki haldið ég hafi meint hitt, því það væri hámark fjarstæðunnar.
Kveðja aftur að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2010 kl. 17:46
Kæru Elle og Ómar.
Ég vona að þið fyrirgefið mér að standa upp í hárinu á ykkur, en þar sem ESB-fylkingin er orðin þunn-skipuð og máttvana, verð ég að halda mér í æfingu með að gera ágreining við ykkur. Ég veit að ekki þarf að útskýra fyrir ykkur, afstöðu mína til Icesave, ESB og misbeitingar AGS gegn Íslandi.
Þið vitið líka að ég hafði efasemdir um Bjarna Benediktsson og marga aðra í Sjálfstæðisflokknum og var ekki hræddur við að gagnrýna þá af hörku. Ég hef ekkert linast í afstöðu minni, en þróun mála í Sjálfstæðisflokknum hefur öll verið í átt til minnar skoðunar. Á meðan flokkurinn hefur jafn afdráttarlausa afstöðu og kom fram á síðasta landsfundi, kem ég fram sem verjandi hans – jafnvel gagnvart samherjum eins og ykkur.
Ég stend við þá athugasemd sem ég gerði hjá Elle. Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn á ekki skilið þá gagnrýni sem kom fram hjá Elle og hefur áður komið fram hjá ykkur báðum. Flokkurinn er eina stjórnmálaflið í landinu sem er nær heilt í afstöðu sinni gegn Icesave, gegn ESB-innlimun og núna gegn kúgun nýlenduveldanna/AGS. Væri ekki nær fyrir ykkur að beina kröftunum að svika-liði eins og Vinstri-Grænum, sem ekki bara eru með og móti Icesave og með og móti ESB, heldur eru einnig á móti uppbyggingu í þágu landsmanna ?
Með baráttu-kveðju.
http://www.zimbio.com/member/altice
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.9.2010 kl. 20:47
Nánast allt andlegt púður okkar Ómars hefur farið í að beinast gegn núverandi ríkisstjórn og það vita allir sem hafa lesið okkar pistla og skrif. Og eina stjórnin sem ég kalla ICESAVE-STJÓRN, enda var fyrsti nauðungarsamningurinn gegn okkur í Icesave píndur í gegnum löggjafarvaldið af núverandi stjórn, ekki fyrri stjórn. Hef oft sagt það. Stjórnarandstaðan hefur bara alls ekki verið nógu hörð. Ef svo væri, værum við ekki enn með fáránlegt og ólöglegt Icesave dragandi okkur niður endalaust og gerandi okkur hálf-brjáluð í skapinu. Nú býð ég Lofti að lesa alla andtyggilegu pistlana okkar Ómars um ICESAVE-STJÓRNINA. Held þú vitir að við Ómar ætlum ekkert að hætta að gagnrýna nánast steindauða stjórnarandtöðu, Loftur, og þar með talinn Sjálfstæðisflokkinn, þó menn úti í bæ og þú líka verði reiðir við okkur. Og ekki einu sinni þó þið haldið að þið getið bannað okkur það. Og orðunum GETA EKKI STAÐIÐ LAPPIRNAR var beint að öllum pólitískum flokkum.
Elle_, 10.9.2010 kl. 22:52
Blessaður félagi Loftur.
Ólíkt betur stendur þú undir félaganafnbótinni núna en þegar þú komst með lúsatal þitt hér inn áðan. Það er jú þannig að þegar menn mæta með fallbyssu á spörfuglaveiðar, þá er sjaldnast tilgangurinn að fella spörfugla, eða halda umhverfinu heillegu í kringum sig.
Ég man þá myrku daga um ármótin 2008/2009 þegar veiklunduð forysta Sjálfstæðisflokksins virtist ætla að láta Samfylkinguna véla sig inn í ESB hraðlestina, að þá var tvennt sem vakti mér von, annað var eindregin andstaða Styrmis gegn ESB aðild, og skelegg frammistaða þín gegn ICEsave. Ég man að þegar mér ofbauð skítkast ESB sinna í flokki þínum gegn Styrmi í athugasemdakerfi Gunnars Rögnvaldssonar, að þá benti ég þeim kurteislega á að aðeins heimskir menn vanmætu styrk Styrmis. Opinberlega sagði ég ekki það sama um þína baráttu, en í ég man að um páskana 2009 þá ræddi ég við gamlan æskufélaga og eðalkrata um ICEsave og fleira, og þar benti ég honum á að lesa blogg þitt, þar gæti hann séð skýringuna á fyrirhugaðri stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í ICEsave deilunni.
Ég dreg það ekki í efa að þyngsta blýið í kjölfestu ICEsave andstöðunnar innan Sjálfstæðisflokksins, sem skýrir svo skoðanafestu grasrótar flokksins í ICEsave deilunni, megi rekja til þinna skeleggu skrifa. Ég hef það lengi verið með púlsinn á umræðunni, að ég veit bæði hvenær hún fór að breytast, og hvaðan rökin komu.
Og ekki ætla ég þér þá ósvinnu að hætta að verja þinn flokk og ég myndi einnig ætla þér bráðaelliglöp ef þú tækir upp á þeim fjanda að forðast ágreining, enda gætir þú alveg verið að austan þar sem menn telja það frekar skrýtinn sið að vera of sammála síðasta ræðumanni, jafnvel gætir þú verið ættaður úr Víkinni ef því er að skipta, jafnvel af Ímastaðakyni.
En jafnvel ágreiningur breytir ekki þeim staðreyndum sem Elle minntist á. Það er túlkun á staðreyndum sem ágreiningurinn er um. Og orð Bjarna er staðreynd, sem og stuðningur hans við "sanngjarnan" samning við breta. Fyrir því hefur Bjarni fært rök, bæði í sjónvarpi sem og blaðagreinum. Og honum er fullkomlega heimilt að hafa þær skoðanir, alveg eins og þú þínar.
Og mér og Elle er líka alveg fullkomlega heimilt að hafa okkar skoðanir og höfum bæði fært fyrir þeim rök. Persónulega ætla ég ekki nokkrum manni að vera sammála mér, á það til að gera ágreining við sjálfan mig ef aðrir gera það ekki. En fyrir mér er ICEsave fjárkúgunin það alvarleg, að ég læt það ekki eftir mér að fara rangt með, og mér vitanlega gerir Elle það ekki heldur, enda er bloggsíðan hennar með tenglum og tilvísun mikill staðreyndabanki um ICEsavedeiluna sem allir ættu að kynna sér.
Og það er staðreynd að enginn flokkur á Íslandi hefur opinberlega lýst andstöðu sinni við alla ICEsave samninga, án undangengins dóms, og enginn flokkur hefur lagt fram þingsályktunartillögu um rétta málsmeðferð deilunnar samkvæmt ákvæðum EES samningsins. Allir hafa talið sig þess umkomna að geta samið sig frá lögum og rétti.
Um þetta er ekki hægt að deila Loftur, og þú átt ekki að deila við félaga þína um þessar staðreyndir. Á því er mikill munur og að verja sinn flokk, sem öllum er heimilt, og koma með málsbætur þar sem þær eru. En það er óþarfi að rífast um staðreyndir.
Og þar sem ég held mig við staðreyndir, þá ætla ég ekki að gera ágreining við þig um að "þróun mála í Sjálfstæðisflokknum hefur öll verið í átt til minnar skoðunar". Og út frá þeirri staðreynd ætla ég að fullyrða, og get rökstutt, þó ég láti það liggja milli hluta núna, að ef þú værir ráðgjafi Bjarna yngri í ICEsave deilunni, þá værum við ekki að tala um ICEsave í dag.
Og þegar þú áttar þig á sannindum þessara orða, þá kannski skilur þú rót minnar gagnrýni. En þér til upplýsingar þá er hún ekki á flokkslegum forsendum.
Spáðu í það Loftur, og komdu síðan flokki þínum í þann farveg að öll þessi deila verði sagnfræði, aðeins fyrir áhugamenn um ágreining. Það er oft ekki meira en styrkur einstaklingsins sem skilur á milli feigs og ófeigs í örlagamálum þjóða.
Og ég er ekki í þeirri aðstöðu að hafa áhrif á gang mála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.