Icesave stendur íslenzkum stórfyrirtækjum ekki fyrir þrifum

Morgunblaðið segir fátt benda til "að Icesave-deilan standi í vegi fyrir fjármögnun íslenskra fyrirtækja erlendis." Icelandic Group hefur nú endurfjármagnað erlendar skuldir sínar fyrir 125 millj. € með tæpl. 300 punkta álagi á LIBOR. Marel gerði það sama nýlega með enn hagstæðari lánum frá bönkum í Hollandi, eins og sagt hefur verið frá hér, þ.e. með hagstæðari kjörum en íslenzka ríkið fekk frá meginlandsríkjum Norðurlanda í tengslum við efnahagsáætlun AGS. Nánar er fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Jafnvel Þorvaldur Gylfason prófessor talaði í gær í viðtali á Útvarpi Sögu á þá lund, að Íslendingar gætu nú þæft Icesave-málið enn lengur gagnvart Bretum og Hollendingum og komizt upp með það, einnig gagnvart norrænu ríkjunum sem nú hafa nokkurn veginn lokið sínum þætti í AGS-áætluninni um lán til íslenzka ríkisins.

J.V.J. 


mbl.is Icesave hefur ekki áhrif á erlenda fjármögnun fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband