Dagur B. Eggertsson skrifar hér til varnar Icesave-samningnum 2009, mælti með honum, gegn stjórnarandstöðu sem væri að "þvælast fyrir málinu"!

Hans eigin orð (feitletr. hér): 

"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sé að aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt – og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra – eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu – eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til – en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til – en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar.

Samhliða verkefnum dagsins er þó ekki síður brýnt að leiða fram og kynna kraftmikla sýn á framtíðina ..." o.s.frv., bla bla bla!

Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson 18. des. 2009 hér á politik.is, vef ungra jafnaðarmanna, og undir ritaði hann: Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.

Þótt Buchheit-samningurinn, sem síðar kom til, væri langtum skárri en Svavars-samningurinn upphaflegi, værum við samt búin að borga núna 75 milljarða króna í beinhörðum erlendum gjaldeyri í vexti,* ef Buchhheit-samningurinn hefði ekki verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með atbeina herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og eftir vel heppnaða undirskriftaherferð Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Og þessi 75 milljarðar væru ALLIR ÓENDURKRÆFIR!

Hefði Dagur B. & Co. fengið að ráða, væri þjóðin sannarlega illa stödd –– og verst af öllu: hún hefði aldrei fengið SÝKNUDÓMINN ALGERA frá EFTA-dómstólnum!

Svo eru sumir heiðarlegir menn á því, að þeir geti kosið þennan Dag sem traustsverðan borgarstjóra Reykjavíkur!! 

* Sjá hér: http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1377926/

PS. Einnig má vísa á þessa grein:  Jafnvel „ungur og saklaus“ Dagur B. Eggertsson flekkar sig á Icesave-samsektinni

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að minna á að Dagur er hefur aldrei komið að Icesave samningum. Ekki frekar en þeir sem eru að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn þó Sjálfstæðisflokkurnn stæði t.d. með Buchheit samningunm og hefði lagt drögin að fyrsta Icesave samningnum sem Svavar kláraði með fleirum.  Minni þig svo á að engin Icesave deila hefði orðið ef að bönkunum hefði ekki verið leyft að blása svona út og um allt eftir einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En nú er ég kominn langt frá viðfangsefninu. Það eru Borgarstjórnarkosningar! Og Reykjavík hafði ekkert með þær að gera né borgarfulltrúar þó þeir hafi kannski haf skoðun á icesave!

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2014 kl. 01:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú mættur hér með skúringarfötuna, Magnús Helgi Samfylkingarþjónn, gat nú verið!

Svo voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem leyfðu Landbankanum að starfa þar og tryggðu m.a.s. innistæðurnar þar í sínu tryggingakerfi, þótt þeir kæmu svo hingað að athuga hvort þer gætu ekki fundið einhverja asna til að taka þessar byrðar af þeim, með endemis-málflutningi og skuggalegustu hótunum, og víst fundu þeir hér vitlausa menn fyrir, sem voru reiðubúnir að ana þessa fávizkuslóð og hræddir við Evrópusambandið að auki (ekki að ástæðulausu), og þetta voru þau Steingrímur J., Össur, Björgvin G., Jóhanna og Indriði öðrum fremur, en Ólafur Þór einn kjánanna í Steingrímsliðinu, auk Árna Þórs Sigurðssonar vitaskuld (10 milljóna ESB-styrkþegans), og þá var Dagur B. Eggertsson að vísu ekki á Alþingi fremur en nú, en hann var þó einn þriggja í æðstu stjórn Samfylkingarinnar og gat ekki verið saklaus af ákvörðunum flokksins í þessu máli, enda heyrðist ekkert af neinum mótmælum hans gegn Icesave-samningunum (það var helzt að hann mótmælti því að menn væru að tefja fyrir þeim fyrstu með því að reyna að fá aðra illskárri), og það sést nú hér ofar, hvernig hann lagði sitt lóð á vogarskálarnar í málinu, atyrðandi stjórnarandstöðuna ("málþófsmenn" eins og vinstri stjórnin komst að orði) fyrir "algert ábyrgðarleysi ... að þvælast fyrir málinu"!

Og hverjir voru í því viku eftir viku á Moggablogginu að verja Icesave-svikasamningana í blóð og merg nema einmitt Samfylkingargauðin, þ.m.t. Magnús Helgi Björgvinsson!

Svo má minna á, að ekki aðeins ætlaðist ESB til einkavæðingar ríkisbankanna, heldur var það einmitt vegna EES-samningsins við ESB sem útrásarvíkingarnir fengu svona frítt spil út í Evrópu.

En ætli það þýði nokkuð að rökræða við sögulausan mann eins og þig?

Jón Valur Jensson, 30.5.2014 kl. 02:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... úti í Evrópu ..."

og "athuga hvort þeir gætu ekki fundið ..."

átti að standa hér.

Jón Valur Jensson, 30.5.2014 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband