Glæsilegur Sigmundur Davíð í Mbl-sjónvarpsviðtali um ákvörðun ESA í Icesave-máli

"EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu". Þannig voru lokaorð Sigmundar Davíðs í magnað góðu viðtali við Hall Má Hallsson (Hallssonar Símonarsonar!), blaðamann Mbl. Þetta rúml. 3 mín. viðtal verða allir að sjá! Sigmundur er greinilega maður með meira bein í nefinu en Steingrímur, hvað sem líður útliti ...

Hér er allur síðasti hluti viðtalsins (frá 2:02 mín.):

  • "En með því að láta þrotabúið greiða þetta, eins og því ber, þá eru þeir að fá gríðarlega háar upphæðir, sem þeir hefðu ekki fengið ella. Hollenzkir innistæðueigendur fá allt sitt tryggt, sem þeir hefðu ekki gert allir með gamla samkomulaginu, góðgerðarfélög, ensk sveitarfélög fá allt sitt o.s.frv., svoleiðis að þeir ættu að vera mjög sáttir við þessa niðurstöðu.
  • Hallur: "Þannig að þú telur okkur vel undirbúin fyrir þetta?"
  • "Já, við erum það, og jafnvel þó að EFTA-dómstóllinn kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, að Íslendingar hefðu átt að greiða strax út 1700 milljarða króna í erlendri mynt, þegar gjaldeyrisvaraforði landsins var 350 milljarðar – jafnvel þótt hann kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, þá er samt mjög hæpið og raunar ómögulegt að dæma Íslendinga til að greiða einhverjar skaðabætur. EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu."

Þvílík einurð og hikstalaus þekking og krufning á málinu niður í kjölinn! Og þetta rennur allt upp úr honum í þessu leiftrandi viðtali.

Sjá einnig fyrri greinar hér í dag:

Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum 

Og þessi rituð snemma í morgun, áður en ESA-fréttin barst:

Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím

JVJ.


mbl.is Tengist taugaveiklun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snautlega stutt var rætt við Sigmund í 18-fréttum Rúv í kvöld, kannski 1/5 af þessum texta og 1/15 af Mbl-sjónvarpsviðtalinu!

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi senda hótun á Breta og Hollendinga um að stoppa greiðslur til þeirra ef þetta mál verður ekki dregið til baka. Það væri þeim í hag ef þeir hugsa þá þannig því allt er þetta pólitískur leikur. Allir vilja sýnast vera einhvað.

Valdimar Samúelsson, 14.12.2011 kl. 18:20

3 identicon

óborganlegt, annað spaugstöfuviðtalsefni við Sigmund.  Hann er ekki mjög kænn stjórnmálamaður að gefa grínfæri á sér svona aftur og aftur.

Jonsi (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 14:23

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum JÁ-Icesave-sinna í kjölfar ákvörðunar ESA dómstólsins að taka málið fyrir. JÁ-sinnar voru búnir að spá öllu illu í upphafi sem rættist nú aldeilis ekki. Nú tala þeir aftur eins og himnarnir séu að hrynja.

Við NEI-sinnar vildum alltaf að málið færi fyrir dóm til þess að fá það á hreint hver lagaleg (EES) skylda þjóðarinnar væri.

NEI-sinnar hafa það fram yfir JÁ-sinna að þeir kikna ekki í hnjánum frammi fyrir ómerkilegum tilburðum handrukkara.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2011 kl. 14:43

5 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar, jafnan !

Við; andstæðingar Brezku og Hollensku undirlægjanna hérlendu, þurfum ekkert að sækja í Ormétna og myglaða spillingarsmiðju Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir liðsstyrk, Jón Valur.

Ég hefi bent á; á minni síðu, fölskvalausa yfirhylmingu S.D. Gunnlaugssonar, yfir þeim fúaröftum, sem komu Samvinnuhreyfingunni og Kaupfélögunum; flestum, á kné, undir lok 20. aldar - og í upphafi, þeirrar líðandi.

Ég hygg; að okkur væri meiri fremd í, að sækja okkur liðvezlu, Þjóðarheiðurs fólk, til annarra, en eins forvígismanna spillingar- og afætu flokkanna 4ra, gott fólk.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:10

6 identicon

liðveizlu; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni nokkra.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:11

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir gott innlegg þitt Kolbrún.

Það er nú annað en þetta vanmegna geigskot frá "Jonsa" föðurlausa.

Svo ert þú að verða þér allnokkuð til minnkunnar, Óskar minn, að sleppa frá þér svona gersamlega vanhugsuðum texta. Hlustaðirðu í alvöru ekki á viðtalið?

Sigmundur er sá alöflugasti meðal stjórnmálamannanna í málinu, hygg ég.

Þú kannt bara ekki gott að meta, Óskar. Veiztu ekki einu sinni, að Sigmundur Davíð fór ekki á þing fyrr en eftir bankahrunuið?

Jón Valur Jensson, 15.12.2011 kl. 17:36

8 identicon

Sæl; á ný !

Jón Valur !

Þú réttlætir ekkert; siðferðisleysi og skólpmennsku þessa fólks (sem á þingi situr - og sat), þrátt fyrir viðleitni þína, ærlega.

Ég veit; að þú vilt af einlægni mikilli, halda fram sanngjörnum málstað Íslendinga, í þessum málum - sem öðrum, en; yfir suma hluti, er einfaldlega ekki hægt að breiða, því miður.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 18:59

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rakaleysi þitt hér í þessari umræðu, Óskar, virðist mér algert.

Aldrei verður slíkt skeinuhætt þeim ágæta manni Sigmundi Davíð.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 01:08

10 identicon

Jón Valur, hvursu mikill gæðingur er sá stjórnmálamaður sem fer endur og aftur með fleipur um þetta mál.  

Greining hans um óróleika í Evrópu er í ósamræmi við fyrri álit sem hann gaf frá sér, því áður bar hann fyrir þau rök að þessi lönd myndu ekki voga sér að láta reyna á evrópusamninga um bankamál aftur vegna óróleika yfir væntanlegri niðurstöðu.  Alveg óskiljanelgt og ólíðanlegt rökleysi.

Vitrari menn myndu viðurkenna hvursu lítið þeir í raun vita eða skilja.

Jonsi (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 01:19

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, rök hans eru sterk og standa.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 01:26

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hver er "Jonsi"? Upplýstu um nafn þitt, annars verður lokað á þig.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 01:26

13 identicon

Sæl; á ný !

Jón Valur !

Kjósir þú; að halda þig við fyrri  háttu - og leika FÍFL, skaltu hafa þá hentisemi, fyrir mér.

Ef; sögulegar staðreyndir, eru ''rakaleysur'' mátt þú alveg halda áfram, að leika hlutverk flónsins, fyrir mér - sem öðrum.

Ég hélt; að þú hefðir náð, að öðalst einhverju meiri vitsmuni, eftir það sem á undan er gengið.

Svo virðist ekki vera; og er það þinn vandi, ekki minn - né annarra, mann tetur.

Með beztu kveðjum; en frekar þurrum, til Alvitringsins Jóns Vals, gott fólk /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 01:33

14 identicon

öðlast; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni alla, þar sem mér rann í skap, til Jóns Vals Jenssonar !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 01:35

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engar "sögulegar staðreyndir" hefur þú nefnt hér né rakið, Óskar.

Undir lok 20. aldar var Sigmundur Davíð valdalaus maður, ekki í pólitík.

Og villtu stilla þessar skapsveiflur þínar hér á síðu Þjóðarheiðurs, Óskar.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 01:54

16 identicon

Komið þið sæl; enn !

Útúrsnúningar og fleipur Jóns Vals, gerir það að verkum, að ég skora á ykkur; meðlimi Þjóðarheiðurs, að VÍSA Jóni Val Jenssyni, úr samtökunum, þegar í stað, sökum yfirgengilegrar frekju hans og óbilgirni, í minn garð - sem ýmissa annarra !

Eru FRÉTTIR; liðinna ára - sem líðandi árs, einhverjar allsherjar lygar, gott fólk ?

Vona; að þið hin, hafið þau bein í nefjum, að ÞORA að svara Jóni Val, á þann máta sem honum ber !!!

Burtu; já - segi og skrifa, burtu, með ofstækis pjakka, eins og JVJ, af síðu Þjóðarheiðurs, hið fyrsta !!!

Sömu kveðjur - sem seinustu !/!   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 02:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef svarað hér ásökunum þínum um Sigmund Davíð, ásökunum sem varða eitthvað sem þú berð honum á brýn frá liðinni öld og ég veit ekki til, að hann hafi komið nálægt, enda bráðungur maður þá, námsmaður og síðar vinsæll dagskrárgerðarmaður. Sjálfsvirðing þín er ekki meiri en svo, að ábendingum mínum um rakaleysi ummæla þinna hefur þú svarað með því helzt að auka hér á persónuníðið um þennan mikla samherja okkar Þjóðarheiðursmanna (og InDefence-manna líka) í Icesave-málinu.

Sjálfur er ég vanur gusum frá þér á ýmsum vefsíðum frá í haust, þrátt fyrir að ég hafi reynzt þér betri en enginn, þegar þú þurftir á hjálp minni að halda, og verð ég að segja eins og er, að ég tek þig orðið ekki alvarlega, Óskar minn. Viltu ekki gefa mér og öðrum frið til betri hluta en að lesa hér frekari vanstillingarskrif, meðan botninn virðist vera suður í Borgarfirði, hvað rök varðar fyrir óhróðri þínum um S.D.G.?

Hér virðist ennfremur full þörf á að halda sig við þá reglu að hafa umræður um greinarefnið sjálft.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 02:16

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú svarar hér einu sinni enn, skaltu upplýsa okkur um, hvort þú hafir hlustað á þetta Mbl-sjónvarpsviðtal við Sigmund og hvernig þér hafi litizt á frammistöðu hans þar.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 02:21

19 identicon

Komið þið sæl; enn, sem fyrr !

Þjóðarheiðurs félagar !

Vitaskuld; á ég Jóni Val gott eitt, upp að inna, frá fyrri árum, að fölskvalausu, og að upplagi, er hann hinn vænsti drengur, enda; af góðu fólki kominn, í framættir.

Og; þakka ber, hans góðu eðliskosti, að sönnu.

Það er hins vegar; um sinn að minnsta kosti, óbrúanleg hugmyndafræðileg gjá, okkar í millum - sem trauðla verður, til betri vegu, um nokkra hríð, því miður.

Svo; ég komi á framfæri, að nokkru.

Með kveðjum; úr Árnesþingi utanverðu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:14

20 Smámynd: Elle_

>Ef þú svarar hér einu sinni enn, skaltu upplýsa okkur - - - <

Óskar Helgi má svara í síðunni og þarf ekki að upplýsa einn eða neinn um neitt sem samkvæmt skipunum.  Hví hefur einn maður tekið yfir síðu samtakanna???

Elle_, 17.12.2011 kl. 18:11

21 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle !

Þakka þér fyrir; einlægan stuðninginn, gagnvart hroka þeim - sem yfirlæti, sem allt of lengi, hefir loðað við einn greinahöfunda, hér á síðu hver; Jón Valur, reynist vera - og hafa verið, löngum, gagnvart okkur, sem erum ekki steypt í sama mótið, sem hann.

Vonum; að hann vitkist betur, með tíð og tíma, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 19:34

22 Smámynd: Elle_

Ekkert að þakka, Óskar Helgi.  Og ég vil bæta við að útlit Steingríms kemur ICESAVE ekki við og ætti ekki að skrifa um það í pistlum fjöldasamtaka.  

Elle_, 17.12.2011 kl. 19:38

23 Smámynd: Elle_

Og ég kann ekki við að menn séu kallaðir ´föðurlausir´ í síðunni þó þeir skrifi ekki undir fullu nafni.  Það stendur ekki í neinum skilmálum að menn SKULI gera neitt, VERÐI að gera neitt eða ÞURFI að gera neitt.  Það er ekki ólöglegt að skrifa ekki undir fullu nafni og sumum okkar er nákvæmlega sama.  

Elle_, 17.12.2011 kl. 19:57

24 identicon

Sæl; á ný !

Elle !

Tek undir með þér; í hvívetna. 

Væri ekki úr vegi; fyrst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hafinn svo til Skýja, sem greinarhöfnudur (JVJ) iðkar, hér að ofan, að hann; Jón Valur,reyni að grennslazt fyrir um þá fjármuni, sem Heilagar Kýr, þessa spjátrungs, S.D. Gunnlaugssonar, : Halldór Ásgrímsson - Finnur Ingólfsson - Valgerður Sverris dóttir og Ólafur Ólafsson, til dæmis, hafa dregið sér - og verið skaffað, af öðrum aðilum, hins íslenzka Myrkra Heims, séu niðurkomnir ?

Samvinnutrygginga peningar - sem og aðrir, úr okkar sameiginlegu sjóðum.

Ætli; það stæði ekki í Jóni Val, að draga þær upplýsingar, upp úr skelminum Sigmundi Davíð, gott fólk ?

En; munum. Hafi SPILLINGIN rétt litarraft, er hún fullkomlega eðlileg, eða hvað ?

Sömu kveðjur - sem seinustu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 20:08

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er mér meðvitaður um, að hér geta leigupennar verið að verki, þegar menn skrifa "nafnlaust". Séu slíkir ábúðarmiklir og sæki hart gegn okkar málstað, sé ég ekkert ósanngjarnt við að ætlast til nafnbirtingar þeirra, og það á ekki síður við,i þegar viðkomandi penni niðrar mætum og virtum manni.

"Útlit Steingríms ..." &#150; orð mín þar um sneru að því einu (ég verð víst að upplýsa skýrt um þetta, úr því að ekki náðu allir meiningunni), að ekki hefur hann sýnt það á ráðherrastóli að hafa bein í nefinu, a.m.k. ekki í vörn þjóðarhagsmuna, þrátt fyrir mun stærra nef en Sigmundar!

Og Elle, þú verður nú að kunna að taka gríni.

Orð mitt "skaltu" var ekki skipun, heldur hvatning. Það er Óskars mál að fara að minni hvatningu eður ei. En ég var farinn að halda, að hann hefði kannski alls ekki hlustað á þetta frábæra viðtal við Sigmund Davíð. Það er nota bene HÉR!&#150; smellið þar á örina!

Jón Valur Jensson, 17.12.2011 kl. 20:16

26 Smámynd: Elle_

>Og Elle, þú verður nú að kunna - - - <.

Nákvæmlega það sem ég meinti: >SKULU, VERÐA, ÞURFA.<  Hljómar eins skipandi og ´þú SKALT´ þó sumir skilji það ekki.  Nei, og einu sinni enn: Maður VERÐUR ekki að gera neitt.  Og það er ekkert spaugilegt við að nota útlit fólks í lýsingar.  Og ég skildi vel hvað var meint með útliti Steingríms og fannst það samt óviðeigandi og eins og ég hef mikið óþol fyrir þeim stjórnmálamanni.  Og stend að vísu með Sigmundi í ICESAVE-málinu.

Elle_, 17.12.2011 kl. 21:22

27 identicon

Komið þið sæl; sem áður !

Elle !

Vel svarað; af þinni hálfu, þó ég sé ekki sammála þínu niðurlagi síðustu setningar, fornvinkona góð.

Breytir samt öngvu; um okkar vináttu.

Jón Valur !

Fremur; kysi ég, að hlýða á öldugjálfrið við Sjávarsíðuna - eða þá; vinda gnauð ýmissa fjalla íslenzkra, en að hlusta á úrvinda stjórnmálamenn - allra flokka, + baneitraða, síns viðbjóðslega hugarfars; þér, að segja.

Veit; að þú tekur ekki illa upp, þó ég sjái mér ekki fært, að fara að þessum ráðum þínum, þó; vel séu meint, Jón minn.

Of mikið; og of lengi, hafa Íslendingar hlýtt á þessi hvítflibba afstyrmi (stjórnmálamennina) sem reknir hafa verið áfram, af sinni sérhyggju og einka hagsmunum- og því; er nú komið, sem komið er, fyrir landi og lýð og fénaði öllum, því miður. 

Með; ekkert lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 23:10

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur þá sem sé ekki hlustað á þetta myndband með Sigmundi Davíð, Óskar, og virðist mér sem fordómar þínir (tilhæfulausir m.a.s.) búi þar að baki. Nú, hver verður víst að velja sér sína leið, sinn stíl, sinn smekk með og móti einu og öðru, og abbar það svo sem ekkert upp á mig, og lifið heil.

Jón Valur Jensson, 17.12.2011 kl. 23:50

29 identicon

Sæl; enn !

Fordómar - eftirdómar; eða aðrir dómar, gildir einu Jón Valur.

Skynfæri mín; eru að beztu manna yfirsýn, í tiltölulega góðu lagi, þannig að öngvu hefi ég misst af, þó ekki hlýddi, á Sigmund Davíð, hinn ómerka.

Stend einfaldlega; við mín fyrri orð öll - og; lifðu heill, eigi að síður.

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband