EITTHVAÐ AF ENGU ER EKKERT.

Fyrir utan það að ég skilji ekki að enn skuli finnast menn í landinu sem eru viljugir að borga ICESAVE, hef ég aldrei getað skilið að menn sem þó eru andvígir nauðunginni og vilji eðlilega ekki að við borgum eyri, skuli aftur og aftur og sífellt fara NIÐUR á það plan að ræða og skrifa um kjör og vexti af ólöglegri kröfunni gegn íslenska ríkissjóðnum og okkur.

Í nóvember sl, eftir að mér blöskraði skrifin og umræðan um kjör og vexti af fullkomlega ólögvarinni nauðunginni, skrifaði ég þessi orð í eftirfarandi pistli og víðar:

Gerum ekki þau mistök að fara niður á plan vinnumanna rukkaranna að vera að ræða um útreikninga af vöxtum af nauðung eins og hefur sést.  Eins og við vitum verður eitthvað af engu alltaf ekkert og neðar okkar manndómi að ræða það einu einasta orði.  0,1% af engu er jafn vitlaust og 190 þúsund%.
HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??

Hversu alvarlegur er höfundur eftirfarandi pistils um að við eigum ekki að borga 1 einasta eyri??  Við getum ekki og megum ekki borga 1 eyri í ólöglegri rukkun.  Og ég er sammála Arnari Geir og Lofti og var akkúrat að skrifa nokkur orð um það þegar Loftur kom þarna inn:
Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann.

Gerum ekki þessi mistök.  Ólögleg ICESAVE rukkun er jafn ólögleg þó innheimtan hafi minnkað.  Við ættum að vera í skaðabótamáli við bresku og hollensku stjórnirnar fyrir ólögmætar þvinganir af þeirra hálfu, ekki borga þeim fyrir skaðann sem þeir hafa valdið okkur.  Hættum að ræða kjara- og vaxta-kjaftæði af fjárkúgun.   Það er neðar okkar æru að fara niður á það plan.  Ærulausir menn borga fjárkúgun og skiptir þar ENGU hvað upphæðin er lág. 

ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE.

Directive 94/19/EC:
Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized.

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

E.S.: Verð að játa að ég varð hissa og vonsvikin með svar Gunnlaugs I. í síðunni og í fyrsta sinn að ég viti að ég er honum fullkomlega ósammála.  Málið snýst nefnilega ekki um ódýrustu leiðina, heldur réttlæti og æru.  Og minni hann á að Evrópuveldið hefur líka verið að kúga okkur í ICESAVE málinu.  Sigurbjörn Svavarsson kom svo seinna með ærlegt svar.  Félagsmaður benti á að Jóhannes Þór Skúlason, sem kom inn í umræðuna, hafi verið einn af InDefence-mönnum.  Skyldi engan undra, InDefence hefur alltaf viljað semja um ICESAVE og þó við skuldum ekki eyri og krafan sé ólögleg.   

Elle Ericsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Elle.

Jón Valur Jensson, 4.1.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt.

Þeir sem vilja borga, verða gera það fyrir eigin reikning, ekki annarra.  

En þó þeir geri það, þá er fjárkúgun breta alltaf jafn mikill glæpur fyrir því, samkvæmt breskum lögum, og glæpsamlegt að láta undan. 

Eða má semja við mannræningja????

Kveðja  að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Elle_

Ath. að ég bætti E.S. neðst í pistilinn.

Elle_, 4.1.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Menn eru að hlaupa útundan sér,er það uppgjöf eða þrýstingur. Ég las greinina í gær(nótt),þegar þú lést í ljós vonbrigði þín með svar Gunnlaugs I,það leiddi mig á pistil Frosta Sigurjónssonar. Þakka þér Elle,sendi öllum sem una ekki kúguninni baráttukveðju,með "aldrei að víkja".

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2011 kl. 14:44

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei að víkja í þessu máli fremur en öðrum lífshagsmuna- og réttindamálum okkar!

Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband