Forsætisráðherra með hjartað á réttum stað í hagsmunamálum þjóðarinnar

„ESB tók þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar efnahagslegar byrðar í andstöðu við lög og braut svo blað í sögu sinni til að taka þátt í málaferlum gegn Íslandi. Nú þarf ESB að sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði, en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru.“

Já, nú fekk sannleikurinn að hljóma á Austurvelli. Með orðum Rúv: Sigmundur Davíð sendi AGS og ESB tóninn. Hann sagði Íslendinga vilja taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, en: „Við munum hins vegar ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og minnt er á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins.“ – Vel mælt!

Það vekur hins vegar athygli í Rúv-fréttinni, að þar var þeim orðum Sigmundar Davíðs sleppt, sem hér var byrjað á í þessari samantekt! Var sá sannleikur um "frammistöðu" Evrópusambandsins kannski of bitur fyrir þá Fréttastofu ríkisstjórnarútvarps, sem árum saman vann leynt og ljóst gegn hagsmunum og lagalegum rétti okkar Íslendinga í Icesave-málinu og er sjálf margítrekað höll undir Evrópusambandið?!

  • Sigmundur gerði ICESAVE-deiluna að umræðuefni og sagði Íslendinga hafa tekið afdráttarlaust þá afstöðu að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings. Íslendingar hefðu ekki látið ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu. Þá sagði Sigmundur fólk víða um Evrópu líta á Ísland sem fyrirmynd í baráttunni við við afleiðingar efnahagsþrenginganna sem margar Evrópuþjóðir takast nú á við. (Mbl.is.)

Og orðrétt: „Íslendingar, afkomendur þessara víkinga, hafa löngum verið sjálfstæðir í hugsun og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun. Það sýndi sig vel í ICESAVE-deilunni þar sem þjóðin felldi samkomulag sem hún taldi ósanngjarnt. Alþjóðlegur dómstóll staðfesti síðan þessa niðurstöðu sem sýndi að réttlætistilfinning þjóðarinnar var góður vegvísir.“

Það er sannarlega góð tilbreyting frá Austurvallarræðum fyrri stjórnvalda að heyra þennan sanna tón við styttu Jóns Sigurðssonar á 17. júní. Til hamingju með daginn, Íslendingar!
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Vinsti menn eru ekki enn að trúa að þeir ráði ekki enn "Öllu " og verður þeim erfiður biti að kyngja !!   Saman ber að tala við SJS beint i framhaldi af ræðu Forsætisráðherra um markrildeiluna .....Sumir kunna enga mannasiði  !!!!!!!

rhansen, 17.6.2013 kl. 12:50

2 identicon

Sigmundur Davið flutti góða ræðu.

Þarna er komin sá leiðtogi sem Ísland vantaði.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 13:21

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þetta var góð ræða hjá Sigmundi, en illilega stingur í eyrun að hann skilur ekki muninn á hugtökunum fullveldi og sjálfstæði.

Hann hefði einnig mátt fara rétt með forsendu baráttunnar gegn Icesave-kröfunum. Kröfurnar voru ekki bara ósanngjarnar heldur ólöglegar. EFTA-dómstóllinn staðfesti málflutning Íslands og felldi þann úrskurð að kröfurnar væru ólöglegar.

Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1282626/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 17.6.2013 kl. 13:41

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er athyglisvert, að ekki einasta slær Fréttablaðiðið EKKI hinum óvenjulega sterka boðskap forsætisráðherrans upp í forsíðufrétt í dag (setur fréttina á bls. 4 og setur andmælatilraunir Árna Páls Samfylkingarmanns þar við hliðina), heldur birtir blaðið þetta eitt um tal Sigmundar Davíðs um Icesave-málið:

""Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu, sagði hann og gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að taka þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar byrðar í andstöðu við lög."

Þarna sleppti Fréttablaðið því að leyfa ennþá skorinorðari boðskap Sigmundar að koma fram: "ESB tók þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar efnahagslegar byrðar í andstöðu við lög og braut svo blað í sögu sinni til að taka þátt í málaferlum gegn Íslandi. Nú þarf ESB að sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði, en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru.“

Já, Fréttablaðið þarf að hlífa sínu Evrópusambandi, það á svo bágt um þessar mundir og ekki vert að strá salti í sárin. En við vitum mætavel um sök þess í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson, 18.6.2013 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband