Styrmir Gunnarsson: Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum

Athygli vekja ummæli Styrmis* um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt og um Icesave-innistæðurnar. Tvennt kom honum á óvart við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, annars vegar nákvæm frásögn af því hvernig bankarnir stunduðu "kerfisbundið ... viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verðinu. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hafi því í raun verið gervimarkaður."

  • Hins vegar sé það sá kafli skýrslunnar sem fjallar um tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt. „Þegar maður hefur lesið þennan kafla er algjörlega ljóst og verður ekki um það deilt að Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum,“ segir Styrmir sem telur næsta víst að þessi kafli verði tekinn upp í umræðum Alþingis.

Markverð orð hins glögga manns. En eru stjórnvöld jafn-læs og hann?

* Hér er vitnað í viðtal við þennan fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í blaðinu í gær („Umræðan hlýtur að breytast“), en nú fyrir skemmstu gaf Styrmir út bókina Hrunadans og horfið fé – skýrslan á 160 síðum; er viðtalið við hann birt í tilefni af því. – JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skrifaði út til Fraud Office og vitnaði í viðtal í Silfri Egils. http://www.youtube.com/watch?v=IukjFV3MBlI Einnig ræddi ég við Magnús Thoroddsen fv. forseta Hæstaréttar, hann sagði bæði hann og að Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal.

Hvernig er það með Sjálfstæðisfólk?

Hefur fólk ekki áttað sig á því innan flokksins að flokknum hefur verið stolið af óprútnum aðilum? Misnotnun á valdi hefur verið algjör og spillingin hvergi meiri innan neins annars flokks?

Á ekki að taka á neinum málum innan flokksins eða leggja hann þá bara niður ef siðferðið er ekki neitt? Kjósa bara Frjálslynda!

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Jón Sveinsson

ÞAÐ HEFUR LENGI VERIÐ VITAÐ EN RÍKISSTJÓRNIN ÆTLAR SAMT AÐ KOMA ÞESSU Á ÞJÓÐINA SAMA HVAÐ LÖG OG HEILBRIGÐ SKINSEMI SEGIR, FYRIR STEINGRÍM OG JÓHÖNNU RANNSÓKNARSKÍRSLAN MARKLAUST PLAGG ÞEGAR HÚN STENDUR MEÐ ÞJÓÐINNI,VONANDI OPNAST SMUGA HJÁ EINHVERJUM ÞINGMÖNNUNUM AÐ STANDA MEÐ ÞJÓÐ SINNI OG SEGI AFDRÁTTAR LAUST ÞETTA BORGUM VIÐ EKKI.

Jón Sveinsson, 14.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband