Guðni Th. nýtur eðlilega stuðnings gömlu Icesave-samninga-flokkanna!

Ný skoðanakönnun Félagsvísinda­stofnunar HÍ sýnir að 76% kjósenda Sam­fylk­ingar styðja Guðna sem for­seta. 75% stuðn­ings­manna flokks Stein­gríms J. gera það sama! Vinstri menn vita hvað til síns "friðar" heyrir: að sam­þykkja rang­lætis-ásókn Breta og Hollend­inga, svo að við fengjum nú örugg­lega ekki að heyra sýknu­dóminn frá EFTA-dóm­stólnum!

Þeir sáu þetta einmitt rétt: að Guði var þeirra maður, enda samþykkti hann bæði Svavars­samn­inginn í júní 2009 (jafnvel ólesinn, eins og Jóhanna Sigurð­ar­dóttir, þegar hún hvatti samt sína þingmenn til að drífa í að samþykkja frum­varpið!) og eins Buchheit-samninginn snemma árs 2011.

Það getur verið að okkur líki Icesave-samning­ur­inn illa, en hinn kost­urinn er miklu verri og kannski er þetta það bezta [sic!] sem við eða einhver annar gæti fengið. Haldið eða sleppið, það eru skilaboðin sem við fengum. Ég held að hver sá sem gagnrýnir samninganefndina fyrir linkind sé að horfa, viljandi eða óviljandi, framhjá því hversu ótrúlega erfið staða íslenskra stjórnvalda er.“

Guðni Th. Jóhannesson í blaðinu The Grapevine, 19. júní 2009,* en því er dreift ókeypis víða í Reykjavík a.m.k.

Hann stendur þarna algerlega með Svavari Gestssyni og Jóhönnustjórninni í þessu máli.

Var þetta nú ekki býsna gróft af Guðna að skrifa með þessum hætti? Átti þetta að vera einhver hjálp við þjóðina í málinu? En bíðið við: Hann gekk reyndar miklu lengra og sagði að auki, í sama Grapevine 19.6. 2009:

"augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að sam­þykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar)."

Þvílík endemis-speki! Hafið þið orðið vör við þessa einangrun?!

Svavarssamningurinn hefði kostað okkur á þriðja hundrað milljarða króna (a.m.k. 208 milljarða, sumir tala um 275 milljarða) og greiðslur einmitt hafizt þetta vor, við hefðum getað þakkað samherjum Guðna Th. það, ef þeir hefðu fengið að ráða.

Ekki gafst Jóhönnustjórnin upp við að þókknast Evrópusambandinu í þessu máli. Icesave-II-lögin (samþykkt á Alþingi 30. des. 2009) voru hennar næsta til­raun, en eftir undirskriftasöfnun InDefence-hópsins og synjun forseta Íslands á lögunum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 6. marz 2010, þar sem þjóðin tók sannarlega afstöðu í málinu: hafnaði Icesave-II með 98,1% atkvæða og sendi öflug skilaboð út um allan heim, svo að eftir var tekið.

Þá reyndi Jóhönnustjórn Buchheit-samninginn (Icesave-III) sem var loks samþykktur sem lög af 70% alþingismanna 16. febrúar 2011, en var synjað af forseta Íslands 20. sama mánaðar eftir víðtæka undiskriftasöfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave (á vefnum Kjósum.is). Eftir mikla áróðursherferð Icesave-sinna, sem staðið hafði yfir í Rúv og 365 fjölmiðlum og frá ýmsum álitsgjöfum, atvinnurekendum og ESB-sinna frá því um áramótin, var seinni þjóðaratkvæðagreiðslan haldin 9. apríl 2011, og þar höfnuðu 59,9% kjósenda Icesave-III-ólögunum.

Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir, að hann kysi Buchheit-samninginn, en sá samningur hefði haft þetta tvennt í för með sér:

  1. Til þessa dags: hátt í 80 milljarða króna óafturkræfar greiðslur úr ríkis­sjóði til Breta og Hollendinga, í pundum og evrum, m.a. í boði Guðna Th.;
  2. að við hefðum aldrei (ef við hefðum lúffað) fengið að líta sýknudóminn frá EFTA-dómstólnum, sem auglýsti sakleysi Íslendinga í málinu. Eins og hreint mannorð er mikils virði, þá var þessi úrskurður ekki ónýtur til að endurheimta traust umheimsins. En nei, það var víst of mikill lúxus að mati Guðna Th. Jóhannessonar!

Makalaust er, að þessi fræðimaður, sem hefur þannig beitt sér gegn lagalegum rétti og hagsmunum þjóðarinnar, skuli síðan telja sig nógu spámannlega vaxinn til að verða forseti Íslendinga!

En ótvíræðar voru niðurstöðurnar úr ofangeindri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum vinstri mönnum ætla að kjósa Icesave-sinnann Guðna Th.!

Hins vegar eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins miklu sundurleitari: aðeins 53% þeirra ætla að kjósa Davíð, en 29% Guðna, 18% Andra Snæ og 14% Höllu.

Að þessu séðu er ekki ólíklegt að sumir fari að hugleiða, hvort þeir ættu kannski að "kjósa taktískt", þ.e.a.s. að velja Davíð, ef þeir vilja ekki fá þann forseta, sem vann gegn þjóðarhagsmunum og þjóðarrétti í Icesave-málinu.

Í VINNSLU

* Orðrétt sagði Guðni í Grapevine: „We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get. Take it or leave it, that’s the message we got. I think anyone criticizing the negotiations team for being weak are ignoring, wilfully or not, the incredibly difficult position the Icelandic authorities find themselves in.“

Jón Valur Jensson.


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband