Færeyingar reyndust okkur bezt í Icesave-atgangi fjandsamlegra ríkja; skömmin er mikil þeirra ráðamanna sem standa ekki með þeim

Pét­ur Sig­ur­g­unn­ars­son er sannur Íslendingur, en hann færði skip­verj­um á Næremberg, færeysku skipi, 70 ham­borg­ara og meðlæti "eft­ir að hafa frétt af því að skip­inu hefði verið neitað um þjón­ustu í ís­lenzk­um höfn­um."

Það er laukrétt hjá Pét­ri að Fær­eyingar voru fyrstir til að hjálpa okkur þegar tvö aflóga nýlenduveldi þrengdu að hag og öryggi íslenzkrar þjóðar frá haustinu 2008.

Reynum að hafa þann manndóm, eins og Pétur, að sýna Færeyingum fulla samstöðu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Skammast mín að vera Íslendingur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Pétur! ég er afar hreykinn af frammistöðu þinni í garð Færeyinga.Þetta sýnir að það er ennþá til fólk með hlíjar tilfinningar og réttlætiskennd til annarra hér á landi.Lifðu heill.kk.

Eyjólfur G Svavarsson, 30.8.2014 kl. 12:20

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Fulla samstöðu með góðvinum okkar Færeyingum. Þeir hafa staðið þétt með okkur á örlagastund og við eigum að sýna þeim vinskap og virðingu.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.8.2014 kl. 21:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála minnug þess einnig að þeir neituðu breskum togurum um þjónustu í þorskastríðinu,er þeir leituðu til Færeyja.

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2014 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband