Afturgenginn Frankenstein: Icesave IV

  • Eftir Daníel Sigurðsson: "Ljóst er að aðeins galdramaður ættaður af Vestfjörðum mun vera í stakk búinn til að kveða þennan draug niður."

mynd 2012/02/23/G87ON70O.jpg 

Því miður virðist Frankenstein í gervi Icesave IV vera á teikniborði ríkisstjórnarinnar og eiga að sjá til þess að ríkisstjórnin fái nokkra uppreist æru eftir hraksmánarlega frammistöðu sína í málinu.
 
Ráðning þeirra tveggja lögmanna (annar breskur!) sem halda eiga uppi vörnum Íslands fyrir EFTA-dómstólnum bendir til að ríkisstjórnin sé staðráðin í að tapa málinu þar.
 

Furðuviðtal á RÚV við annan lögmanninn, Jóhannes Karl Sveinsson, sem sat í samninganefndinni í Icesave-málinu virðist staðfesta þetta (Spegill RÚV 14.12. sl.) Þar segist hann naga sig enn meira í handarbökin út af því en áður að Íslendingar skyldu ekki hafa borið gæfu til að samþykkja Icesave III við Breta og Hollendinga. M.ö.o. lýsir þessi málpípa ríkisstjórnarinnar því yfir að málið sé fyrir fram tapað fyrir EFTA-dómstólnum. Þessi ummæli endurspegla annarlegar hvatir ríkisstjórnarinnar í málinu og eru þeim mun dapurlegri í ljósi þess að með samþykki Icesave III væri þjóðarbúið nú þegar búið að sjá af nær 50 milljarða óafturkræfri vaxtagreiðslu í beinhörðum gjaldeyri í þetta svarthol sem væri aðeins byrjunin.

Eftirfarandi ummæli lögmannsins í viðtalinu, um þá stöðu sem upp kæmi ef dómsmál tapaðist, eru þó sýnu alvarlegri:

„Að mínu mati væri það óðs manns æði að reyna ekki að ná samningum.“

Það liggur sem sé fyrir að ríkisstjórnin ætlar að berjast um á hæl og hnakka fyrir því að málið endi ekki fyrir Hæstarétti Íslands (sem myndi gera uppreistaráform hennar að engu) þó svo fyrir liggi lögfræðiálit virtustu lögspekinga um að yfirgnæfandi líkur séu á að B&H gjörtapi skaðabótamáli þar. Þvert á móti ætlar ríkisstjórnin sér í framhaldinu að grátbiðja bresk og hollensk stjórnvöld um að setjast enn á ný að samningaborði um nýja hrollvekju, Icesave IV.

Ríkisstjórnin mun ekki fella stór tár þó svo hin nýja afturganga, Frankenstein fjórði, yrði enn ógnvænlegri þjóðinni en Frankenstein þriðji sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni sl. vor, enda á þjóðin og forsetinn ekkert betra skilið að mati ríkisstjórnarinnar fyrir að þverskallast gegn vilja hennar í málinu.

Í millitíðinni mun svo ríkisstjórnin auðvitað gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma auðsveipum handlangara að á Bessastöðum í vor til að leggja blessun sína yfir hinn nýja uppvakning þegar hann bankar þar á dyr eftir að hafa riðið húsum á Alþingi og knúið þingheim til uppgjafar.

Ljóst er að aðeins galdramaður ættaður af Vestfjörðum mun vera í stakk búinn til að kveða þennan draug niður og þar með þráhyggjuáform ríkisstjórnarinnar að láta þjóðina axla Icesave-klafann. Maður þessi hefur sagt þjóðina hafa lögsöguna í málinu. Hann mun vonandi tryggja að svo verði áfram þar til afturganga þessi hefur endanlega verið kveðin niður.

Því miður virðist martröðin um einbeittan ásetning forystumanna ríkisstjórnarinnar um að koma Icesave-klafanum á þjóðina enn geta orðið að ísköldum veruleika.

Stöndum saman að áskorun til núverandi forseta um að standa áfram vaktina: http://askoruntilforseta.is/

Höfundur er véltæknifræðingur.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í fyrradag; endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. 

 


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef lengi óttast eftirfarandi framvindu: 1) Ríkisstjórnin heldur slælega á málstað Íslands fyrir EFTA-dómstólnum. 2) Hann beitir sér fyrir sátt í málinu, ef til vill með því að gefa fyrst út bráðabirgða-álit. 3) Sáttin verður ígildi Icesave IV. 4) Litið verður svo á, að sáttina þurfi ekki að lögfesta á Íslandi, ekki frekar en það er sérstaklega lögfest, að ríkið fari eftir þeim íslenzku dómum, sem falla á það, eða þeim dómsáttum, sem það gerir í íslenzkum ágreiningsmálum. Þar með yrðu sá óútreiknanlegi Ólafur Ragnar Grímsson (verði hann enn forseti) og íslenzka þjóðin úr leik. Ég hef spurt þessarar spurningar áður og ítreka hana nú: Er einhver lögfræðingur svo fróður að geta fullvissað mig um, að framvinda með þessum eða líkum hætti sé óhugsandi? Og hver væru þá helztu rök fyrir því? Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hve langt er þetta lið eiginlega tilbúið að ganga til að svíkja þjóð sína?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 12:51

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gangsterar eins og Steingrímur og Jóhanna fara alla leið. Þau eru eins og trúarbrjálæðingar í ofsatrúarflokki sem vita allt best. Sama á hvað gengur. Það ætti að vera búið að færa þau úr þessum stólum sínum með fortölum eða valdi fyrir löngu síðan... þessi stjórnsýsla er algjört rugl eins og það er núna...

Óskar Arnórsson, 25.2.2012 kl. 14:53

4 identicon

Mögnuð grein og segir allt sem þarf.

Spurningin er með þessa svokölluðu ríkisstjórn hvort að hú sé ekki einfaldlega blekkinga dula sem hefur engin ráð og eingöngu sett upp hada fólki til að horfa á og beina spjótum sínum að so að það sjái ekki raunverulega óvininn á meðan hann er að klára við að sthafna sig.Það er sami leikurinn og búið er að leika í mið austurlöndum.Hvað ætli sé nú aðveldari bráð en ríki sem á í innbyrðis styrjöld.Það er kunn staðreynd að ráðamenn sem ekki láta að stjórn eru látnir hverfa.

Set her link sem skýrir hvað eg á við.

http://www.youtube.com/watch?v=UeEqdFsSEIU

Sólrún (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 16:50

5 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=A9QEhxypDZE&feature=related

Sólrún (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 17:24

6 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri - sem aðrir gestir, hér á síðu !

Sigurður áhyggjufulli (í athugas. nr. 1) sem aðrir samlandar, þurfa ekki að hafa stórar áhyggjur, af framvindu þessarra mála, héðan af.

Evrópusambands/og EFTA hluti Evrópu, fara að finna til Te vatnsins, af hálfu Austurlanda - efnahagslega; sem og Hernaðarlega, á komandi misserum, gott fólk.

Þannig að; Norður- Ameríkuríkinu Íslandi, ætti að verða borgið, frá frekari skráveifum, af hálfu : Berlínar - Brussel öxulsins.

Svo einfalt; er það nú.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 21:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undarlegt er þetta innlegg þitt, Óskar Helgi, og engum rökum stutt.

Jón Valur Jensson, 29.2.2012 kl. 16:52

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grein Daníels er hin merkasta og efnið svo brýnt og knýjandi, að ég fekk leyfi hans til að birta það, einnig í vikulegum þætti mínum á Útvarpi Sögu í gær kl. 12.40 (endurt. á föstud. kl. 18).

Það er eðlilegt, að Sigurður spyrji og að fleiri hér hafi þungar áhyggjur af þessu hrikalega máli.

Jón Valur Jensson, 29.2.2012 kl. 16:59

9 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Valur !

Ekki er allt; sem sýnist - og dreg ég mínar ályktanir, út frá minni Heimssýn.

Þú vafalaust; sem aðrir, út frá ykkar.

Og; skal svo vera.

Sömu kveðjur - sem seinustu; vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:00

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott og vel, Óskar, mér svo sem að meinalausu!

Jón Valur Jensson, 29.2.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband