Á að gefa Steingrími Joð, Jóhönnu og Össuri enn eitt færi á því að svíkja þjóðina í Icesave-málinu?

Talað er um það í fréttum í gær skv. APF-fréttastofunni, að fulltrúar Íslendinga, Breta og Hollendinga muni "eiga formlegan fund á næstu vikum til að ræða um nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar" [sic]. Samt er ljóst, að það var engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðna í bönkum á EES-svæðinu! Það hefur framkvæmdastjórn ESB viðurkennt, þó að hún þjóni hins vegar lund brezkra og hollenzkra ofríkismanna í stjórnkerfi þeirra gömlu nýlenduvelda með því að finna sér til tvær alrangar forsendur til að gera þá undantekningu að láta íslenzka ríkið ekki njóta jafnréttis í þessu efni á við önnur ríki.

Einarður er leiðari Morgunblaðsins um þetta mál í dag og gott dæmi um rökleikni og málafestu í þeim ritstjórnargreinum í þessu efni eins og mörgum öðrum – þess vegna er hann birtur hér í heild, því að þjóðin og Íslendingar erlendis þurfa að njóta fyllsta aðgangs að þessum sannindum:

  • Varðstaðan heldur áfram 
  • Fregnir berast nú af því að ríkisstjórn Íslands sé loks að takast að draga bresk og hollensk stjórnvöld að samningaborðinu á ný vegna Icesave. Sá draugur ætlar að verða þrautseigur enda hefur ríkisstjórnin einstakt lag á að halda honum við og vekja hann upp.
  • Ekkert bendir til að afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins hafi breyst. Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því yfir að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum taldi ríkisstjórnin það ekki styrkja stöðu sína. Svo kom loks að því að ríkisstjórnin vaknaði upp við að þetta kynni að sæta tíðindum, en þá var gripið til þess snjallræðis að senda fyrirspurn til framkvæmdastjórnarinnar til að gefa henni færi á að útskýra sig frá yfirlýstri afstöðu sinni.
  • Enginn þarf að efast um að sama hvert svar framkvæmdastjórnarinnar verður þá mun ríkisstjórn Íslands telja vígstöðu landsins vonlausa og krefjast tafarlausrar uppgjafar meirihluta þings og þjóðar. Varðstaðan fyrir skattgreiðendur í þessu sérkennilega máli heldur því áfram.

 J.V.J.


mbl.is Icesave-viðræður á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

NEI og aftur NEI - það á að stoppa alla landráða gjörninga  Jóhönnu - Össurar og Steingríms Joð

Láta Jóhönnu snauta á Bessastaði nú þegar og skila umboðinu - hún og hennar vanhæfa ríkisstjórn er fyrir löngu síðan búin að sanna að þau valda enganveginn því ábyrgðar mikla verkefni að sjá um landstjórnina í þágu þjóðarhagsmuna.

Styðjum Mávana með brauðmolum á Stjórnarráðs-grasblettinum á þriðjudagsmorgnum. 

Benedikta E, 14.8.2010 kl. 14:33

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef þetta væri ekki raunveruleikinn þá gæti þetta verið ágætis grínleikur, reyndar frekar súrrealískur.

Hvaða ríkisstjórn í veröldinni þráast við að þvinga þjóð sína til að greiða skuld sem hún hefur ekki til stofnað? Það er engin önnur en "hin tæra vinstri stjórn".

Ég ber virðingu fyrir stjórnmálaskoðunum allra.

En ég verð að viðurkenna, að ég á frekar bágt með að skilja þá sem kjósa vinstri flokkanna tvo.

Enda eðlilegt, ég hef ekki hundsvit á sálarfræði.

Jón Ríkharðsson, 14.8.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei og aftur nei!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Elle_

Ég verð nú að segja að Icesave kemur ekki hægri eða vinstri pólitík neitt við.  Það eru góðir, mannlegir og vitrir vinstri menn að mínum dómi, ekki síður en hægri menn og kjósendur VG vissu ekki neitt að þeir myndu snúast gegn okkur í Icesave, allir sem einn nema Lilja Mósesd. og Ögmundur Jónasson.  Það sem er í alvöru óskiljanlegt að mínum dómi er að stjórnarandstaðan hafi enn ekki lýst yfir vantrausti á Icesave-stjórnina og að Gylfi, Jóhanna og co. og Steingrímur skuli ekki hafa verið kærð af neinum lögmönnum, hópi lögmanna eða ríkissaksóknara. 

Elle_, 14.8.2010 kl. 22:57

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það sem er í alvöru óskiljanlegt að mínum dómi er að stjórnarandstaðan hafi enn ekki lýst yfir vantrausti á Icesave-stjórnina og að Gylfi, Jóhanna og co. og Steingrímur skuli ekki hafa verið kærð af neinum lögmönnum, hópi lögmanna eða ríkissaksóknara.

Ég er þér sammála hér Elle, það er óskiljanlegt að það er ekkert búið að gera í þessu fólki sem er í stjórninni er kemur að þeirra afglöpum og hreinlega brotum á lögum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.8.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband