"Ískalt mat" Bjarna Ben. á Icesave-samningi "laskaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega," segir Reykjavíkurbréf!

Þar kemur einnig fram að "ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breyt­ingar á stjórnar­skrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave „eftir ískalt mat“ sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]

Svo ritar sá, sem talinn er fyrirrennari Bjarna Ben. sem formaður Sjálf­stæðisflokksins.

En um það baks stjórnmálaleiðtoga á Alþingi "að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB," má lesa hér á Fullveldisvaktinni.

Þetta eru mun alvarlegri málefni heldur en þau, að örfáir einstak­lingar, innan við tíu manns á Alþingi (Píratar, Helga Vala, Rósa Björk og Andrés félagi hennar í VG) voru með uppsteit á Þingvöllum í dag, auk fáeinna úr hópi almennings.

En aftur að Icesave-málinu: Hefur heyrzt skeleggari gagnrýni innan Sjálf­stæðis­flokksins á Icesave-framgöngu núverandi flokksformanns heldur en þessi í Reykjavíkurbréfi nýliðins laugardags? Varanlegt fylgishrun flokksins í kosn­ing­um, miðað við það sem áður var, hefur mjög sennilega mikið með það að gera, að Bjarni veðjaði á rangan hest í Icesave-málinu og fylgdi ekki þjóðarviljanum og hvorki eigin flokksmönnum né jafnvel landsfundi!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mótmæli lituðu hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband