KÚGUÐU BRETAR OG HOLLENDINGAR BANDARÍKJAMENN?

lehman

 

 

 

 

 

 

 

Hví ætli breska ríkisstjórnin hafi ekki elt uppi bandaríska ríkisborgara og bandarísk stjórnvöld þegar LEHMAN BROTHERS féll þarlendis, í Bretlandi, í september, 08, og heimtað ríkisábyrgð?  Og hótað þeim öllu illu?  Fjöldi breskra ríkisborgara tapaði peningum á falli bandaríska bankans LEHMAN BROTHERS þar.

Liggur það kannski ekki í augum uppi?  Lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´.  Og ef lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´ þýðir það engin ríkisábyrgð.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum og hvaða landi heims sem er hefðu hlegið sig máttlaus yfir rukkuninni.  Og eftir hláturskastið staðið upp eins og menn og sagt NEI og verið þið blessaðir.  Og hafið þið mál að sækja verðið þið að sækja það fyrir dómi og samkvæmt lögum.

Ekki á Íslandi.  Meðan við erum með ríkisstjórnarflokka við völd sem eru með Evrópusýkina, geta evrópsk veldi bara skrifað póstkort og fengið jafnóðum frjálsan aðgang að skattpeningum okkar eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Kannski líka varðskipum okkar ef út í það er farið.  Nei, bresku og hollensku ríkisstjórnunum hefði aldrei dottið í hug að kúga bandarísk stjórnvöld þó þeir þori að niðurlægja og níðast á peðinu í norðri.

52% NEI EINS OG SEGIR Í FRÉTTINNI, VIÐ HÓTUNUM OG KÚGUNARSAMNINGI VÆRI ÓTRÚLEGA SLAKT OG BARA SORGLEGT.

Elle Ericsson.


mbl.is 52% segjast ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkjamenn eru ekki í EES.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Elle_

Skiptir engu máli, ekki nokkru.  Það er engin og var engin ríkisábyrgð á bankainnistæðum samkvæmt bæði EU lögum og ísl. lögum.  Þar fyrir utan brýtur ICESAVE gegn ísl. stjórnarskránni.  

Elle_, 7.4.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Elle_

EES samningurinn býr heldur ekki til neina ríkisábyrgð ef það er það sem þú meinar.

Elle_, 7.4.2011 kl. 21:41

4 identicon

EES samningur bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og/eða búsetu.

Við þurfum að ákveða hvort við viljum greiða allt hér heima og í Hollandi og Bretlandi eða lágmarks innistæðutryggingu í öllum þremur löndunum.

USA er því ekki relevant.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 07:39

5 Smámynd: Elle_

NEI, þú ert að fara með rangt mál.  Ríkissjóður á ekki að borga ICESAVE, VIÐ eigum ekki að borga ICESAVE.  Og ekki neitt frekar en Bandaríkjamenn vegna falls LEHMAN eða Bretar vegna falls þeirra banka í öðrum löndum.  Rök hafa verið margfærð gegn mismunun af lögmönnum.  Hvar er dómur um mismunun??  Það er engin RÍKISÁBYRGÐ á ICESAVE og við eigum ekki og megum ekki fallast á ICESAVE án dóms þar um.  Þrotabú Landsbankans og TIF eiga að borga samkvæmt e-um skiptalögum sem ég ætla ekkert að rökræða við þig en RÍKISÁBYRGÐ á ICESAVE er ekkert nema kúgun og VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUNARSAMNINGI.

Elle_, 8.4.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband