25.2.2011 | 09:25
Fölsuð skoðanakönnun Fréttablaðsins tekur púls á hrædda liðinu
Þótt Fréttablaðs- og Icesave-stjórnar-gengið njóti nú um hríð áhrifanna af afsönnuðum* hræðsluáróðri sínum um "áhættu dómstólaleiðarinnar", nægir þeim það ekki á Fréttablaðinu, heldur verða að falsa úrslit eigin skoðanakönnunar, eins og Páll Vilhjálmsson bendir á í dag (Fréttablaðið týnir prósentum í þágu Icesave), en hann segir Fréttablaðið "helsta sérfræðing landsins í ómarktækum skoðanakönnunum, og í þessari könnun hefur blaðið ,,týnt" 3,5 prósentum til að hækka hlutfall þeirra sem segjast hlynntir Icesave."
- Þegar Fréttablaðið gerir sjálft skoðanakannanir um sín hjartans mál er það í hlutverki alkahólistans sem sjúkdómsgreinir sjálfan sig. (P.V.)
Menn setja ,,betri samning" (þó hlaðinn gífurlegri óvissu, upp á hundruð milljarða, enda óbreyttur í flestu nema helzt vöxtunum) andspænis dómstólaleið, sem ekki er einu sinni sennilegt, að farin yrði! Bretar og Hollendingar hafa ekki hag af því að búa til nýtt dómafordæmi um ríkisábyrgð á bönkum og tryggingasjóðum innstæðueigenda, og Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa báðir bent á, að ólíklegt sé, að þeir ráðist í dómstólaleiðina, heldur sé líklegt, að þeir geti tengt vonir sínar við að ESA fari fram með kvörtunarmál í EFTA-dómstólinn, byggt á því eina atriði í áminningarbréfi ESA til íslenzkra stjórnvalda, sem eftir stendur, en jafnvel þetta atriði hefur dr. Stefán Már sagt byggja á rangtúlkun. Úrskurð EFTA-dómstólsins muni svo brezk og hollenzk stjórnvöld nota til að ,,þrýsta á" Íslendinga, en menn skulu taka eftir þessu, að sá úrskurður er ekki aðfararhæfur, og því yrðu Bretar og Hollendingar að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum til að komast eitthvað áfram með málið. Þeir geta ekki dregið það lengi, því að árið 2012 verður málið fyrnt!
Fáránlegustu fullyrðingar um að dómur í málinu yrði okkur andstæður, jafnvel í alhæsta kanti, taka sannarlega ekki mark á góðri réttarstöðu okkar og vönduðum vinnubrögðum íslenzkra dómstóla. Upplýsandi og spennuslakandi málflutningur Reimars Péturssonar hrl. mun halda áfram að hafa sín áhrif og minnka hræðslustuðið á þeim, sem hlustað hafa of mikið á Rúv og Stöð 2 og lesið of mikið í Fréttablaðinu og DV.
Reyndar eru 30% aðspurðra í þessari síðustu könnun óákveðnir, og nú fer betri upplýsing í þessu máli að hafa sín áhrif líka, gegn áhrifum nefndra fjölmiðla og allra þeirra álitsgjafa, sem til hafa verið kallaðir, allt frá DV-mönnum eins og Jóhanni Haukssyni og Reyni Traustasyni (sem í þættinum Í bítið rétt áðan sagðist ,,treysta þingmönnum" til að styðja þetta frumvarp í góðum ásetningi en virðist horfa alveg fram hjá því, hvernig þeir keyrðu á það í ofurflýti og höfnuðu umbeðnum álitum) til Gylfa Arnbjörnssonar í ASÍ (sem vogar sér nú að segja Icesave-lögin skilyrði kjarasamninga!) og stjórnenda verkalýðsfélagsins ótrúlega, Starfsgreinasambandsins, sem ættu að vera rúnir öllu trausti félagsmanna sinna.
Tvær athugasemdir enn: Margt sýnist undirrituðum benda til, að Fréttablaðið sé farið að falsa skoðanakannanir sínar og tónninn gefinn með könnunum þar um daginn á viðhorfum gagnvart ESB. Að "6,8% kjósenda Sjálfstæðisflokksins" styðji Icesave-III-lögleysuna er t.d. jafn ótrúlegt eins og að 89,1% Vinstri grænna geri það. Grasrót beggja flokkanna hefur EKKI verið samstiga forystu sinni. Sjálfstæðisfélög í stærstu kaupstöðum eins og Kópavogi (Baldur) og á Akureyri (Vörður) eru t.d. eindregin í andstöðu sinni, auk ýmissa hverfafélaga í Reykjavík, og nú var aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga að bætast við með glæsilega, einarða yfirlýsingu (Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar), og mun Loftur Þorsteinsson skrifa pistil um það hér á síðuna.
Í 2. lagi viljum við benda á kröftuga grein eins félaga okkar, Ómars Geirssonar, um þessa sömu frétt: Leikritið að sama tíma að ári í fullum gangi.
* Þá afsönnun er m.a. að finna í fréttaskýringargrein hins færa viðskiptablaðamanns Morgunblaðsins, Ívars Páls Jónssonar, í blaðinu í fyrradag: Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér, þar sem merkilegt viðtal við Reimar Pétursson hæstaréttalögmann er meginuppistaðan. Við eigum eftir að segja nánar af þeirri grein hér á vefsíðunni.
Undirritaður verður með pistil um þessi og fleiri mál kl. 12.4013.00 í Útvarpi Sögu í dag (endurtekinn kl. 18.00).
Jón Valur Jensson.
Meirihluti segist styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar var svarhlutfall í þessari skoð.könnun Frbl. aðeins 61%, og af þeim, sem svöruðu, vildu tæp 30% ekki taka afstööu.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.2.2011 kl. 11:05
Vil benda á að þó að dómar Efta dómstólsins séu ekki aðfarahæfir hér þá væri slíkur dómur lögskýringargagn sem dómstólar hér myndu nyta ef sótt yrði að íslenska rikinu fyrir dómstólum hér...
Sé ekki hvernig það á að geta skipt máli í þessari umræðu hvort hann sé aðfarahæfur eða ekki
Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 16:48
Svo er spurning að læra að lesa úr könnunum...
Tölurnar í fréttablaðinu eru já 61.3% og nei 38,7% sem samanlagt gera 100%, er það ekki?
Þær prósentutölur sem talað er um í könnunni eru þeirra sem tóku afstöðu, prósentutölur þeirra sem tóku ekki afstöðu eru ekki með, ekki frekar en atkvæði þeirra sem ekki mæta á kjörstað eru talin með uppúr kjörkössunum... hvaða eiginlega stærðfræði er það sem þú og Páll þykist vera beita hérna?
Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.