Hvenær fáum við afsökunarbeiðni frá Icesave-baráttuþingmönnum og ráðherrum?

Sannarlega má taka undir með þeirri áskorun almenns fundar Dögunar, að þingmenn, "einkum núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna sem hvöttu Íslendinga til að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana, sjái sóma sinn í að biðja kjósendur afsökunar á þeim orðum sínum að kjósendur nýti ekki rétt sinn til að taka lýðræðislega afstöðu í jafn umdeildu og alvarlegu máli og Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar voru." (Leturbr. hér.)

En seint virðist bóla á afsökunarbeiðni ráðamanna og þeirra tæpl. 70% þingmanna sem greiddu atkvæði með síðasta Icesave-frumvarpinu. Birgir Ármannsson á Alþingi í gær, skv. leiðara Mbl. í dag:

  • Ekki einungis alþjóðlegar stofnanir þyrftu að draga lærdóm af dómnum í Icesave-málinu heldur einnig ríkisstjórn Íslands, sem ráðherrann hefði gleymt að nefna. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins unnið ítrekað að því að koma Icesave-samningum í gegnum þingið heldur hefði hún hvað eftir annað barist gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um málið. Þetta sé nauðsynlegt að rifja upp, sérstaklega þegar í hlut eigi stjórnmálamenn sem státi af því að vera hinir mestu lýðræðissinnar og helstu stuðningsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna.

Og skv. sama leiðara ...

  • Unnur Brá spurði að því hvort ráðherrann væri enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið af ríkisstjórninni að reyna að koma Svavarssamningunum óséðum í gegnum þingið og fór Steingrímur með nákvæmlega sömu röksemdir og hann gerði á þeim tíma sem hann sagði þá samninga glæsilega niðurstöðu. Ekki hafi verið um neitt annað að ræða en semja og að réttlætanlegt hafi verið að pukrast með innihald samninganna þar sem viðsemjendurnir hafi viljað hafa efni þeirra trúnaðarmál. 

Og sannarlega má taka undir með ályktunum leiðarahöfundar:

  • Og auðvitað er líka skelfilegt að ráðamenn skuli enn vera þeirrar skoðunar að þeir hafi ekkert gert rangt þegar svo augljóst er orðið að þeir hafa ekki aðeins tekið ranga afstöðu heldur einnig stórhættulega afstöðu á öllum stigum málsins. Meginatriðið er að þjóðarhagur var aldrei settur í öndvegi í þessu máli, einungis ríkisstjórnin og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, en eins og margoft hefur komið fram getur hvorugt án hins verið 

Þetta síðastnefnda kemur t.d. skýrt fram HÉR, þ.e. að ESB vann hlífðarlaust og harkalega gegn okkur í ICESAVE-málinu frá upphafi til enda.

JVJ tók saman.


mbl.is Biðji kjósendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, þetta er alveg borðleggjandi.  Við eigum rétt á því að þetta fólk biðji þjóðina afsökunar á þessu glapræði sínu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2013 kl. 12:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er aðdáunarvert hvað margir unnu vel og stóðu ákveðið á rétti okkar,fólk fyrir austan,vestan norðan og síðan hóparnir hér sem brugðu blysum á loft hjá forsetanum. Jón Valur mér svo minnisstætt þegar Loftur varaformaður upplýsti okkur um gallaða innstæðutryggingakerfi Esb. Síðan hafði hann samband og gat sagt fyrr að greiðsla Icesave hefði farið fram osfrv.. Þeim manni langaði mig að þakka,bið þig fyrir kveðju,er búin að gleyma hvar hann skrifar. Ykkur sé ég daglega og heyri í þér á Sögu Jón Valur, hafið bestu þakkir.( Það mundi líklega kallast bummer hjá mér eftir að þessi stórkostlegi dómur var uppkveðinn,ég er slökuð og þá um leið hundlöt.) Bkv.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2013 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband