Færsluflokkur: Menning og listir
9.4.2011 | 13:15
Þora vinstri menningarmenn að lesa ádrepu Einars Más Guðmundssonar í Sunnudagsmogganum í dag?
Hann fylgir laugardagsblaðinu sem er stútfullt af greinum um Icesave. Nú verða vinstri menn að þora að gera undantekningu og kaupa Moggann, það borgar sig! Þar er t.d. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur með grein, Borga friðarsinnar Icesave refjalaust? og a.m.k. tveir aðrir í sama flokki, Jón Fanndal Þórðarson (Fé án hirðis) og Ámundi Loftsson, sömuleiðis. Sjá hér lista um stærri greinarnar:
Neyðarkallið
Eftir Ámunda Loftsson: "Að samþykkja Icesave-málið er ekki einungis röng pólitík, það er stórfellt hættuspil." Meira
Gríðarlegar fjárhæðir falla á ríkissjóð verði neyðarlögunum hnekkt
Eftir Friðrik Hansen Guðmundsson: "Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave." Meira
Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum og allar eignir ríkisins undir?
Eftir Jón Val Jensson: "Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun vextirnir þrefalt of háir" Meira
- Jú, ekki ber á öðru, þetta er víst undirritaður! En þótt ég segi sjálfur frá, er þarna að finna uppljóstrun um tvennt, sem hefur sama sem ekkert verið í umræðunni, enda eru ekki nema tveir dagar síðan annað stóra atriðið þar kom í dagsljósið, þ.e. að frá undantekningunni á ákvæði Icesave-III-samningsins um friðhelgi eigna ríkisins er gengið með ALLS ÓTRYGGUM HÆTTI, án undirskrifta erlendu samninganefndarmannanna, í viðaukakroti eftir á inn á samninginn! Þeir, sem eru ekki með netaðgang að greinasafni Morgunblaðsins, geta séð svolitla frásögn af þessu greinarefni mínu á Moggabloggi mínu í dag:
- Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun - vextirnir þrefalt of háir!
Eftir Þórhall Þorvaldsson: "Það blasir við hvor rökin mega sín meira. Íslendingum ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til að samþykkja Icesave-kröfuna." Meira
Þjóðarhagur í húfi Nei við Icesave
Eftir Arndísi Herborgu Björnsdóttur: "Samþykki Icesave-lögleysunnar væri ávísun á endanlegt gjaldþrot kynslóða saklausra Íslendinga sem bera enga ábyrgð á starfsemi landráðamannanna." [Ég skýt því að, að þetta er alveg frábær lestur, ég hef lesið greinina alla hér er alvöru-kona sem skrifar tæpitungulaust. JVJ.] Meira
Áhættan af samþykki Icesave er öll Íslandsmegin
Eftir Birgi Ármannsson: "Það er fjarri öllum sanni að óvissu og áhættu verði eytt með því að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni." Meira
Gullna reglan
Eftir Sölva Fannar Viðarsson: "Í mínum huga er þetta er ekki spurning um að borga, því að sjálfsögðu þarf að borga eitthvað, aðeins spurning um hver á að borga, á hvaða tíma, hvaða upphæð og á hvaða kjörum." Meira
Pressari eða straujari
Eftir Reyni Valgeirsson: "Þessar vinsældir á þjóðin nú að kaupa þeim með því að samþykkja heimild til straujunar á kreditkortinu í atkvæðagreiðslunni laugardaginn 9. apríl næstkomandi." Meira
Fé án hirðis
Eftir Jón Fanndal Þórðarson: "Fólkið treysti á Steingrím en Steingrímur brást. Hann gekk í björg með Samfylkingunni." Meira
Kæru Íslendingar og þingmenn
Eftir Sigurð Ben Jóhannsson: "Kæru landsmenn, nú er komið að því að þið getið bjargað þjóðinni frá þrælahaldi. Kjósið því rétt og segið nei við þrælahaldi." Meira
Nýr sáttmáli
Eftir Önnu Maríu Pétursdóttur og Þorvald Finnbjörnsson: "Grænn hagvöxtur verður krafa framtíðarinnar. Kannski þurfa Íslendingar nýjan sáttmála til að koma sér út úr þeirri efnahagskreppu sem við erum í." Meira
RAX
Hvíld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, notaði tækifærið og hvíldi sig þegar hann var farðaður áður en hann hélt ræðu á flokksþingi framsóknarmanna í... Meira
Borga friðarsinnar Icesave refjalaust?
Eftir Harald Ólafsson: "Þá hefur það sjónarmið komið fram að sanngjarnt sé og réttlátt að ríkissjóður bæti fyrir ævintýri Landsbanka..." Meira
Engin mismunun
Eftir Sigríði Ásthildi Andersen [lögfræðing]: "Íslenskur almenningur, skattgreiðendur og lífeyrisþegar, hefur því þegar lagt breskum og hollenskum innstæðueigendum til hundruð milljarða króna." Meira [Sigríður er gáfnaljón eins og maður hennar Glúmur, sem skrifaði marga góða pistlana í DV á árum áður. Innsk. JVJ.]
Goðsagnaverur
Eftir Tómas I. Olrich: "Það liggur í augum uppi að heiður mannsins sem sérfræðings í samningatækni liggur að veði og verður gengisfelldur, ef þjóðin hafnar samningnum." Meira
Landsvirkjun í Bretarukkun
Eftir Friðrik Daníelsson: "Lækkun á lánshæfiseinkunn Moody´s ef Íslendingar fella Icesave III yrði fyrirframkeypt rangmat eins og matið á gjaldþrota bönkunum fyrir hrun." Meira
Nei
Eftir Unni Brá Konráðsdóttur: "Frjáls og fullvalda þjóð á aldrei að óttast það að leggja sín mál í hendur dómstóla." Meira
- "Við þurfum að sætta okkur við, að til þess að geta staðið í skilum við Breta og Hollendinga á skuld sem við stofnuðum aldrei til og enginn heldur fram lengur að okkur beri lagaleg skylda til að borga þurfum við að stórhækka skatta, við þurfum að skera niður í menntamálum, heilbrigðismálum, draga úr opinberum framkvæmdum, láta gamla fólkið sjá um sig sjálft, hvort sem það er fært um það eða ekki, og fleira og fleira.
- Nafnleysingjarnir í öfugmælahópnum Áfram, sem ætti í raun ekki bara að heita Aftur á bak heldur miklu fremur Fyrir björg, hafa haft úr miklum fjármunum að spila til þess að reyna að kaupa sér atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, án þess nokkurn tíma að gera grein fyrir hvaðan þeir fá allt þetta fjármagn. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að reyna að kaupa sér atkvæði og því ætla ég að leyfa mér að trúa því, þar til annað reynist sannara, að Íslendingar muni hvorki láta ógeðslega hákarla-auglýsingu í blöðum hinn 1. apríl sl. né aðra heilsíðuauglýsingu með 20 tannlausum hákörlum villa sér sýn, því eins og góður maður benti á, þá verða það ekki þessir 20 tannlausu hákarlar og fyrrverandi ráðherrar sem borga brúsann, þegar og ef við fáum Icesave í hausinn. Eða ætla ráðherrarnir fyrrverandi að leggja til að verðtryggð ofurlífeyrisréttindi þeirra verði skert, til þess að axla sinn hluta af byrðunum?!" (Tilvitnun lýkur, feitletrun jvj.)
Fólk streymir á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 4.11.2015 kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2011 | 02:41
Það sem Vala Andrésdóttur Withrow skrifar verða allir að lesa
- "Það er alveg sama hvernig Icesave er pakkað inn, innihaldið alltaf það sama - frekari kollvörpun stjórnarskrárinnar og íslensks lýðveldis í þágu erlendra hagsmuna. Íslendingar eru betri þjóð en svo að láta jafn blygðunarlaust óréttlæti líðast, hvort heldur innanlands eða utan.
- Versta frelsi er betra en besti þrældómur.
- Góðar stundir."
Þetta eru lokaorð lögfræðingsins íslenzka vestan hafs, Völu Andrésdóttur Withrow, í vefgrein hennar sem var að birtast uppfærð og endurskoðuð undir heitinu Náttúruréttur Íslendinga.
Vala talar sem fyrr til hjarta fólks og skilnings. Þessi grein hennar leiðir miklu betur í ljós rök sannrar stjórnspeki og réttarhyggju heldur en endalausar umræður, eins og þær tíðkast hér gjarnan.
Það má geta þess í framhjáhlaupi, að innlegg Skúla Magnússonar, lögvísindamanns og ritara EFTA-dómstólsins, í Spegli Rúv á nýliðnu kvöldi, var sömuleiðis dæmi um afar þroskaða réttarhyggju og virðingu fyrir grunnrétti manneskjunnar og nauðsyn aðhalds að framkvæmda- og löggjafarvaldi. Það var ánægjulegt að átta sig á því, að þessi maður á sæti í stjórnlaganefnd, sem lætur sig varða breytingar á stjórnarskránni. Reifun hans á málum og hans eigin tillögur gefa sannarlega vonir um, að hugsanlega verði hægt að komast hjá því, að vildarhyggja (voluntarismi), valdsmennska og lögfræðilegur pósitívismi (andstætt náttúrurétti) verði ofan á við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Jón Valur Jensson.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)