Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að gagni ákvæði viðamikilla alþjóða­samninga, í stað þess að meðtaka þá í von og óvon í trausti á flokksforingja og suma lögfræðinga!

Vafalítið hefði Loftur heitinn Altice Þor­steinsson, verkfræðingur og vara­formað­ur Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, auðveldlega getað lesið og túlkað Orkupakka-3 rétt, þ.e. um skuld­bindingu pakkans um að leyfa hér sæstreng og hleypa þannig lausum verðhækkunum og verðbólgu,  ofur­fjárfest­ingum í virkjunum stórum og smáum og heilu skógunum af vindorkugörðum eins og þeim sem Ásmundur Einar Daðason áformar (og erlendir fjárfestar hans), sem og að stuðla að hruni ýmissa innlendra atvinnu­greina og íþyngja öllum raforku­kaupendum hér.

Já, þetta hefði Loftur auðveldlega getað skilið og séð fyrir, alveg eins og hann skildi rétt þá orðanna hljóðan í tilskipun Evrópu­sambands­ins, 94/19/EC, sem fríaði okkur (þrátt fyrir andstæðan vilja ráðandi Brussel-bossa!) við sekt og ábyrgð á Icesave-málinu.

Loftur hikaði ekki við að standa með Íslandi, þótt jafnvel flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins brygðust í málinu (og 75% allra alþingismanna, þegar greidd voru atkvæði um Buchheit-samn­inginn). Loftur, sællar minningar, hafði alla vitsmunalega skerpu til að sjá fyrir sigur okkar fyrir rétti, gersamlega ólíkt þeim sem tregðast til að lesa með skilningi hin skelfilegu ákvæði þriðja orku­pakk­ans, þau sem hér eru rakin í nýlegri samantekt undirritaðs: 

Samþykkt þriðja orkupakkans felur í sér opið framtíðar-samþykki við raforku-sæstreng (með viðauka)

JVJ.


mbl.is Vantraust á stjórnmálafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband