Baldur Ágústsson: Opið bréf: Nokkrar einfaldar spurningar til forsætisráðherra.

 



 

LÝÐRÆÐI 

Þegar skoðuð er stefna núverandi stjórnarflokka í  samstarfssamningi, samstarfsyfirlýsingu og málflutningi þeirra  fyrir síðustu kosningar er ljóst að háleit markmið og umhyggja  fyrir þjóðinni voru í efsta sæti. Meirihluti kjósenda fagnaði  þessu og gerði með atkvæðum sínum kleift að mynda 

“norræna velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs” svo vitnað sé í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 

 

Fyrir utan – og sem hluti af – skjaldborg heimilanna, hjól  atvinnuveganna og óskert velferðarkerfi, voru fyrirheit um  gegnsæja stjórnarhætti, góða upplýsingagjöf og virkara beint  lýðræði. Það síðastnefnda var skýrt þannig að frambjóðendur,  ef kjörnir, myndu hlusta á þjóðina, taka tillit til skoðana 

hennar og ekki síst: Lítill hluti kjósenda gæti krafist – og  fengið – þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál þmt. þingrof og nýjar kosningar. Nefnt var að 10-15% kjósenda þyrfti til. 

 

Eftir langvarandi auðmannadekur, misskiptingu  auðs og einkavæðingarfár var þetta einmitt það  sem fólk almennt vildi. Þetta var það sem  stjórnarflokkarnir seldu þjóðinni – og hún keypti með atkvæðum sínum. 

Spurt er: Hvenær fer afhending hins selda fram? 

Hví hafa reglur ekki verið settar um rétt kjósenda til að fara fram á 

þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við fyrrnefnd fyrirheit? Ljóst er að líklega verður slíkt sett í  nýja stjórnarskrá. Hún getur hinsvegar – eins  og reynslan sýnir - verið mörg ár í burðarliðnum og eftir því er ekki hægt að bíða – allra síst nú þegar taka þarf stórar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar. 

Ekkert hindrar alþingi/ríkisstjórn í að setja reglur um þetta í samræmi við fyrirheitin. 

Um leið og ég spyr hvaða fyrirætlanir hafa valdhafar um að standa við orð sín, þá skora ég á þá að gera það nú þegar. Þetta er einfalt og fljótlegt; vilji er allt sem þarf. 

 

ICESAVE 

Frá því að þjóðin felldi Icesave-samninginn, í þjóðaratkvæðagreiðslu, eru nú liðnir um 10 mánuðir. Að sögn stjórnvalda var þar besti fáanlegi samningur sem mögulegt væri að ná. 

1. Hvernig stendur á því, eftir að “besti fáanlegi samningur” var felldur af þjóðinni, að íslensk stjórnvöld héldu áfram viðræðum við Holland og Bretland – sem leiddi til þess samningsuppkasts sem nú liggur á borðinu ? 

a. Óskaði Alþingi eftir því – ef svo, óskast tilvísun í þingskjöl. 

b. Ákvað ríkisstjórnin það sjálf, og ef svo: Hversvegna? 

2. Hver hefur kostnaður þjóðarinnar/ríkisins verið – að öllu meðtöldu – þessa tíu mánuði – við viðræður og annað er snertir undirbúning hinna nýju samningsdraga? 

a. Sundurliðað. 

b. Samtals. 

3. Hver er allur kostnaður við Icesave-viðræður orðinn frá upphafi samningsviðræðna til áramóta nú - 2010/11? 

4. Hyggjast stjórnvöld leggja hinn nýja Icesave-samning í dóm þjóðarinnar – og við hvaða meirihluta á þá að miða til samþykktar? 

[...]

 

BÖRNIN OKKAR, sem ganga stolt undir íslenskum fána, eiga þau skilið að við bindum þeim illviðráðanlega skuldabagga og seljum fullveldi þeirra í eigingjarnri tilraun til að losna sjálf undan tímabundnum óþægindum? 

[...]

 

Svar óskast sent hið fyrsta til undirritaðs, svo og Morgunblaðinu til birtingar. 

Reykjavík, 4.1.2011 

Baldur Ágústsson 

Höf. er fv. forstjóri og forsetaframbjóðandi 

www.landsmenn.is - baldur@landsmenn.is

 

Þessir hlutar greinarinnar eru endurbirtir hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Í öðrum hlutum þessarar mjög svo athyglisverðu greinar, sem birtist í Morgunblaðinu í nýliðinni viku, fjallar höf. um ESB-málið og fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttmætar spurningar,en ekki láta þér detta í hug að hin háæruverðuga Jóhanna Sigurðardóttir ESB-vinur,svari þér.Hún lýtur niður á þjóð sína. ESB-N E I TAKK.

Númi (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband