Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands
Undarlegt lítillæti Guðna Th. birtist í því að ætla sér "bara" að vera forseti landsins í tólf ár!
Tveimur dögum seinna kemur hann fram sem óforskammaður Icesave-samnings- og Evrópusambandsstuðningsmaður að auki með vissum skilmálum!
Er slíkur maður virkilega sá sem þjóðin myndi treysta til að standa vörð um þjóðarréttindi og fullveldi Íslands? Er nóg að tala slétt mál og mæla fallega? Ætlum við að fara að kjósa stuðningsmann Buchheit-samningsins? Þessi maður sagði sig opinskátt í þætti í gær hafa kosið þá samningagerð, sem 70% þingmanna okkar létu hræðast til að greiða atkvæði sem "lögum", þótt ekkert væru annað en ólög og beindust þvert gegn lögvörðum rétti okkar!
Er Guðna Th. einskis virði sá sýknudómur sem EFTA-dómstólnum gafst tækifæri til að kveða upp, eftir að forsetinn og þjóðin höfðu hafnað því að staðfesta Icesave-lögin? Ekki tók Guðni Th. þátt í því með þjóð sinni að hrista af henni það ok sem tvær gamlar nýlenduþjóðir vildu leggja á okkur, með þeim ósvífna hætti sem minnti jafnvel suma á það, hversu hrikalega Bretar og Bandaríkjamenn léku íbúa Fidji-eyja í krafti löglausra fjárhagspyntinga.
Og hvers virði er sakleysi og æra þjóðar, hr. forsetaframbjóðandi? Og hvar hefðirðu skorið niður í ríkisrekstri um 80 milljarða til að borga Buchheit-Icesave-vextina sl. þrjú ár? Og hvar hefðirðu tekið erlendan gjaldeyri til þess?
Jón Valur Jensson.
Ólíklegt að Davíð taki fylgi af Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2016 | 15:25
Halla Tómasdóttir Icesave- og ESB-kona!
Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, sem býður sig nú fram til embættis forseta Íslands, varði ekki sakleysi og hagsmuni þjóðarinnar í Icesave-málinu. Hún tók þátt í því að lýsa "Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group [...] bestu viðskipti Íslendinga árið 2007" (!!!) sjá nánar HÉR (einnig hér á Eyjunni).
Það kemur því ekki á óvart, að ekki mótmælti hún nauðungarsamningum ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu við Breta og Hollendinga um að láta ríkissjóð borga hinar ólögvörðu Icesave-skuldir Landsbankans, því að Halla átti það sameiginlegt með þeim báðum að vilja umsókn Össurar Skarphéðinssonar & félaga um inntöku landsins í það stórveldabandalag, sem ítrekað reyndi að þvinga og þrýsta okkur til að gefast upp í Icesave-málinu, og sjálf var hún meðlimur harðlínuhópsins með öfugmælaheitinu Já Ísland! eins og sést á vefsíðumynd úr félagatali þess!
Halla Tómasdóttir á því sízt neitt erindi í embætti forseta Ísands.
Jón Valur Jensson.
Halla Tómasdóttir býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)