Ekki króna úr ríkissjóði vegna Icesave - endurbirt góð grein Guðm. Ásgeirssonar

Samkvæmt frétt á vef slitastjórnar gamla Landsbankans, voru síðustu eftir­stöðvar forgangs­krafna í slitabú bankans vegna Icesave greiddar að fullu [11. jan. sl.]. Þar með liggur fyrir að ekki ein króna hefur verið lögð á herðar skatt­greiðenda vegna málsins og mun það aldrei gerast úr þessu. Öll upphæðin sem um er að tefla hefur nú verið greidd af slitabúi gamla bankans, fyrir utan 20 milljarða sem hafa verið greiddir af sjálfseignarstofnuninni Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta.

Þessar málalyktir eru nákvæmlega þær sem stefnt var að með undir­skrifta­söfnun kjósum.is þar sem skorað var á forseta Íslands að hafna lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave, í kosningabaráttu sömu aðila í aðdrag­anda þjóðar­atkvæða­greiðslu um ákvörðun forseta, og málsvörn Íslands gegn Eftir­lits­stofnun EFTA fyrir EFTA-dómstólnum þar sem fullnaðar­sigur vannst fyrir hönd Íslands.

Þau málsrök sem urðu til þess að málið vannst að lokum voru að mestu leyti þau sömu og færð höfðu verið af aðstandendum þeirra hreyfinga sem stóðu að undirskriftasöfnuninni og sem mæltu gegn ríkisábyrgð í aðdraganda þjóðar­atkvæðagreiðslunnar. Það má því segja að íslenskar grasrótar­hreyfingar hafi haft betur, ekki aðeins gegn Bretum og Hollend­ingum, heldur einnig Eftirlits­stofnun EFTA sem höfðaði málið og framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins sem stefndi sér inn í málið til meðalgöngu í fyrsta skipti í sögu EFTA-dómstólsins gagngert í því skyni að taka undir málstað andstæðinga Íslands.

Fyrir utan það að vera afar merkileg útkoma í lögfræðilegum skilningi, er fyrst og fremst ánægjulegt að málinu sé lokið á farsælan hátt. Það gæti jafnvel verið tilefni til að halda upp á daginn með því að kveikja á kertum.

Þessi grein Guðmundar birtist fyrst á Moggabloggi hans 12. jan. sl. og er endurbirt hér, með góðfúslegu leyfi hans, að ósk Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave.


mbl.is Icesave greitt að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband