Merkar ábendingar Styrmis Gunnarssonar um tvær nýjustu fregnir af Icesave-málinu

Stórmerk og tíðindaverð er grein Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra, í Sunnudagsmogganum í fyrradag. Hann ræðir þar m.a. Icesave-málið í ljósi síðustu frétta og segir þar:

"Vefmiðillinn Euobserver, sem fylgist daglega með því, sem gerist á vettvangi ESB, sagði sl. miðvikudag, að leiðtogafundur Evrópusambandsins 17. júní sl. hefði gert Icesave-málið að sameiginlegu máli ESB-blokkarinnar en utanríkisráðherra Íslands og embættismenn hans hafa haldið því fram, að svo væri ekki.

Nú hefur framkvæmdastjórn ESB tekið undir það sjónarmið meirihluta Íslendinga, að ríki á EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á bankainnistæðum eins og fram kom í frétt á mbl.is sl. miðvikudag um svar framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter. Þótt framkvæmdastjórnin reyni að halda því fram, að íslenzkir skattgreiðendur beri slíka ábyrgð af öðrum ástæðum hefur þetta svar hennar grundvallarþýðingu. Yfirlýsing framkvæmdastjórnarinnar er staðfesting á því, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur ítrekað gert samninga við Breta og Hollendinga um að borga þeim nokkur hundruð milljarða á þeirri forsendu, að íslenzka ríkið bæri slíka ábyrgð, hefur haft rangt fyrir sér."

 

Grein Styrmis, á bls. 26 í Sunnudags-Mogganum, er öll afar læsileg og íhugunarverð, hún er hér á netinu: Áróðursherferð Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband