Viðskiptaráðherrann óttast um líf ríkisstjórnarinnar vegna nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave!

Þetta kemur fram í viðtali hans við austurrískt blað, Der Standard. „Við vonumst til að ná samkomulagi í deilunni eftir að ný ríkisstjórn tekur við völdum í Hollandi," segir Gylfi. „Ég vona að ekki komi til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu." – Vitaskuld vonar hann það – hann ætti þar ekki á góðu von! – „Ef kjósendur hafna samkomulagi í annað sinn [bætir hann við], væri það slæmt fyrir efnahag landsins [svo?!!!]. Ég veit ekki hvort ríkisstjórnin myndi lifa slíkt af." – Æ, hve sorglegt!

Hann segir „ekki útilokað að ef til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu komi vegna Icesave-samninga Íslands, Hollands og Bretlands og almenningur hafni slíku samkomulagi séu dagar þessarar ríkisstjórnar taldir." Í sömu heimild (Eyjunni) er afstaða hans einnig orðuð svo: „Þá viðurkennir Gylfi að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki fýsilegur kostur að sínu viti."

Já, ekki er hugur þjóðarinnar hugur þinn, umboðslausi Gylfi Magnússon! 

Heimildir: Annað þjóðaratkvæði um Icesave gæti fellt stjórnina (Visir.is) og frétt á Mbl.is: Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu, og Eyjan.is: Gylfi Magnússon: Önnur höfnun á Icesave gæti fellt stjórnina (þar er umræða um málið).

Jón Valur Jensson


mbl.is Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Í þessu máli er ekkert óljóst að mínu viti. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin fellur ef hún gerir nýjan samning sem yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefði átt að víkja við úrslitin sem fengust í mars í vor, en siðferðið er ekki beysnara en svo að þeim þótti við hæfi að sitja. Gylfi er orðinn jafn skaðlegur og Steingrímur og Jóhanna í þessu máli. Það er líka alveg ljóst að ríkisstjórnin nær ekki samningi sem gæti jafnast á við það sem kæmi út úr dómsmáli. Við knýjum Æseif í dóm og greiðum það sem okkur ber. Einfalt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 21.6.2010 kl. 19:14

2 Smámynd: Elle_

Já, hin stórskæða ríkisstjór með Gylfa, Jóhönnu og Steingrím innanborðs hefði sannarlega átt að víkja í mars og þó miklu fyrr hefði verið. 

Elle_, 21.6.2010 kl. 19:50

3 Smámynd: Elle_

Hin stórskæða ríksstjórn átti það að vera.  Þau 3 eru ekki með hag fólksins í landinu í huga í neinu sem séð verður.

Elle_, 21.6.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gylfi : 

Ef kjósendur hafna samkomulagi í annað sinn [bætir hann við], væri það slæmt fyrir efnahag landsins

Merkilegt að þetta fólk virðist ekkert pæla í því hvað það væri slæmt fyrir efnahag landsins ef að samkomulagið færi í gegn!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.6.2010 kl. 20:39

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Já þetta var sérkennileg messa.  Dagar ríkisstjórnarinnar eru nefnilega liðnir fyrir löngu,  hún er bara þarna og þvælist fyrir. 

Það er skrítið að það virðist mega brjóta stjórnarskrá, þingskaparlög og gera hverja vitleysuna af annarri en  það er eingin löggæsla og þar með eingin viðurlög. 

Getur það verið að hvaða afglapi  geti sest í stól forsætisráðherra og svo bara setið þar á sínum púða á meðan allt rotnar í kring.  60% mótatkvæði virka ekki frekar en klapp með æðardúns hnoðra.  Hverskonar klapp skyldi þurfa til? 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.6.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband