Það var þá helzt - að við gætum "treyst á Bretland sem bandamann"!

David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, virðist gera ráð fyrir því, að óminnishegrinn hafi leikið Íslendinga svo grátt, að við munum ekki ýmsar árásir Breta á lífshagsmuni okkar í meira en öld, þegar hann segir: „Ég vil fullvissa ykkur um að sama hvaða leið þið veljið [að ganga í Evrópusambandið eða standa áfram utan þess], getið þið treyst á Bretland sem bandamann og vin.“ En þessi orð lét hann falla í ræðu sem hann flutti -- greinilega bæði fyrir Bretland og Evrópusambandið -- á opnum umræðufundi í Háskóla Íslands í dag (undirritaður sótti þann fund).

Lidington fjallaði ekki um freklega ásókn Breta í íslenzk fiskimið í byrjun 20. aldar í þessari ræðu sinni, en hefði auðveldlega getað fengið upplýsingar þar um hjá einum í panelumræðu dagsins, Guðna Jóhannessyni sagnfræðingi, sem skrifaði doktorsritgerð sína um landhelgisstríðin.

David Lidington, Evrópuráðherra Bretlands.
  • Ráðherrann lagði áherslu á að Bretland og Ísland ættu samleið í ýmsum málum eins og til dæmis sjávarútvegi. Bæði Íslendingar og Bretar gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að ákvarðanir í þeim efnum væru teknar sem næst þeim sem þær hefðu áhrif á. Þá gerðu Bretar sér grein fyrir því að það skipti Íslendinga máli að tekið væri tillit til sérstöðu þeirra. Bretar hafi fyrir vikið stutt umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið og hvatt sambandið til þess að sýna Íslendingum eins mikinn skilning og hægt væri í samningsafstöðu sinni.
  • „Það þýðir ekki að það þurfi ekki að fara eftir einhverjum reglum en það samrýmist því mati okkar á Evrópusambandinu að þær reglur ættu að þjóna þeim tilgangi að stýra skilvirkum innri markaði en ekki kæfa niður framtaksemi og staðbundna hagsmuni eins og raunin virðist hafa verið til þessa,“ sagði Lidington. Finna þyrfti jafnvægið á milli frekari samruna innan sambandsins og sveigjanleika og þar væru Ísland og Bretland í sama liði.

Það er eitthvað nýtt, að Ísland og Bretland séu "í sama liði" í þessum efnum! Öll okkar langhelgisstríð háðum við við Bretland, sem barðist til dæmis svo harkalega gegn einkarétti okkar á fiskimiðunum innan 50 og 200 mílna, að það sendi hingað vígdreka sína; m.a. tóku 22 brezkar freigátur þátt í síðasta þorskastríðinu 1975-1976, og að minnsta kosti 54 árekstrar áttu sér þá stað við varðskip okkar, eins og lesa má um í bók dr. Guðna Th. Jóhannessonar, Þorskastríðin þrjú, Rvík 2006 (Hafréttarstofnun Íslands).

Eftir fullan sigur okkar yfir gamla heimsveldinu Bretlandi í landhelgismálunum gætti lengi óvildar í okkar garð þar í landi, m.a. í sjávarbyggðum, enda misstu þar margir atvinnuna. Þegar bankakreppan reið yfir og Icesave-málið komst á skrið, mátti víða á brezkum vefsíðum sjá uppblossaða reiði, hefnigirni og heitstrengingar vegna þroskastríðanna, þar sem brezka ljónið varð að hörfa með skottið á milli lappanna.

En Icsave-málið sjálft varð endurnýjað árásartilfelli Breta á hendur okkur. Ekki nægði brezku stjórninni minna en hryðjuverkalög gegn Íslandi, sem komu landinu í mikil vandræði og áttu að verða okkur til áfellisdóms í augum heimsbyggðarinnar, heldur hóf ríkisstjórn Gordons Brown árás á okkur með ólögvörðum milljarðahundraða-fjárkröfum á hendur ríkissjóði Íslands. Alger ósigur Breta í því kröfumáli blasti við, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn dómsúrskurð í febrúar síðastliðnum, en ekki fyrr en brezkum stjórnvöldum hafði tekizt að skekja hér allt samfélagið árum saman með sínum ólögmætu kröfum og þrengt svo að stjórnvöldum hér í krafti þeirrar lögleysu, að hinir aumustu í stjórnmálastétt Íslands létu undan ásókninni. Það var ekki fyrr en eftir frækilegar varnir grasrótarhreyfinga, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta landsins, og öfluga mótspyrnu mikils meirihluta kjósenda, sem stjórnvöld hér fóru að gefa því gaum, að það rétta fyrir þau væri einfaldlega að verjast á grundvelli laganna og byrja a.m.k. á slíkri aðgerð fyrir EFTA-dómstólnum. Niðurstaðan varð einmitt sú sem þjóðhollustu menn og gleggstu á texta laganna höfðu sagt fyrir: að réttur okkar yrði sannaður og varinn í slíku dómsmáli.

En það var svo sannarlega ekki Bretum að þakka og heldur ekki Evrópusambandinu, sem gerðist aðili að dómsmálinu fyrir EFTA-réttinum gegn hagsmunum Íslands!

Þegar þessi Evrópumálaráðherra Breta býður nú Ísland "hjartanlega velkomið" í Evrópusambandið og segir Bretland munu styðja inngöngu lands okkar, þá er í hæsta máta eðlilegt og tímabært, að Íslendingar rifji upp hina gömlu samskiptasögu og hvort við höfum nokkurn tímann getað gengið að stuðningi brezka ríkisins við lífshagsmuni okkar vísum. Dómur sögunnar svíkur engan þrátt fyrir viðleitni erlendra sendimanna. Við getum ennfremur verið viss um, að Bretar hyggja einmitt á að komast yfir að gramsa í íslenzkum fiskistofnum í stórum stíl og bæta sér margfaldlega allt tap sitt af því að glata einokun sinni í eigin landhelgi í Norðursjó við ESB-inngönguna, þ.e.a.s. ef þeim og öðrum miður vinsamlegum tekst að narra okkur inn í Evrópusambandið. (Þetta allra síðasta hér skrifar undirritaður í eigin nafni, ekki Þjóðarheiðurs, sem tekur ekki afstöðu til ESB nema að því leyti sem það hefur beitt sér gegn okkur í Icesave-málinu.)

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Getið treyst á Bretland sem bandamann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega! Við skulum bara fara aðeins yfir stöðuna hérna. Hver er okkar mesta óvinaþjóð ever? Bretar. Hverjir voru hér fiskandi upp í fjörur ölum saman? Hverja þurftum við að taka slag við og það þrisvar vegna lögsögunar? Hverjir réðust svo inn í landið 1941?

Hverjir settu á okkur hryðjuverkalög og kalla okkur öllum illum nöfnum útaf þessum makríl eða hvað sá helvítis fiskur heitir. Bretar eru okkar helstu óvinir og hafa alltaf verið, og munu alltaf vera. Ef fólk efast enþá þá má nefna framsalsbeiðni okkar á kauðþingssvíninu sem liggur enn í London og heldur áfarm að fitna. Bretar er óvinir okkar alveg nr 1 2 og 3!

ólafur (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 20:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir innleggið, Ólafur, en þarna verð ég að gera undantekningu á.

Sem betur fer voru Bretar fyrri til en Luftwaffe og þýzki sjóherinn til að hernema Ísland.

Jón Valur Jensson, 20.6.2013 kl. 20:20

3 identicon

Gott að sjá þig á fundinum í dag, Jón Valur, og spurning þín þar góðra gjalda verð, þó að ég deili ekki með þér slíkum "samsæriskenningum" (læt eftir þér að útskýra þetta fyrir lesendum athugasemda ef þú nennir). Að sama skapi leitt að hitta ekki á þig í lauginni í kvöld. Vil líka grípa til dálítilla varna fyrir Breta. Já, þeir fóru fruntalega fram í þorskastríðunum en hefðu þeir viljað sýna hörkuna sex hefðu þeir sökkt varðskipum eða hertekið þau á örfáum dögum. NATO-þátturinn hélt aftur af þeim, einnig almenningsálit í heiminum og ekki síður það sjónarmið að þeir vildu ekki kosta öllu til að vinna bug á þessari vopnlausu smáþjóð. Það var ekki það mikið í húfi fyrir þá.

Guðni Th. Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 23:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ólafur, Bretar voru alveg í fullum rétti ,,að veiða hér öldum saman".

Það er eins og fólk sumt haldi núna, að það hafi alltaf verið 200 mílna fiskveiðilögsaga frá landnámi.

Það er rangt.

Reyndar var íslendingum lengst af slétt sama þó einhverjir undarleg fley á sjónum væru í kringum landið. Þeir áttuðu sig ekki einu sinni á að það væri verið að veiða fisk. Þeim var slétta sama. Enda Ísland nánast 100% landbúnaðarsamfélag með öllu því sem því fylgir.

Íslendingar fóru á einhverjum pínu onku litlum skekktum rétt út fyrir flæðamálið með spotta og einhvern hálf-öngul.

Þeir þorðu ekki lengra! Þeir voru hræddir við sjóinn öldum samn. Skíthræddir.

Það var ekki fyrr en færeyingar komu hingað á jullum rétt fyrir 1900 og fóru að veiða inná öllum fjörðum, að íslendingar lærðu loksins að veiða fisk. Færeyingar kenndu þeim vinnubrögðin.

Síðan komu Nojarar og útfærðu veiðarnar betur og veittu frekari kennslu - og þá fór þetta smám saman að rúlla hjá íslendingum. Loksins. Nojarar kenndu íslendingum ma. að veiða síld. En síldin hafði verið fyrirlitin af innbyggjurum í gegnum aldirnar nema kannski af Akureyringum sem voru eitthvað með landnót. Sennilega útlendingar á Akureyri enda mikið til erlendur bær. Nú, Nojarar byggðu bókstaflega upp heilu bæjina si sona á Íslandi að Evrópskri fyrirmynd og því fylgdi mikið ríkidæmi.

Ríkidæmið sem fylgdi Nojurum við síldveiðarnar og uppbyggingu bæja, svo sem Seyðisfjarðar fyrir Austan, sést m.a á gömlum myndum frá þessum tíma. Fyrirmenn bæjarfélagsins voru eins í háttum og aðalsmenn í Evrópu!

Allt sem er til á Íslandi - það er komið frá útlöndum. Ísland og íslendingar eiga útlendingum allt að þakka. Ekki síst Bretum sem eru okkar helsta vinaþjóð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2013 kl. 00:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesalings Ómar Bjarki landlausi, honum er naumast sjálfrátt í þjóðarníðinu -- kannski eitthvað svipað og Jóhanni landlausa hér fyrr á öldum?

Heill og sæll, Guðni. Ég lauk mínu sundi af fyrr en þú, hygg ég!

En okkar góðu menn, Ólafur Jóhannesson og hjálparkokkar hans (og ekki síztur dr. Hannes Jónsson, síðar sendiherra) kunnu vel list hins mögulega: artem politicam, á sinni tíð, og vitaskuld voru þessar kringumstæður jafnan inni í myndinni, sambandið við Bandaríkin eða aðstaðan gagnvart þeim (sjá rit kollega þíns, dr. Vals Ingimundarsonar) og NATO, ásamt almenningsáliti heimsins og þróun þjóðréttarmála í þessa átt. Sigur okkar yfir Bretum var því engin tilviljun, og eins og vel kemur fram í bók þinni ofannefndri -- og afar áhugaverðri og læsilegri -- var þar spilað djarft og þó gætnislega á beztu sóknarkosti, einkum í brúnni á varðskipunum, og þú gefur margar glimrandi góðar myndir af því, með frásögnum af Guðmundi Kærnested, Eiríki Kristóferssyni o.fl. skipherrum og baráttumönnum Gæzlunnar.

Bretar komust á þessum árum ekki lengur upp með beinar stríðsaðgerðir af algrófasta tagi (eins og sð sökkva varðskipum viljandi) gegn öðru, að mestu leyti friðsömu Evrópuríki, verðurðu ekki að vera mér sammála um það?

Svo ætlaði ég mér að gefa hér örlítið, ágripskennt yfirlit um öll þorskastríðin og ósvífni Breta líka í byrjun aldar með því að ýta Dönum til að minnka landhelgina niður í 3 mílur, og einnig þá gerðust ofbeldis- og voðaverk, einkum á Dýrafirði gagnvart bátsverjum Hannesar Hafstein. Yfirgangur Breta reið svo sannarlega ekki við einteyming. Og svo kallar sá landlausi Bretana "okkar helztu vinaþjóð"!!! Ætli hann beygi sig ekki og bugti líka fyrir öllum þeirra ófyrirleitnu makríl-veiðiréttarkröfum?!

Sjáumst hér kannski aftur til meiri umræðna, Guðni. Góða nótt.

Jón Valur Jensson, 21.6.2013 kl. 02:28

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland hirðir lávirðis grunnsöluskatt af fiskinum , virðisaukin Vat [Vsk sem  leggst svo á launveltunar í UK. Þannig á UK mikla samleið með Íslendingum sem er með kostnaðar minnstu sjávarafurðir í heimi , þarf ekki einu sinni að niðurgreiða þessi almenu prótín. EU , ESS fjárfestir í að hagræða í söluskattgrunni Meðlima ríkja, til ná sem mestu inn í reiðfé á loka sölustigi  á Meðlimanna almennu borgara mörkuðum.  David Lidington vill fækka líkamlegum og andlegum erfiðstörfum  í Vsk grunni ekki bara heima hjá sér heldur allstaðar því þetta er mannvinur. Auðveldara starf  merkir ekki hærri reiðufjár innkomu hjá  einstakling á ævinni. Menntun getur gert störf einfaldari ekki bara tölvur og tækni. Þetta þarf alltaf að skoða í ljósi heildar reiðufjár innkomu lögsögu sem vegur þyngra en draumar einstaklinga út fyrir heildar reiðufjáramma. Setja lög til að tryggja meira raunvirði reiðufjár tekna er  Íslensk langloka, sem litar alla umræðu hér. Raunvirði hefur merkin á því sem ber vsk. og selst almennt í borgríkjum erlendis. Ekki tekjum að nýju reiðu fé í umferð á hverju skatta ári.     Peningur endurnýjast á hverju skatta ári,þegar nýjar rauneignir seljast með sölu skatti.  Annað inna sama skatta árs er tví eða fjöl sköttun sköttun á sömu nýju eign.

Júlíus Björnsson, 28.6.2013 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband