Herra Ólafur Ragnar notar sviðsljós alþjóðlegrar ráðstefnu stjórnmálafræðinga í dag til að gera glæsilega grein fyrir skylduverkum sínum í Icesave-málinu

Forsetinn á stærstu ráðstefnu sem hér hefur verið haldin: „Fyrir mér var það augljóst að lýðræðið yrði að hafa betur jafnvel þótt allar ríkisstjórnir Evrópu og öflugir hagsmunahópar í mínu landi stæðu með þeim sem ættu fjárhagslegra hagsmuna að gæta.“ Svo mæltist honum í setningarræðunni á þessari alþjóðlegu ráðstefnu kollega hans í Reykjavík í dag, "um þá ákvörðun að vísa Icesave-deilunni í dóm þjóðarinnar" (Mbl.is).

  • Ítrekaði forsetinn í ræðu sinni þá skoðun sína að lýðræðið og peningaöflin takist nú á. Í þeirri glímu hljóti hann að standa með lýðræðinu.
  • Ólafur Ragnar vék að hinum miklu umskiptum sem hefðu orðið í viðhorfum til hlutverks ríkisvaldsins vegna fjármálakreppunnar undanfarin misseri. Benti forsetinn jafnframt á að nýir samskiptamiðlar hefðu gjörbreytt stöðu almennings gegn valdastofnunum. Netið hefði gegnt mikilvægu hlutverki í búsáhaldabyltingunni og mótmælum almennings í Aþenu og Kaíró síðustu mánuði. (S.st.)

Það er ánægjulegt að sjá, að kinnroðalaust og raunar með stolti getur Ólafur Ragnar Grímsson talað opinskátt um Icesave-málið og hlut sinn og þjóðarinnar að því að beina því á réttar brautir, fjarri því sem fjármálavald, innlent og evrópskt, vildi neyða okkur til og sefja ráðamenn okkar til að vinna með sér í. Lesið þetta líka (blálitað hér til áherzlu):

  • Sjálfsprottin og með litlum fyrirvara
  • Mótmæli sem áður hefði tekið vikur og mánuði að skipuleggja væru nú undirbúin með litlum fyrirvara fyrir tilstilli netsins og nýrra samskiptamiðla.
  • Þessi umskipti hefðu komið í ljós þegar nokkrir Íslendingar, án tengsla við stjórnmálasamtök, söfnuðu undirskriftum fjórðungs þjóðarinnar þar sem skorað var á þjóðhöfðingjann að synja Icesave-lögunum staðfestingar.
  • „Þetta var vald fólksins í sinni tærustu mynd. Það skoraði aðgerðir stjórnvalda og þingsins á hólm og hvatti forsetann til að rækja skyldur sínar samkvæmt stjórnarskránni í þágu hins lýðræðislega vilja fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar.

Fleira var í þessari ræðu forsetans, sem var inngangsræða stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið í sögu Íslands, sótt af um 3.000 manns; lítið á Mbl.is-fréttina.

Forseta Íslands skulu enn færðar þakkir hér á vef þessara samtaka, Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Gekk gegn hagsmunaöflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Jón Valur og hafi forseti vor ævarandi þökk fyrir stuðning sinn við Lýðræðið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.8.2011 kl. 01:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2011 kl. 02:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Tek undir með ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 02:06

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, við eigum forsetanum mikið að þakka. Það var hann sem gerði okkur kleift að forðast þau örlög sem Grikkir standa nú frammi fyrir; framsal þjóðareigna til erlendra fjármagnseigenda.

Reyndar mislíkar mér oft umræðan um að Grikkir hafi lent í sjálfskaparvíti því ég býst ekki við því að grískur almenningur hafi neinu ráðið um þarlenda spillingu frekar en íslenskur almúgi háttalagi íslenska útrásargræðgisliðsins.

Kolbrún Hilmars, 26.8.2011 kl. 14:11

5 identicon

Þakka þér ábendinguna Jón Valur og hér í athugasemdum tek ég mjög undir mál Kolbrúnar Hilmars. 

Almennt séð tel ég ekki ástæðu til að þakka fólki fyrir að vinna það verk sem það er ráðið til. 

En í lýðræðis ríkum er ljóslega ekki gert ráð fyrir slíkum slímsetum og ruddaskap sem við höfum fengið að kynnast nú af stjórnvöldum sem komust til valda með lygum.   Það er því full ástæða til að þakka Ólaf  Grímssyni þar sem málið var svo brýnt og ó afturkallanlegt.         

Í ljós hefur komið að í stjórnsýslunni hér uppi á Íslandi sem og viða annarstaðar þar sem lýðræðishefðir eru fyrir hendi þá eiga sjálfsánægðir siðblindingjar þann kost að kæra sig kollótta og sveigja framhjá almanna vilja á skriðbeltum lýðræðisdauðans.

Í raun höfum við kosið af okkur alla ábyrgð á gerðum núverandi stjórnvalda en það virkar ekki.  Það er alveg sama hvað sagt er það virkar ekki, það er ekki alveg laust við að vera þreytandi.

Þegar svo er komið þá eru bar tveir kostir eftir og þeir eru að slappa af og bíða næstu kosninga eða leggja af stað í byltingu með öllu því afli sem fyrir hendi er.

 

 

Hrólfur hraundal (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:11

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þessar aðgerðir Ólafs Ragnars Grímssonar varðandi Icesave í tvígang munu að líkindum vinna honum sess í sögunni sem besta forseta þjóðarinnar á fyrstu áratugum lýðveldisins. Oft var þörf en nú var nauðsyn og Ólafur stóðst raunina með sóma.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.8.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir góðar og hressilegar athugasemdir hér á síðunni, öllsömul. Það er greinilegt, að forsetinn nýtur mikils stuðnings við sín ómetanlegu þarfaverk á þessu sviði; hann lengi lifi.

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband