Réttlætið og íslenzka þjóðin og samstaða hennar gegn brigðulli stjórnmálastétt vann Icesave-málið í EFTA-dómstólnum!

Niðurstaðan er fengin: FULLUR SIGUR, staðfestur jafnvel með því, að Ísland þarf engan málskostnað að bera, heldur ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og Evrópusambandið! Mega þeir nú skammast sín á Rúv sem boðuðu það til síðasta dags, að ESA hefði aldrei tapað máli og að allt væri því hér í hættulegri óvissu. 

  • Dómstóllinn taldi að tilskipunin gerði ekki ráð fyrir að EES-ríki væri skuldbundið til að tryggja þá niðurstöðu sem ESA hélt fram um greiðslur til innstæðueigenda á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi þegar jafnmiklir erfiðleikar geysuðu í fjármálakerfinu og raunin hefði verið á Íslandi. Þannig léti tilskipunin því að mestu leyti ósvarað hvernig bregðast ætti við þegar tryggingarsjóður gæti ekki staðið undir greiðslum. Dómstóllinn benti í því sambandi á að eina ákvæði tilskipunarinnar sem tæki til þess þegar tryggingarsjóður innti ekki greiðslu af hendi væri að finna í 6. mgr. 7. gr. hennar, en þar væri kveðið á um að innstæðueigendur gætu höfðað mál gegn því innlánatryggingarkerfi sem í hlut ætti. Hins vegar kæmi ekkert fram í tilskipuninni um að slík réttarúrræði væru tiltæk gegn ríkinu sjálfu eða að ríkið sjálft bæri slíkar skyldur. Þá taldi dómstóllinn að fyrsta málsástæða ESA [þ.e. "að Ísland hefði brugðist skyldum sínum samkvæmt tilskipuninni og þá sérstaklega samkvæmt 3., 4., 7. og 10. gr. hennar"] hefði hvorki stoð í dómaframkvæmd né öðrum reglum sem teknar hefðu verið inn í EES-samninginn. 
  • Með dómi sínum í dag sýknaði EFTA-dómstóllinn íslenska ríkið af kröfum ESA. (Mbl.is.)  

Sjá hér fréttatilkynningu  EFTA-dómstólsins á íslenzku um dóminn.

Samstaða þjóðarinnar var mikil í þessu máli, en sú samstaða vannst þó fyrir þrautseiga baráttu margra einstaklinga og nokkurra samtaka gegn sameinuðum straumi margra fjölmiðla, einkum Rúv og 365 miðla (Morgunblaðið og Útvarp Saga voru nánast einu undantekningarnar), álitsgjafa í háskólasamfélaginu, vinstri flokkanna beggja, ríkisstjórnarinnar (þ.m.t. Össurar sem nú er í vandræðalegri stöðu) og frekra bloggara sem gengu fram með frýjunarorðum og jafnvel beinum svívirðingum um baráttu þjóðarinnar í þessu máli. Þeir ættu nú allir að biðja þjóðina afsökunar á óþjóðhollu framferði sínu.

Með baráttu fernra frjálsra samtaka (InDefence-hópsins, Þjóðarheiðurs - samtaka gegn Icesave, Advice-hópsins og Samstöðu þjóðar gegn Icesave) tókst að koma í veg fyrir bein spellvirki stjórnmálastéttarinnar á fjárhag ríkisins, efnahag fólks og komandi kynslóða, þ.e.a.s. með því að kalla fram þær tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, sem stöðvuðu svikaferlið sem í gangi var á Alþingi á vegum helztu Icesave-postulanna, Steingríms og Jóhönnu, Össurar og Gylfa Magnússonar, Árna Þórs Sigurðssonar og jafnvel undir lokin Bjarna Benediktssonar og þess meirihluta í þingflokki hans sem ekki hafði bein í nefinu til að standa gegn stuðningi hans við Buchhheit-samninginn.

Heill sé hinum á þingi, sem börðust gegn þessu svika- og prettamáli, fólki eins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Birgi Ármannssyni, Pétri Blöndal, Unni Brá Konráðsdóttur, Höskuldi Þórhallssyni, Vigdísi Hauksdóttur, Gunnari Braga Sveinssyni o.fl. 

Og til hamingju, íslenzka þjóð. Nú er léttara yfir okkur flestum og skýrari sjónin. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Jón Valur.

Kaus sjálfur með síðasta samninginn en er að sjálfsögðu ævinlega þakklátur fyrir baráttur Nei-ara nú þegar niðurstaðan liggur fyrir.

Nú þurfa menn að taka höndum saman hér á Íslandi, bera klæði á vopnin og halda áfram inn í framtíðina með bjartsýni og bros á vör í farteskinu.

Aftur, Nei-arar, Tim Ward og Ólafur Ragnar eru án nokkurs vafa þjóðhetjur í dag.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja við höfðum þetta félagar.

Skilaðu kveðju til Lofts ef þú heyrir í honum Jón Valur.

Hann var sverð okkar og skjöldur, rökhyggja hans óbrigðul.

Þetta er stór dagur. 

Sigurdagur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:30

3 identicon

28. janúar

Ættí framtíðinni að vera þjóðhátíðardagur íslendinga no 2.

Við megum aldrei gleyma þessarri rassskellingu á ESB. og Jógrímu.

Hverjir fara illa út úr næstu kosningum??

Gettu tvisvar....

jóhanna (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þess ber að geta að það voru braskaranir sem komu okkur í þessa klípu, ekki núverandi ríkisstjórn.

Þó svo að við getum ekki verið öllu sammála þá er alveg óþarfi að falsa söguna.

Stjórnmálamennirnir höndluðu sennilega rétt þegar öllu er á botninn hvolft.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2013 kl. 11:53

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er glæsilegur sigur fyrir okkur Íslensku Þjóðina Jón Valur og takk til þín og allra þeirra sem höfðu fyrr því að berjast gegn Ríkisstjórninni í þessu mikla óréttlætismáli sem Ríkisstjórninni var svo mikið í mun að troða á herðar okkar bara sí svona...

Það þarf að rannsaka för Ríkisstjórnarinnar í þessu máli finnst mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.1.2013 kl. 12:00

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, þið öll.

Já, Ómar, Loftur Altice Þorsteinsson á mikinn heiður skilinn í þessu máli. HÉR er sú vefsíða hans, þar sem hann hefur tjáð sig mest í seinni tíð. Hann hefur líka alla tíð verið öflugur baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslands og staðið gegn svikaferlinu þar sem reynt er að koma því til leiðar, að land og þjóð verði innlimuð í evrópska stórveldið ESB.

Hér vantaði vitaskuld margt í greinina, en augljósust vöntun að geta ekki um forseta Ísands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, sem reyndist okkur hér betur en nokkur stjórnmálamaður hefur gert allt frá því, að Jón Sigurðsson forseti var uppi. Heill forseta vorum!

Jón Valur Jensson, 28.1.2013 kl. 12:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var vitaskuld ekki að þakka Guðjóni Sigþóri Icesave-málsvara fyrir neitt með innleggi mínu, sem skrifað var, áður en ég sá hans innlegg!

Jón Valur Jensson, 28.1.2013 kl. 12:02

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Til hamingju íslensk þjóð.
Við börðumst og við höfðum sigur!

Guðni Karl Harðarson, 28.1.2013 kl. 14:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Jón Valur.

Ég gleymi aldrei þegar þú sast yfir þingumræðunni í des 2009 og upplýstir okkur hin jafnóðum um hvað væri að gerast.

Svona gera aðeins alvöru menn.

Að ég minnist ekki á allt hitt.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 15:02

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hamingju félagar og takk fyrir ánægjulegt samstarf, held við höfum bara staðið okkur ágætlega í þessu félagi. Jón Valur og Loftur sérstaklega, en aðrir félagar líka, auk Indefence og öflugs teymis lögfræðinga í málsvörninni á þessu síðasta stigi, þ.e. málsókn ESA/ESB/EFTA. Verð að segja að mér leiðist ekki að sjá embættismannaveldið í Brüssel fá svona flengingu.

Theódór Norðkvist, 28.1.2013 kl. 15:04

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hamingju félagar.

Theódór Norðkvist, 28.1.2013 kl. 16:51

12 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Til hamingju líka Jón Valur! Þú varst afar ötull að leita heimilda um þetta mál og upplýsa um framgang þess.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.1.2013 kl. 17:43

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jæja það er ágætt að þið eruð ánægðir þið hægri kallarnir.

Satt best að segja hefðum við komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu með milliríkjasamningunum sem kenndir eru við Icesave. Nú hafa 93% skuldanna verið greiddar og ljóst að þessi 7% sem eftir standa verða einnig greiddar.

Munurinn er í raun sá að við hefðum fengið mun fyrr hærra lánshæfnismat hefði samningaleiðin ekki verið trufluð. Við megum kannski þakka ykkur hægri mönnum og Ólafi Ragnari fyrir að borga hærri vexti undanfarin misseri en hefði orðið.

Þessi Icesave mál eru einhver furðulegasti þvættingur og þvæla sem hefur verið hafin upp í efsta veldi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2013 kl. 18:45

14 Smámynd: Elle_

Gleðilegan ICEsave-sigur, allir félagar og landsmenn.  Nema þeir sem ætluðu með okkur til Kúbu.  Nú geta þeir farið upp á eigin spýtur.  Með næsta skipi væri æskilegt, verði þetta lið ekki fyrir landsdómi eða sakadómi.

Hlægilegt að hlusta á þetta fólk núna tala um að við hefðum samt átt að semja, það hefði ekki getað skaðað okkur neitt.  Sem það hefði svo sannarlega getað gert.  Þar fara fremstir þeir sem kölluðu andstæðinga nauðungarinnar 'þjóðrembinga' og 'öfgamenn'.

Hægri hvað, Mosi??  Hverjir eru hægrimenn?  Og hvað kemur það málinu við?  Við semjum ekki um kúgun og nauðung, hvað sem ykkar peningum líður.  Viltu ekki samt segja okkur: Hvað eruð þið búin að vera að borga mikið af því sem þið ætluðuð samlöndum ykkar, börnunum okkar, okkur?

Elle_, 28.1.2013 kl. 19:01

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Guðjón, ertu svona tregur eða ertu viljandi að leika þig svona fífl??

Það voru vextir á ICEsave samningnum, og útgreiðsla þrotabúsins miðast við fast gengi þess dags sem krafa Tryggingasjóðs var viðurkennd.

"Samkvæmt mati sem fjármálaráðuneytið vann fyrir Svavar Gestsson og miðast við 7. maí 2012 (miðað við gengi krónunnar 1. mars 2012) var heildarvaxtakostnaður íslenska ríkisins vegna Icesave 3 samningsins, hefði hann verið samþykktur, kominn í um 80 milljarða. Vaxtakostnaður af Icesave 2 (vaxtahlé) var kominn í 182 milljarða og Icesave 1 í 248 milljarða. Allt auðvitað í erlendri mynt sem ekki er til þ.a. gengið hefði veikst enn meira og kostnaðurinn orðið enn meiri. " . (úr grein Sigmundar Davíðs).

Hvað er svona flókið við þetta, og af hverju er svona erfitt að biðjast afsökunar á röngum málflutningi frá fyrsta degi.

Það má vel vera að við tökum afsökun þína til greina.

Prófaðu allavega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 20:32

16 Smámynd: Elle_

Líka, Mosi, ekki segja við okkur að núverandi ríkisstjórn, ICEsave-stjórnin, hafi ekki verið sökudólgurinn.  Sökudólgur no. 1, 2, 3, Mosi.  Þú ert samt alls ekki einn um að neita sekt þessara höfuðsökudólga.

Væri ekki fyrir eilífðarbaráttu ríkisstjórnarflokkanna fyrir evrópsk heimsveldi, gegn ísl. þjóðinni sem þeir áttu að vera að verja og vinna fyrir, hefði ESB-ið ykkar og bresku og hollensku ríkisstjórninar, verið ein að vinna gegn okkur, en ekki verið á góðri leið með að koma okkur í gjaldþrot með endalausum og niðurlægjandi nauðungarsamningum.

Og minni þig svo á að ÞJÓÐARHEIÐUR er ÓPÓLITÍSK SAMTÖK, eins og segir ofarlega í síðunni til vinstri.  Við erum ekki hægri-samtök  eins og oft hefur ranglega verið haldið fram af ykkar ESB-ICEsave hópi.

Elle_, 28.1.2013 kl. 21:00

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, Elle og Ómar, fyrir ábendingar ykkar og rökfærslur hér gegn furðu-málflutningi Guðjóns Sigþórs málvinar míns Jenssonar, meðan ég var fjarri umræðunni og síðan að fagna með góðu fólki í Slipphúsinu í samkvæmi sem InDefence-hópurinn bauð til, auk annars

Heilar þakkir, þið öll, sem fagnið hér með fagnendum og hafið flest hver átt ykkar góða þátt í að stuðla að þeirri útkomu, sem nú er fengin í þjóðarþágu. Ef einhver hlekkur í þeirri atburðakeðju, sem leiddi til þessa, hefði brugðizt --- t.d. InDefence-hópurinn ekki byrjað sína upplýsingastarfsemi og undirskriftasöfnun, þjóðin ekki tekið þátt í því í fjölmiðlum og öðrum virkum félögum eins og Þjóðarheiðri, Samstöðu þjóðar gegn Icesave og Advice-hópnum og með þátttöku sinni í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum --- og ef forsetinn hefði ekki sinnt áskorunum þjóðarinnar, þvert gegn meirihluta Alþingis --- og ef Framsóknarflokkurinn hefði svikið lit, eins og meirihluti þingflokks sjálfstæðismanna gerði í Buchheit-málinu --- þá hefðum við aldrei fengið að komast að því, hvert réttlætið væri í málinu samkvæmt ströngustu lögfræðilegri greiningu og lokaúrskurði. Þessi niðurstaða er þeim mun meira fagnaðarefni.

Mestallan tímann vann ríkisstjórnin hér gegn hagsmunum landsins, málstað, sæmd og hag þjóðarinnar. Hún stendur nú og framvegis fyrir dómi sögunnar.

Jón Valur Jensson, 28.1.2013 kl. 22:55

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fær maður að heyra að yfir 90% þjóðarinnar séu hægri menn. Gremjan yfir því að illa skyldi ekki fara er hreint sprenghlægileg, en þó aumkunarverð í sama augnabliki. Enn er Evrópusambandshyskið gersamlega ignorant um hvað þetta mál snerist eftir alla þessa umfjöllun og 15000 fréttir af því.

Hvernig er þetta hægt?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 08:07

19 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Já, yfirmáta skondið mál og neyðarlegt fyrir þetta Evrópusamband, nafni!

Kær kveðja með þakklæti fyrir þína baráttu alla. –JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 29.1.2013 kl. 08:30

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Um leið og ég þakka öllum þeim sem lögðu grunninn að þeim úrskurði sem þjóðinni var dæmdur í gær, þykir mér full ástæða til þess að benda óánægðum á að andstaðan við Icesave snerist aldrei um hægri eða vinstri heldur lífsafkomu þjóðar. 

Ja, nema ef til vill hjá stjórnvaldinu og þeirra fylgifiskum.  En framganga þeirra hefur nú nær því gengið að vinstrinu dauðu.   Sem er miður, þvi við þurfum að hafa "ballans" í pólitíkinni.

Sé það satt að 90% þjóðarinnar verið beint til hægri - þá vitum við hver ber ábyrgð á því.

Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 18:24

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fleiri en eg eru með aðra skoðun en þið. Hvað kostaði töfin þjóðarbúið? Hafið þið einhverjar hugmyndir um það?

Endilega kíkið á meðfylgjandi slóð eins af eldri og varkárnari viðskiptafræðingum þjóðarinnar. Björgvin Guðmundsson tala enga tæpitungu sem þið mættuð athuga betur þó seint sé: http://gudmundsson.blog.is

Ef við hefðum fengið betri viðskiptakjör samfara auknu trausti og hærra lánsfjármati, lækkandi vöxtum etc. etc. hefði Ólafur Ragnar staðfest Icesave hvort sem er nr. 2 eða 3, í ljós hefur komið að næg innistæða var fyrir öllum skuldbindingum. Við hefðum haft meiri hagvöxt, meiri erlenda fjárfestingu og betri lífskjör ef tilfinningaleg rök hefðu ekki borið skynseminni ofurliði.

Endilega kíkið á rök Björgvins kæru hægri menn. Hann hefur rök að mæla!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 22:01

22 Smámynd: Elle_

Endilega haltu þessu uppi, Mosi hægri maður, býst við að allir viti að þú sért ekki, alls ekki, einn um þessa villu.  Og þú svaraðir aldrei spurningunni minni að ofan í lokin (19:01).

Óþarfi að semja um ólöglega kröfu.  Og marklausu matsfyrirtækin eru engin rök.  Tímatap eru fáránleg rök í þessu hættulega máli. 

Við hefðum getað verið dregin fyrir dóm samt, þótt við hefðum gert það sem þið vilduð.

Elle_, 29.1.2013 kl. 22:44

23 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikil er trú ykkar hægri manna.

Endilega lítið á bloggfærslu eins af reyndustu og sjóuðustu viðskiptafræðingum landsins:

Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið

Slóðin er: http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/

hversu mikið kostaði andóf ykkar?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 22:53

24 Smámynd: Elle_

Ansi mikil forherðing að vaða hingað inn, aftur og aftur, og stimpla fólk ranglega, eins og þú gerir.

Elle_, 29.1.2013 kl. 22:59

25 Smámynd: Elle_

Komdu inn, eins oft og þú vilt, með rök, en hættu að stimpla okkur.   Við erum ópólitísk samtök og vinnum ekki fyrir hægri eða vinstri innan samtakanna.

Elle_, 29.1.2013 kl. 23:10

26 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrirgefðu Elle hver sem þú kannt að vera undir þessu dulnefni: eg botna ekkert hvert þú ert að fara.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 23:11

27 Smámynd: Elle_

Eg er ekki undir dulnefni.  Fólk kallar mig Elle og ég nota það, eins og þú kallar þig oft Mosi, eins og þarna í no. 7

Í alvöru er mér orðið nákæmlega sama hvort þú botnar í mér eða ekki, en hættu að stimpla okkur.

Elle_, 29.1.2013 kl. 23:28

28 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stimpla hvað og hvernig? Hvað áttu við „Elle“?

Kannski rökþrota?

E.t.v. gott að sjá að sér þó seint sé. Þessi leiksýning um Icesave er búin!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 23:59

29 Smámynd: Elle_

Bara hættur að snúa út úr?  Og engin rök enn??  Prófaðir þó að nota dulnefni og matsfyrirtæki og tímatap sem rök fyrir kúgun.  Og ekki bara í þessari síðu. 

Sættu þig bara við ósigur kúgunar ykkar, ómerkilega verkfæri Jóhönnu og co.

Elle_, 30.1.2013 kl. 23:50

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þessi leiksýning um Icesave er búin!" (Guðjón).

Þú ert ótrúlegur, karlinn minn.

Lestu efri leiðara Moggans í dag, Forhertir sem fyrr, um undanfærslur og sjálfsréttlætingu Steingríms J., sem þú vilt örugglega gera að þinni eigin, en sýnir einbera forherðingu stjórnarliða eftir hinn dagljósa dóm, sem sannaði sakleysi okkar, svo að ekki varð um villzt.

En nei, þið sættið ykkur ekki við það -- Steingrímur hefði heldur viljað "samningaleiðina" sem hið hótandi og fjárkúgandi Evrópusamband lagði svo fast að okkur, enda er sá hinn sami Steingrímur í snatabandi hjá Samfylkingunni, og það á víst um þig líka.

Jón Valur Jensson, 31.1.2013 kl. 08:03

31 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi leiðari Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu er eins og klassískur kommúnistaleiðtogi hafi ritað og tjáð sig. Þarna er skautað fram hjá ýmsu. T.d. er mjög athyglisvert hvernig Davíð forðast að minnast aðdragandans að þessu öllu saman sem olli ógæfu okkar.

Hann breytti örugglega ekki rétt þegar hann tæmdi sjóði Seðlabankans síðustu vikuna fyrir hrun, afhenti bröskurunum varagjaldeyrissjóð þjóðarinnar án tilhlýðandi trygginga og ónýtra veða. Svo talar hann nokkrum dögum síðar að við borgum ekki skuldir óreiðumanna!

Svona var nú það og þið segið ekkert!

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 08:16

32 Smámynd: Elle_

Hægri hatur þitt rænir þig rökhugsun.  Þú lætur enn eins og málið snúist um vonda hægri menn, en andstæðingar ICEsave-samninganna koma frá hægri, vinstri, miðju og öllu þar í milli, nema auðvitað úr ESB-flokki Jóhönnu.  Þar er bannað að hafa nema 1 skoðun. 

Elle_, 31.1.2013 kl. 18:31

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þú átt bágt, Guðjón, og hefur þar að auki sennilega ekkert vit á ráðstöfunum Seðlabankans kringum bankahrunið. Ég hef góðar heimildir fyrir því, að neyðarlögin hafi umfram allt verið undirbúin og formuð þar fremur en í ríkisstjórn Geirs og Imbu og bankamálaráðherrans BGS.

Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 01:40

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og neyðarlögin og nákvæmlega það hvernig þau voru formuð (í hvaða röð ákvarðanir skyldu teknar) voru mikilvæg forsenda þess, að úrskurður EFTA-dómstólsins gat orðið svo afgerandi sem hann varð, sbr. jafnvel vitnisburð hinnar Samfylkingarhollu Sigrúnar Davíðsdóttur um það í fréttum Rúv 28. eða 29. janúar sl.

Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 01:43

35 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar rætt er um svonefn neyðarlög sem ríkisstjórn Geirs Haarde setti, þá urðu þau til þess að Bretar beittu hermdarverkalögunum sem bættu gráu ofan á svart. Atburðarásin varð mjög hröð og við verðum að ahuga það að ástandið var ekki gott.

Einn af kunningjum mínum, hæstaréttarlögmaður var úti í Lundúnum um þetta leyti. Hann sagði mér síðar að það hafi verið hreint afleitt að vera Íslendingur. Hvergi var unnt að taka út pening með debetkorti. Meira að segja að greiða fyrir smávik var ekki auðvelt.

Í þessum kringumstæðum varð að gera e-ð til að halda íslenska samfélaginu gangandi. Bókstaflega allt var í upplausn, ríkisstjórn Geirs Haarde vissi varla hvaðan á hana stóð veðrið! Óvissan var algjör. Er fólk virkilega búið að gleyma þessu ástandi?

Við höfum alla vega ríkisstjórn sem tókst að finna leið út úr öngstrætinu. Mikilsverður liður var að vinna með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem ríkisstjórnin gerði. Og þar sem ekki var tekið tillit til sjónarmiða braskaranna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum þá gekk betur að finna leið út úr vandræðunum.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út að við hefðum verið komin lengra út úr efnahagserfiðleikunum núna ef forseti braskaranna hefði ekki neitað undirritun Icesave fyri 3 árum. Telur Björgvin að við höfum tapað að lágmarki 20 milljörðum á ári vegna þessa. Viðskiptakjör okkar hefðu fyrr verið hagstæðari sem og lánshæfnimat og vaxtakjör. Hagvöxtur hefði verið meiri og hagur heimilanna betri.

Eruð þið virkilega svo siðblindir að sjá ekki þessar staðreyndir?

Þið hafið viljað hefja herferð gegn betri vitund að þessi leið hefði verið betri. „Heiður“ og hagur er sitthvað. Það sem skiptir okkur meira máli er hvernig efnahagur okkar er og þessi leið sem forseti braskaranna valdi og þið með hefur því miður reynst heimilunum í landinu dýr, já meira að segja rándýr!

Davíð ykkar Oddsson er slæmur hugmyndasmiður ykkar og fyrirmynd. Hann jós úr Seðlabankanum öllum gjaldeyrisforða landsins í bankana og kemur síðan nokkrum dögum síaðr í viðtal og segir á sinn kæruleysislega hátt: „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“. Þá hafði hann ráðstafað hundruðum milljarða í þessa sömu menn!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2013 kl. 22:39

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu virkilega svo blindur, Guðjón, að hafa ekki tekið eftir þeirri staðreynd, sem löngu er fram komin í almennri umræðu, að neyðarlögin gögnuðust einmitt Bretum ágætlega, að þau voru þeim í hag?

Davíð Oddsson hefur að mínu mati staðið sig stórglæsilega í vörn íslenzku þjóðarinnar í Icesave-deilunni, einkum í öflugum, vel rökstuddum skrifum um þau mál, ólíkt aumkunarverðum Samfylkingarviðhengjum eins og þér o.fl. hér á Moggabloggi.

Þetta persónulega álit mitt breytir því ekki, að Davíð Oddsson var aldrei "hugmyndasmiður [o]kkar" í Þjóðarheiðri né "fyrirmynd", þegar við stofnuðum til samtakanna og mótuðum stefnu þeirra, en við, þessir 82, komum saman úr mörgum áttum. Réttlætiskenndin og lagalega vörnin, á traustum grunni, var okkur alveg nóg, en vitanlega líka hlustað á marga frábæra lögspekinga og sérfræðinga í þessum málum, sem þú og þínir líkar skelltuð gjarnan skollaeyrum við. Sem betur fer var ykkar "ráðum" ekki fylgt í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur - né heldur tóku EFTA-dómararnir marka á veikburða málflutningi í ykkar anda.

Auk (eða meðal) þeirra margnefndu erlendu fræðimanna, sem á þessu vefsetri hefur verið vitnað til um, að staðfest hafi réttmæti málstaðar Íslands, var hagfræðingurinn Sir Howard John Davies, fyrrv. forstjóri brezka fjármálaeftirlitsins, FSA, fv. aðstoðarbankastjóri Englandsbanka og fyrrv. rektor (Director) London School of Economics (LSE) 2003-2011.

Vituð ér enn eða hvat?

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 15:32

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og af hverju ætli sjálft Financial Times og Wall Street Journal hafi varið Ísland í leiðurum sínum! Þeir hafa örugglega gleymt að hafa samband við þig eða Þórólf Matthíasson!

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband