"Ískalt mat" Bjarna Ben. á Icesave-samningi "laskaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega," segir Reykjavíkurbréf!

Þar kemur einnig fram að "ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breyt­ingar á stjórnar­skrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave „eftir ískalt mat“ sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]

Svo ritar sá, sem talinn er fyrirrennari Bjarna Ben. sem formaður Sjálf­stæðisflokksins.

En um það baks stjórnmálaleiðtoga á Alþingi "að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB," má lesa hér á Fullveldisvaktinni.

Þetta eru mun alvarlegri málefni heldur en þau, að örfáir einstak­lingar, innan við tíu manns á Alþingi (Píratar, Helga Vala, Rósa Björk og Andrés félagi hennar í VG) voru með uppsteit á Þingvöllum í dag, auk fáeinna úr hópi almennings.

En aftur að Icesave-málinu: Hefur heyrzt skeleggari gagnrýni innan Sjálf­stæðis­flokksins á Icesave-framgöngu núverandi flokksformanns heldur en þessi í Reykjavíkurbréfi nýliðins laugardags? Varanlegt fylgishrun flokksins í kosn­ing­um, miðað við það sem áður var, hefur mjög sennilega mikið með það að gera, að Bjarni veðjaði á rangan hest í Icesave-málinu og fylgdi ekki þjóðarviljanum og hvorki eigin flokksmönnum né jafnvel landsfundi!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mótmæli lituðu hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þú þurfir aðeins að skoða söguna betur....

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 19:43

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvaða ár er núna.....?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2018 kl. 19:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað er rangt við þessa sögu, Birgir?

Gunnar Heiðarsson, 18.7.2018 kl. 20:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann hefur engin svör, Gunnar! laughing

En Sigfús Jóhönnustjórnarverjandi virðist halda, að Steingrímur, Jóhanna og Össur beri ekki lengur ábyrgð á ESB-umsókninni (né með Bjarna á Icesave-málinu), af því að liðin séu ca. 7-9 ár síðan (óratími?) og kannski af því að hann sé sammála heimspekinemanum sem sagði mér að vegna þess að frumur líkamans endurnýist allar á sjö ára fresti, beri einstaklingar ekki ábyrgð á verkum sínum lengur en svo. En þetta sagði sá ágæti maður mér fyrir um 40 árum og getur þá vitaskuld sagzt frír af allri ábyrgð á þeim orðum sínum! laughing

Jón Valur Jensson, 18.7.2018 kl. 23:12

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki veit ég hvert guðfræðingurinn sækir sína vizku að þessu sinni eða hvaða börn hann er að rökræða við. Það verður að vera hans mál.

Umsókn um ESB var góðra gjalda vert. Verst að það ferli var ekki klárað á lýðræðislegan hátt. Ekki viss um að slík umsókn hefði verið samþykkt en á meðan hefðu allir kostir og allir gallar við aðild komið í ljós. 

Hvað varðar margt ágæta stjórn JS , þá gerði hún margt á sínum líftíma.

Hún t.d kom í veg fyrir að bætur lægst settu yrðu skornar niður og tryggingar eldri borgara yrðu teknar út af kröfu AGS á þeim tíma.

Sú sama stjórn var búin að ná upp sama kaupmætti almennings og hann var 2008, áður en að hruni var komið, að vori 2013, og það fyrir utan allan makríl. 

Vissulega var margt ekki gert rétt. 

En nú er gott að vitna í orð oddvita Miðflokksins hér í borg,frá því árið 2013 er viðkomandi sat á þingi; "Ég lít aldrei um öxl, ég horfi aldrei til fortíðar. Ég lifi í nútíðinni, [...] ". [Heimild: http://www.vb.is/skodun/vigdis-hauksdottir-og-fortidardraugarnir/81697/]

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2018 kl. 09:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er það til fyrirmyndar að horfa aldrei til fortíðarinnar. Þar höfum við svo margt að gleðjast yfir og til að auka skilning okkar og yfirsýn. En VG-vinurinn Sigfús virðist vilja sögulausa þjóð.

Það er vorkunnvert, að hann reynir að verja sinn mann Steingrím J. Sigfússon, eins og hann gerði í innhringingu á Útvarpi sögu rétt fyrir hádegi í dag, og vilji helzt, að fortíðarbrek Steingríms hans verði gleymd, jafn-höllum fæti sem hann stendur, einmitt gagnvart því hlutverki og þeirri skyldu hvers þingmanns að standa með fullveldisréttindum þjóðarinnar.

Steingrímur sveik þjóðina í Icesave-málinu, virti ekki lagarétt Íslands í því máli og vildi leyfa og gerast sjálfur aðili að freklegum inngripum brezkra stjórnvalda í íslenzk málefni.

Steingrímur sveik þjóðina í Evrópusambandsmálinu, gekk þvert gegn skýrum loforðum sínum kvöldið fyrir kjördag vorið 2009! Sigfús þegir um þá staðreynd, segir bara: "Umsókn um ESB var góðra gjalda vert (sic)". Frekleg kosningasvik réttlætir hann þannig og notar svo tækifærið til að byrja hér áróður um "ágæta stjórn" Jóhönnu, ræðandi mál sem eru hér ekki til umræðu, og verður slíkum innleggjum vísað frá framvegis, haldi hann sig ekki við efnið.

Jón Valur Jensson, 19.7.2018 kl. 12:58

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ritskoðunin er hafin .....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2018 kl. 13:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haltu þig við efnið eða láttu þig hverfa.

Jón Valur Jensson, 19.7.2018 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband