Færsluflokkur: Umhverfismál

Heilbrigðiskostnaður af Eyjafjallagosi: um 1/1000 af árlegum Icesave-vöxtum skv. óskafrumvarpi Steingríms og Jóhönnu!!!

Afar mikill, en ekki alveg ómældur er kostnaðurinn fyrir heilbrigðis- og almannavarnakerfið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli: 41½ milljón, m.a. "vegna öndunarfæra- og bólgusjúkdóma af völdum gosefna hjá þeim sem eru með einkenni um sjúkdóm eða eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma," einnig kostnaður vegna vinnu geðhjúkrunarfræðings við samræmingu áfallahjálpar, almannavarnir og skipulag bráðaþjónustu, breytingar á vöktum og ýmis búnaður til varnar ösku svo sem öndunargrímur og hlífðargleraugu og fleira," segir í frétt Mbl.is, sem byggð er á niðurstöðum athugunar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Landspítalans og sóttvarnalæknis.

Það er vont í miðri kreppu að lenda í ærnum og óvæntum útgjöldum, þótt ólíkt verra sé heilsutjón fólks. En menn leiði nú hugann að því, að BARA VEXTIRNIR, sem verið er að ætlast til af okkur vegna gerviláns, sem fjármálaráðherrann vill gefa út ríkisábyrgð á vegna ólögvarinnar kröfu tveggja yfirgangssamra uppgjafa-nýlenduvelda, eru nær ÞÚSUND SINNUM MEIRI Á HVERJU EINSTÖKU ÁRI heldur en þessi kostnaður sem hlýzt af Eyjafjallagosinu! – og þá er alveg eftir að BYRJA á því að greiða niður höfuðstólinn af þessu LYGALÁNI!

Er Steingrími sjálfrátt? Eða er hann þægur leiksoppur afvegaleiddrar Samfylkingar? 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Heilbrigðiskostnaður nemi 41,5 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Steingrímur J. Sigfússon nýjasti útrásarvíkingurinn?


Við hér á Íslandi höfum upplifað það að 20-30 gróðafíklar lögðu efnahag landsins í rúst í spilafíkn sinni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þjónar auðvaldsins voru reknir frá völdum með skömm og þeir fengnir til að þrífa upp skítinn sem í orði kveðnu þóttust vera talsmenn hinna vinnandi stétta. Kjörnir til að taka til eftir þá sem voru og eru enn þjónar hinna þiggjandi stétta, arðræningjanna og afætnanna.

Eitt fyrsta verk stjórnmálaflokka alþýðunnar var að senda sínum bestu vinum, að eigin sögn, almenningi í landinu, reikninginn fyrir ólifnaði og óreiðu forréttindastéttanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur vafið landið í skuldum til að borga út spilafíklana sem keyptu jöklabréfin og endurreisa bankana sem fjárglæpamennirnir rændu innan frá og skildu eftir skuldum vafna. Nú vill hún bæta gráu ofan á svart með því að senda almenningi reikninginn fyrir þjófnaði Landsbankans í Hollandi og Bretlandi í gegnum Icesave-reikningana.

Ef það er eitthvað sem við getum lært af hruninu er það einna helst að óvarlegt er að safna það miklum skuldum að til að hægt verði að borga þær verði allt að fara á allra besta veg í fjármála- og viðskiptaþróun umheimsins. Það er gott að vera bjartsýnn en það verður að gera ráð fyrir áföllum og að eitthvað komi upp á sem setur áætlanir úr skorðum.

Steingrímur J. Sigfússon virðist vera jafn sneyddur þessum eiginleika og spilafíklarnir sem settu landið á hausinn. Hann hefur lagt allt kapp á að veðsetja fjölskyldur landsins, gamalmenni, sjúklinga og börn, til að borga spilaskuldir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Til að keyra í gegn Icesave-nauðasamninginn voru búnar til platáætlanir í glansumbúðum stígandi súlurita um mikinn hagvöxt sem byggði á vexti í ferðaþjónustu en einnig orkusölu, ekki til mengandi álvera sem er framför, en gagnavera og ýmiss konar iðnaðar sem er ekki eins orkufrekur.

Í frétt á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins kemur fram að Steingrímur hafi verið sem fjármálaráðherra farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Síðara eldgosið í Eyjafjallajökli sýnir okkur að forsendur Steingríms og ríkisstjórnarinnar voru byggðar á sandi. Eða ætti maður kannski að segja ösku?

Það er hættulegt að fara í skuldasöfnun sem byggir á óskhyggju. Ríkisstjórnin var og er enn tilbúin og bíður þess færis að veðsetja þjóðina fyrir hinni upplognu Icesave-skuldbindingu ríkisins á grunni áætlana í ríkisfjármálum sem eru í besta falli byggðar á óskhyggju og í versta falli falsaðar til að blekkja þjóðina til fylgis við skuldahlekkina.

Er þetta hin nýja útrás? Ríkisrekin skuldasöfnun í jafnvel enn meira mæli en hjá útrásarvíkingunum, sem eru sennilega á leið í fangelsi. Og allt byggt á áætlunum sem virðast vera gerðar af fólki sem er ekki í sambandi við raunveruleikann.

Theódór Norðkvist. Höfundur er stjórnarmaður í Þjóðarheiðri. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband