Tillaga komin fram um hraðvirka lausn á Icesave-málinu

Grein Lofts Altice Þorsteinssonar, verkfræðings og varaformanns Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag, sætir miklum tíðindum. 'Breytt kröfuröð í þrotabú Landsbankans leysir Icesave-deiluna' nefnist hún, brilljant lausn á því máli, getum við sagt, með smá-enskuslettu!

Allir eru hvattir til að lesa þessa grein. Sumt í henni þarf að lesa hægt, til að átta sig á öllu, en leiftrandi er þar margt, réttindi okkar margítrekuð með rökum og síðasti kaflinn, 'Breytt kröfuröð stenst lög og leysir vandann', er glæsilegur og öllum auðskilinn, og við erum þar augljóslega með trompið á hendi, – ef aðeins þingmenn Alþingis, í þetta sinn án flokkadrátta og gagnkvæmra ásakana, bera gæfu til að taka hvatningunni: að gera nokkuð einfalda breytingu á neyðarlögunum, sem leysir jafnvel ráðamenn úr prísund sinna eigin álaga. Niðurstaðan yrði sú, sem Þjóðarheiður og drjúgur meirihluti Íslendinga hefur alltaf talið þá réttu: að við ættum ekkert að borga til hinna erlendu ríkja.

Loftur lýsir hinni hinni nauðsynlegu lagabreytingu í lokakaflanum, ég vísa til hans!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir fáu sem ekki hafa aðgang að Morgunblaðinu, geta lesið greinina hér:

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/23/breytt-krofurod-i-throtabu-landsbankans-leysir-icesave-deiluna/

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að mínu áliti er útfærsla Lofts á kröfuröð innstæðna eina rökrétta leiðin til að skipta þrotabúinu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að lágmarkstryggingin eigi að hafa forgang, enda er hún það eina sem gildandi reglur skylda innstæðutryggingakerfið til að uppfylla. Allar viðbótartryggingar umfram það eru valkvæmar og eiga því að koma næstar. Innstæður umfram tryggingar eru svo auðvitað einfaldlega ótryggðar og afgreiddar.

Hinsvegar finnst mér jafnvel óþarft að flækja þetta svo mikið. Að mínu áliti væri besta leiðin fyrir Ísland til að ljúka málinu að láta TIF taka að sér að innheimta allar kröfur innstæðueigenda úr þrotabúi Landsbankans. Svo myndi TIF einfaldlega greiða allt sem innheimtist til Breta og Hollendinga. Ef það reynist verða 100% þá er það ekkert mál og allir sáttir, en ef það er minna en 100% þá verða Bretar og Hollendingar einfaldlega að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja deila því niður á innstæðueigendur. Með þessu móti hefði TIF getað uppfyllt sína skyldu með því að gera allt sem mögulegt er til að hámarka endurheimtur, og málinu væri lokið af hálfu Íslands.

Ef Bretar og Hollendingar væru ósáttir við þessi málalok yrðu þeir einfaldlega að fara dómstólaleiðina (sem er vitað að þeir vilja helst ekki), en þá væri Ísland í mjög sterkri stöðu til að verjast slíkum málaferlum þar sem hægt væri að sýna fram á að allt hefði verið gert sem tæknilega var mögulegt til að hámarka endurheimtur. Í skaðabótarétti er tjón almennt ekki talið skaðabótaskylt ef hægt er að sýna fram á að viðeigandi og eðlilegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að reyna að fyrirbyggja það eða lágmarka afleiðingarnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna átti að standa í lok 1.mgr.: "ótryggðar og afgreiddar skv. gjaldþrotalögum".

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2010 kl. 16:54

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er alltaf mikilvægt Guðmundur, að hafa traustan lagagrundvöll. Til að svo sé varðandi þrotabú Landsbankans, er nauðsynlegt að tiltaka kröfu-röðina í Neyðarlögunum.

Núna er einungis tilgreint að innistæðu-eigendur hafi forgang á almenna kröfuhafa, Þar með er nýlenduveldunum gefið svigrúm til að setja fram sínar Icesave-kröfur. Icesave-kúgunin er í raun byggð á Neyðarlögunum.

Hugmynd mín flækir alls ekki málið, heldur einfaldar það. Allir, nema Icesave-stjórnin,  viðurkenna að um slit Landsbankans gilda Íslendsk lög. Niðurstaða ESA er  nýlegt dæmi.

Einnig má nefna dóm Héraðsdóms Amsterdam (De rechtbank Amsterdam) sem 08. marz 2010 staðfesti þjóðréttarleg yfirráð Íslands yfir þrotabúi Landsbankans í Hollandi. Dómstóllinn varð því að bakka með fyrri úrskurð frá 13. október 2008.

Nú reynir á vilja Icesave-stjórnarinnar til að leysa Icesave-deiluna. Nú stendur stjórnin frammi fyrir skýrum valkostum, sem henni mun ekki takast að hylja með moldviðri og lygum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: Elle_

Gleðileg jól, bloggvinir, félagsmenn og lesendur nær og fjær.  Elle. 

Elle_, 24.12.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr...  Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Gleðileg jól! Allir hér.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2010 kl. 11:06

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 

Gleðilega Hjólahátíð – samherjar !

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.12.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband