Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
30.5.2014 | 00:00
Dagur B. Eggertsson skrifar hér til varnar Icesave-samningnum 2009, mælti með honum, gegn stjórnarandstöðu sem væri að "þvælast fyrir málinu"!
Hans eigin orð (feitletr. hér):
"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sé að aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar.
Samhliða verkefnum dagsins er þó ekki síður brýnt að leiða fram og kynna kraftmikla sýn á framtíðina ..." o.s.frv., bla bla bla!
Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson 18. des. 2009 hér á politik.is, vef ungra jafnaðarmanna, og undir ritaði hann: Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Þótt Buchheit-samningurinn, sem síðar kom til, væri langtum skárri en Svavars-samningurinn upphaflegi, værum við samt búin að borga núna 75 milljarða króna í beinhörðum erlendum gjaldeyri í vexti,* ef Buchhheit-samningurinn hefði ekki verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með atbeina herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og eftir vel heppnaða undirskriftaherferð Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Og þessi 75 milljarðar væru ALLIR ÓENDURKRÆFIR!Hefði Dagur B. & Co. fengið að ráða, væri þjóðin sannarlega illa stödd og verst af öllu: hún hefði aldrei fengið SÝKNUDÓMINN ALGERA frá EFTA-dómstólnum!
Svo eru sumir heiðarlegir menn á því, að þeir geti kosið þennan Dag sem traustsverðan borgarstjóra Reykjavíkur!!
* Sjá hér: http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1377926/
PS. Einnig má vísa á þessa grein: Jafnvel ungur og saklaus Dagur B. Eggertsson flekkar sig á Icesave-samsektinni
Jón Valur Jensson.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2010 | 20:31
Jarðbráðarstjórnin
Eldstöðin í gjöfulum byggðum Suðurlands rumskaði. Kvikan braust úr iðrum hennar og sundraðist í fínan og hvimleiðan öskusalla til skaða fyrir nærliggjandi byggðir. Kviku kýs ég að nefna jarðbráð en erlent heiti er Magma.
Bændur munu standast þessa raun. Það má líkja þessu við að landvættir hafi minnt á sig. Minnt á það að okkar kynslóð hefur landið að láni og ber ábyrgð á að skila því betra og gjöfulla til Íslendinga framtíðar, fremur en annarra þjóða.
Síðan sýndi almættið sitt blíðasta bros með einstakri veðurblíðu og eldurinn hjaðnaði.
Nú liggur mikið við að hreinsa upp óþverrann, sem jarðbráðarjarlarnir í Magma og taglhnýtingar þeirra hafa sóðað yfir þjóð vora. Nýjasta er að eignast rétt til helmingshlutar í nýju virkjanafélagi í Skaftafellssýslum. Hafa þeir tryggt sér forkaupsrétt að síðari hlutanum glottandi í leyni ? Verða þetta nokkurs konar Skaftáreldar af manna völdum ? Einnig ágirnast þeir orku í Hrunamannahreppi.
Hverjir stjórna þessu landi ?
Er það ríkisstjórnin eða Magma ?
Hverja getur fólkið kosið ?
Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri styðja erlenda eign eða yfirráð auðlinda þjóðarinnar.
VG stendur í orði á móti, en síður á borði, enda glúpnaði Steingrímur fyrir Magma-óhræsinu.. Hann heldur líkast til ekki stólnum nema hlýða Samfylkingarinnar vilja.
Í Reykjavík rugla einhverjir um að reka flugið frá Reykjavík, en Ólafur F. Magnússon er líklega heiðarlegur. Framsókn er í óvissu. Hverra manna eru Gnarrverjar ?
Gnarrnum lætur vel að vinna fyrir Jón Ásgeir. Systkynin Heiða Kristín og Snorri Helgabörn Péturssonar unnu að Besta flokks laginu. Heiða er kosningastjórinn.
Helgi er Samfylkingarframbjóðandi í Garðabæ.
Sitja einhverjir í aftursætinu og vilja grípa í stýri Orkuveitunnar ?
Hverfandi eiginfé kom frá Magma til kaupanna á HS Orku. Hitt greiddu þeir með yfirtöku lána Reykjanesbæjar og 7 ára kúluláni Orkuveitunnar. Endurfjármögnun lána verður létt með verðmætan samning í hendi. Framhaldið verður hlutafjárauki og sterk staða til framkvæmda.
Eigendur og stjórnendur gjaldþrota Glitnis og endurlífgaðs Íslandsbanka hafa um fjölda ára unnið að innrás bankans í orkulindir. Árni Magnússon stýrir. Söluskrifstofan í New York vinnur einnig að markaðssetningu íslenskra sjávarauðlinda. Glitnisfélagið Geysir Green Energy seldi hlut sinn í HS orku til Magma. Getur verið að einhverjir þessara manna húki undir sænsku skúffunni og bíði þess að opna skúffur sínar í Panama eða Tortóla og kaupa hlutabréf í Magma ? Koma svo með vel þvegið illa fengið fé til uppbyggingar Íslands.
Margir telja þetta ekki skipta höfuðmáli. Aðalatriðið sé að þjóðin fái vel greitt fyrir afnot auðlindanna. Verður það svo ? Einnig vinnu við byggingu virkjananna. Koma ekki verktakar frá Kína ? Viljum við endurreisa landið á þennan hátt? Er ekki eðlilegra að mennirnir skili fénu? Síðan tekur steininn úr þegar þeir selja virkjanirnar með tilheyrandi vinnslusamningum til erlendra auðhringa.
Atburðarásin er hröð og þaulskipulögð. Þegar áfangar eru kynntir sýnist of seint að snúa af braut. Sérstaklega þegar þeir sem eiga að stjórna landinu virðast vera lyddur og landafhendingarmenn.
Jarðfræðingurinn og heimsfræðingurinn Dr. Helgi Pjeturss sá það fyrir á sínum tíma að illa færi fyrir íslenskri þjóð ef hún sinnti því ekki að kynna sér nýja þekkingu varðandi innstu rök tilverunnar. Þess má geta að í Hrunamannahreppi og reyndar Hreppunum báðum gerði Helgi uppgötvun, sem markaði tímamót í skilningi á jarðfræði Íslands. Lesa má um Helga á netinu.
Páll Ragnar Steinarsson frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Höfundur er félagi í Þjóðarheiðri samtökum gegn Icesave. Greinin, sem birtist upphaflega í nýlegu 10. tbl. Bændablaðsins, er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)