21.4.2010 | 12:43
Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar
Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar
ERINDI mitt við þig er einkum varðandi ESB-umsókn sem og leiðindi þau er skapast hafa vegna þessa mjög svo sérstaka Icesave-máls og þar með hryðjuverk Breta gegn okkur Íslendingum og er hér í sjö spurningum með formálum.Fyrir þjóð með ungt frelsi og stjórnsýslu þurfti næði til að hlusta, hugsa og lesa sér til um reglur og skyldur varðandi kröfur Breta.
1. Hvar og hvenær lagðir þú þig fram í því efni?
Seint á árinu 2008 vildir þú ekki ganga í ESB og á sama tíma vildir þú ekki borga Icesave-kröfur Breta.
2. Hvað var það sem breytti þessum vilja þínum eða skoðunum?
Davíð Oddsson sagði á vissum tíma að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna og það eru margir lærðari menn en við Steingrímur sem halda þessu fram. Sé það rétt sem lærðir menn og ærlegir segja.
3. Til hvers gerðir þú þetta Icesave-mál að því sem það varð?
Sumir segja að betra sé að borga bara strax og þá sé málið úr sögunni. En komir þú hundi upp á að sníkja við borðið er ekki svo auðvelt að losna við hann. Mafíuforingjar hafa sömu áráttu í þessu efni og hundar, það sama á við um peningaflón.
4. Hvers vegna varst þú að veifa þessu milljarðabeini við trýnið á Brown og Darling þegar þess þurfti ekkert?
Á stundum hefur Íslendingum og Bandaríkjamönnum gengið illa að skilja hinn ofur kurteisa A. Darling.
5. Hvort skilur þú betur A. Darling eða Evu Joly?
Eftir 6. mars hefur viðmót Breta breyst varðandi Icesave.
6. Hvort er það þér að þakka eða kenna eða er það öðrum að þakka eða kenna og þá hverjum?
60% þjóðarinnar höfnuðu alfarið heilsárs vinnu frá þinni hendi við svokallað Icesave-mál. Þú studdir orð Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði þá niðurstöðu markleysu.
7. Ert þú þeirrar skoðunar að stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi enn umboð í því máli? Ef svo er, frá hverjum er það umboð? Með fyrir fram þakklæti fyrir ærleg svör á íslensku.
Hrólfur Hraundal.
Fimmtudaginn 15. apríl 2010, Velvakandi. Endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Þess má geta að lokum, að engin svör hafa borizt frá Steingrími J. Sigfússyni.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Má ég kannski afrita þessa færslu hans Hrólfs eða er það bara leyfilegt á þessari síðu?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2010 kl. 00:39
Nú væri gott að Hrólfur svaraði sjálfur. –Kær kveðja. –JVJ.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 22.4.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.