Icesave-viðræðurnar í Hollandi eru ólögmætar

Við í Þjóðarheiðri getum tekið undir með Staksteinum Mbl. í dag (Ólögmætar viðræður hafnar á ný). Þar segir m.a.:

  • Þrautseigja Steingríms J. Sigfússonar formanns VG og Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar hefur orðið til þess að nú eru fulltrúar þeirra „sestir að samningaborði“ í Hollandi til að reyna að knýja fram „samning“ við Hollendinga og Breta um greiðslu íslenskra skattgreiðenda á annarra manna skuld.
  • Það þurfti mikinn og einbeittan brotavilja af hálfu Steingríms og Jóhönnu til að ná þessum fundi enda hafa rökin gegn þeim alltaf verið skýr. Aldrei þó jafn skýr og nú.
  • Nú er svo komið að svo að segja allir sem til þekkja og allar stofnanir sem máli skipta, innlendar og erlendar, telja að engin ríkisábyrgð hafi verið á Icesave-reikningunum.
  • Steingrímur sjálfur hefur viðurkennt að íslenska ríkinu beri engin lagaleg skylda til að greiða þessa reikninga.
  • Þegar nánast óumdeilt er orðið að Ísland ber ekki ábyrgð á greiðslum vegna Icesave, hvernig má þá vera að ríkið haldi áfram viðræðum við óbilgjarna kröfuhafana um að greiða engu að síður?
  • [...] Hversu dýr telur Steingrímur að ráðherrastóll hans megi verða?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband