Guðni Th. Jóhannesson var linari forsetanum í Icesave-málinu og vildi semja við Breta!

Ólafur Ragnar brást hetjulega við þörf og neyð þjóðar­innar í Icesave-málinu. Ætlar Guðni Th. að skáka því? En sá hinn sami Guðni mælti GEGN því, að við þver­tækj­um fyrr að semja við Breta um að borga Icesave-skuldir einka­fyrir­tækis­ins Lands­bankans! Guðni var Icesave-samninga­maður! -- eins og mestöll stjórnmála­stéttin og meinta spekinga­stéttin í HÍ og á fjöl­miðl­unum! -- ólíkt Ólafi Ragnari og alþýðu landsins.

Forsetinn gerði sem Sigurður Líndal, Reimar Pétursson og fleiri lögfróðir menn: stóð á réttinum. En nú knýr dyra á Bessastöðum "einum of kurteis" maður, sem skorti bein í nefið, þegar álits hans var leitað í Icesave-málinu. 

Í þessari grein í Fréttablaðinu 10. marz 2010 lagðist Guðni Th. greinilega GEGN því, að Íslendingar gætu með sanngirni krafizt þess að sleppa við að taka ábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans: http://www.visir.is/engin-rikisabyrgd-/article/2010261313607 (Vísir - G.Th.Jóh.: "Engin ríkisábyrgð?").

Við þurfum ekki 2. flokks forseta sem nálgast liðleskju 70% alþingismanna á ögurstund fyrir lýðveldið í þessu ólögvarða, rangláta kröfugerðarmáli Breta og Hollendinga.

Við eigum sem betur fer enn kost á Ólafi Ragnari Grímssyni. smile

Heill forseta vorum og fósturjörð.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Forseti standi utan fylkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Það er gaman að sjá þessa síðu lifna aftur til lífsins, og ekki vanþörf á því á að hefna vegna þess sem miður fór í ICEsave, enn einu sinni.

Síðast var það Þóra, núna er það Guðni.

En ólíkt Þóru, þá var Guðni virkur fyrir ICEsave þjófanna.  Og þessi grein er minnsti hlutinn af því.  Ég man ekki hvað hann var oft í útvarpinu á þessum tíma, aðallega Speglinum, en ég var kominn með grænar bólur þegar ég heyrði í honum. 

Í stuttu máli sagt var hann fenginn til að ljá því fræðilegu yfirbragði að við ICEsave andstæðingarnir væru reknir áfram af þjóðrembu, ekki réttlætihvöt eða þeim frumrétti manneskjunnar að verja sig þegar á hana er ráðist.

Greinin afhjúpaði hann svo, en innrætið maður, innrætið.

Og fyrst þér er tíðrætt um kurteisi Jón Valur, þá var Göbbels líka kurteis.

En það gerði verk hans ekki skárri fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 06:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Jón.

Eins og ég nota mörg það, þá féll eitt niður hjá mér hér að ofan.

"því það á að hefna .."

Aftur kveðjan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 06:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir fyrir þína óhvikulu afstöðu, góði samherji og baráttumaður alla stundir.

Meðan Ólafur Ragnar býðst sem landvarnarmaður Íslands nr. 1, þá hefur Icesave-afsakandinn Guðni Th. ekkert í hann að gera, það blasir við.

Svo þarf Guðni ennfremur að svara spurningum um Evrópusambandið, enda mun trúnaður hans við fullveldi Íslands ráðast af eða sýna sig í afstöðu hans í því máli.

Jón Valur Jensson, 6.5.2016 kl. 12:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hann hefur þegar sýnt sinn innri mann í því máli öllu saman.

Sá sem talar niður þjóð sína á þann hátt sem Guðni hefur ítrekað gert í ICEsave aðför Ruv, hann gerir það aðeins í einum tilgangi, sem er vilji til að landið afsali sér fullveldi sínu.

Hann er sko ekki kreppukommi, þeir töluðu niður þjóðina til að upphefja Sovétið.

En þá þyrfti Guðni að vera 2x50 ára.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband