Skuldatryggingarálagið hefur lækkað – hækkum það ekki með Icesave!

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs er komið niður í 2,53%, þ.e. 0,9 prósentum lægra en fyrir 6 dögum. Hliðstætt álag á gríska ríkið er 5,26%. Svo halda sumir að það myndi hjálpa okkar skuldatryggingamálum að taka á okkur Icesave-einkaskuldir Landsbankans! Þær yrðu afar veruleg viðbót við alvöru-skuldir ríkisins og myndu að sjálfsögðu hækka skuldatryggingarálagið á okkur!

Icesave-stjórnin ætti að láta af sínum refjum og skrökáróðri* sem flestir sjá í gegnum.

Skrökáróður heitir lygar á íslenzku, var undirrituðum bent á. – JVJ.


mbl.is Skuldatryggingarálag lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan og skýrsla rannsóknarnefndarinnar vógu mikið til þess að minnka líkur á Icesave- greiðslum og lækka þannig skuldatryggingarálagið. En þróun Grikklandsmálsins og þess að hver þjóð sér um SÍNAR skuldir hjálpar líka til. Óljós hugtök eins og „sess Íslands í alþjóðasamfélaginu“ (sem við áttum að greiða þúsund milljarða króna í félagsgjald til) afhjúpast sem hjóm eitt, þar sem hver þjóð verður hreinlega að forða sér frá gjaldþroti og greiða einungis það sem verður að greiða, ss. menntun og heilbrigðisþjónustu.

Skuldatryggingarálag er ágætis mælikvarði á líkur á greiðslufalli. Ef ríki gengst í of miklar ábyrgðir, þá hækkar álagið. Nú keppast vestrænar þjóðir við það að þjóðnýta skuldir sinna banka,  en Ísland verður vonandi ein af sárafáum sem hafa vit á því að gera það ekki, nema að hluta (Seðlabankavesen osfrv.). Fyrr ættum við að fara í nauðasamninga. Grikkir hefðu átt að gera það og fara út úr Evrunni núna, en þeir völdu glapstiguna, lausn IMF og Evrópusambandsins, þjóðnýtingu bankaskulda og að ýta öllum pakkanum á undan sér. Fyrir vikiðrís öllgríska þjóðin upp í byltingu. Ekki er það betra.

Ívar Pálsson, 15.5.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér prýðisgott innlegg, Ívar.

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband