Lilja Mósesdóttir: Icesave-III fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef ekki verði mikill meirihluti Alþingis meðmæltur frumvarpinu

Þetta kom fram í viðtali Sigga storms við hana á Útvarpi Sögu í morgun. Lilja telur útlit fyrir, að meirihlutinn geti orðið verulegur á þingi. Hún segir vaxtakjörin t.d. "betri", en þó sé ýmislegt óöruggt og áhættusamt við Icesave-III-samningnum. Tiltók hún sérstaklega þetta: að íslenzki tryggingasjóðurinn (TIF) hafi þar ekki forgang að eignum þrotabús Landsbankans. Ef hann hefði það, þá væri ekki eins mikil áhætta fólgin í honum.

Sigurður bað hana að setja þetta fram á auðskilinn hátt. Hún sagði þá, að kröfurnar á þrotabúið megi flokka í þrennt:

  1. kröfu frá hinum íslenzka Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta,
  2. kröfu frá brezka ríkinu,
  3. kröfu frá hollenzka ríkinu.

Í Icesave-III-samningnum væru þessar kröfur gerðar jafnstæðar. En ef kröfur TIF fengju forgang, þá fengi hann bæði meira og fyrr greitt úr þrotabúinu.

Lilja hljómaði líkleg til að samþykkja þetta frumvarp, kannski með breytingum, en hún var mjög ákveðin í því, að ef ekki yrði drjúgur meirihluti fyrir því á þingi, þá ætti það að fara í þjóðaratkvæði eins og Icesave-II-lögin.

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Afhverju?   Getgáta---- (Steingrímur sagði,þú ert hér fyrir okkar tilstilli,okkar baráttu,gleymdu ekki að þú ert ekki hægri,þeir sem þig mæra nú,munu gleyma þér.)Segið mér ekki að Lilja sé tilfinnigalaus, hún er menntuð og vitur, en hún talar sig fimlega frá því sem öllu skiptir, að Icesave er ekki okkar skuld,okkar Íslendinga.          Þá er ekkert eftir fyrir okkur eldheita ættjarðarvini,en að sækja rétt okkar.  Vilji stjórnin sátt, þá viðurkenni hún það og berjist gegn kúguninni.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2011 kl. 00:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2011 kl. 00:41

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Já, það er það eina sem getum orðið sátt við. -JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 7.1.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband