Varað við ranghugmyndum Rúv um ESA-málið og „vörnum“ í höndum vitlausra manna!

Með ágætum hefur Árni Páll tekið á Icesave-málinu í sumar (sjá fréttartengil neðar), en nú mega óæskilegir menn ekki klúðra málum. Lesum frábæran leiðarabút:

Ríkisútvarpið hefur forystu fyrir því að enn er reynt að ala á ranghugmyndum um að EFTA-dómstóllinn, sem forystumenn ESA monta sig af að hafa í vasanum, sé úrskurðaraðili í Icesave-deilunni. Þar deila aðilar og stofnanir með starfsvettvang og heimilisfesti hjá þremur sjálfstæðum þjóðum. Enginn þessara aðila hefur beint nefndu máli til ESA. Stofnunin tók málið að sér að eigin frumkvæði og var Norðmaðurinn sem í forystu var lykilmaður í þeirri gjörð og varð sjálfum sér og þeirri stofnun til álitshnekkis með glannalegum og óábyrgum yfirlýsingum.

Íslenskum stjórnvöldum, og utanríkisráðuneyti Íslands sérstaklega, bar að fordæma þá framgöngu alla. Það gerðu þau þó ekki. Það var vegna þess að hótanir og oflæti hins norska formanns ESA hentaði þeim, sem liður í herferð óttans gegn íslensku þjóðinni í Icesave-málinu. Fólk finnur til flökurleika þegar það heyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur segja að þau muni sjá um „varnirnar“ fyrir Íslands hönd í þeim skrípaleik sem ESA-stofnunin hefur stofnað til. Þau hafa frá upphafi komið fram sem baráttumenn andstæðinga Íslands í málinu.

Það er hárrétt sem fram kemur í orðum Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann fjallar um þetta mál: „Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn sem stóðu að samningunum um Icesave skuli sitja áfram á ráðherrastólum og tala núna eins og þeir séu best til þess fallnir að verja málstað Íslands fyrir EFTA-dómstólnum.

Þetta var aðeins hluti leiðarans. Lesið hann allan í Morgunblaðinu í dag.

Einnig er minnzt á Icesave-málið í Staksteinum dagsins. Þeir eru HÉR! á opinni vefsíðu fyrir alla að lesa: 'Festa að hætti forsætisráðherra'.

JVJ.


mbl.is Vel haldið á Icesave-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður doktosverkefni fyrir einhvern af stjórnmálafræðingum framtíðarinnar, að greina það hvers vegna í ósköpunum íslensk stjórnvöld lögðu svo mikla áherslu á að gangast í ábyrgð fyrir kröfur á hendur þrotabúi einkarekins fyrirtækis.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2011 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Satt segir þú, Guðmundur, og þakka þér fyrir innleggið, sem ég var fyrst að taka eftir núna.

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband