Fjórir æðstu ráðamenn efnahagsmála báðu um GOTT VEÐUR frá Norðurlöndum, Bretum og Hollendingum með því að leggjast hundflatir fyrir Icesave-kröfum!

Gylfi: "Við [semjum þennan texta (viljayfirlýsinguna)] með hliðsjón af því, að við vildum afla því sjónarmiði stuðnings, að endurskoðunin ætti að fara fram, og til þess þurftum við auðvitað sérstaklega gott veður frá Norðurlöndunum og frá Bretum og Hollendingum, og það fekkst" (góða veðrið alltsvo!) – "endurskoðunin fór í gegn mótatkvæðalaust, þannig að þessi viðleitni okkar hún skilaði árangri, en eitt af því sem við augljóslega þurftum að gera var að senda út skýr skilaboð [sic!] varðandi Icesave."

Þarna viðurkennir Gylfi Magnússon það blákalt, að hann hafi KEYPT "góða veðrið" á því verði að gefa út hina illa þokkuðu viljayfirlýsingu um að Íslendingar (vorum við spurð?) myndu greiða upp alla Icesave-"skuldina" (síðan hvenær er hún skuld okkar?!) og það með vöxtum! Okkar voldugustu ráðamenn í efnahagsmálum eru þar með farnir að selja af hendi réttindi okkar (meðal annars samkvæmt stjórnarskrá og Evrópulögum) fyrir baunadisk af borði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og kúgunarríkja, sem og snautlega meðvirkra ríkisstjórna, sem sumar eiga að heita stjórnendur frændþjóða okkar!

En þegar ráðherrann var síðar spurður í sama Kastljósi af Þóru Arnórsdóttur: "Þannig að ef þessi klausa [viljayfirlýsingin] hefði ekki verið, þá hefði endurskoðunin ekki komizt á dagskrá?" svaraði hann reyndar: "Ég auðvitað veit það ekki – en mér finnst það ólíklegt, að það hefði tekizt."

  • Takið eftir þessu: Ráðherrann segir fullum fetum, að hann VITI EKKI, hvort endurskoðunin hefði komizt á dagskrá ÁN þess gígantíska réttarafsals sem hann, Steingrímur, Jóhanna og Már höfðu samið þarna á pappír! (vitaskuld án samráðs við þjóðina og án samráðs við stjórnarandstöðu, jafnvel suma eigin þingmenn!).

Þetta eru tvö af nokkrum meginatriðum í vandlega unninni grein, sem birtist hér í morgun: Yfirbuðu frekju andstæðinganna í þókknuninni! Hafa nokkrir gengið lengra í að bugta sig og beygja fyrir kröfum kúgara sinna? – Nánar þar!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar eru féttamenn?! Hvers vegna er ekki meira talað um þessi svik í fjölmiðlum?

Það er ljóst að þetta eru sennilega stæðstu svik ríkisstjórnarinnar við fólkið í landinu og fréttamenn fjalla nánast ekkert um það. Ekki má heldur gleyma þeim svikum að ekki skuli vera frekari aðgerðir til hjálpar fólkinu í landinu. Yfirlýsing sem sett var fram einhliða af hálfu landsstjórnarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2010 kl. 19:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Gunnar fyrir þetta góða innlegg þitt.

Jón Valur Jensson, 22.4.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband