Ábyrgð Hollendinga og Breta á starfsemi Icesave

Vert er að minna hér á mjög gott innlegg varaformanns Þjóðarheiðurs í umræður um harða gagnrýni rannsóknarnefndar hollenzka þingsins á seðlabanka þess lands vegna linra skilyrða hans fyrir Icesave-reikningum (sjá umræðu HÉR):

Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:

 

1.      DNB vissi, löngu áður en Icesave starfsemin í Hollandi hófst, að Landsbankinn var of veikburða til að safna miklum innlánum í Hollandi. Þeir höfðu upplýsingar frá Bretlandi og vissu nákvæmlega hvað var í vændum.

 

2.      DNB hafði öll þau tök á starfsemi Landsbankans í Hollandi sem þeir vildu beita.

 

Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina:

 

1.      Höfuðstöðvar Landsbankans voru utan Evrópusambandsins og í því tilviki leggja tilskipanir ESB ábyrgð á eftirliti með rekstri bankans á gisti-ríkið, en ekki á heima-ríkið.

 

2.      Í gildi er svonefnd »meginregla um gistiríkið«. Sú regla skilgreinir, að þegar um alþjóðlega fyrirtækjasamsteypu er að ræða bera yfirvöld landsins þar sem meginumsvifin er að finna, sjálfkrafa ábyrgð á eftirlitinu. Alain Lipietz kom þessari reglu inn í umræðuna, með eftirminnilegum hætti.

 

3.      Landsbankinn var með starfsstöðvar (physical presence) í Bretlandi og Hollandi, en af því leiðir að litið var á hann sem innlendan banka. Bankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í þessum löndum og eftirlitið var á hendi heimamanna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2010 kl. 15:00 

 

 

jvj. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband