Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum

Ísland hafði uppfyllt þá kröfu að stofna hér til tryggingasjóðs innstæðueigenda og ætla honum áskildar iðgjaldatekjur frá fjármálastofnunum. Það var hans, ekki ríkisins, að bera tjónið, upp að 20.887€ í hæsta lagi @ bankainnstæðu. Ný innstæðutrygginga-tilskipun Esb. áskilur hins vegar skýrum stöfum ríkisábyrgð á bankainnstæðum (jafnvel á 100.000€ og með þriggja daga greiðslukröfu í stað 2-3 mánaða!).

ESA kvartar yfir því, að tryggingagreiðslur hafi ekki komið fljótlega til innstæðueigendanna. Til þeirra var þó þessi nokkurra mánaða frestur, og þar að auki ákváðu stjórnvöld þarna úti að greiða innstæðieigendunum upp þessar fjárhæðir haustið 2008, þannig að ekki voru þeir síðarnefndu hlunnfarnir á neinn hátt né gerður minni greiði en þeir hefðu frekast getað vænzt miðað við tryggingaupphæðina.

Það er greinilegt, að hér brást Evrópusambandið sjálft með því að tryggja þessi mál ekki betur í tilskipun sinni (dírectívinu) 94/19/EC. Vegna þeirrar vanrækslu hefur jafnvel dr. Stefán Már Stefánsson lagaaprófessor, sérfræðingur í Evrópurétti, bent á bótaskyldu EVRÓPUSAMBANDSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!

Ennfremur höfðu brezk og hollenzk yfirvöld sjálf eftirlitsskyldu á sínu svæði og áttu vitaskuld að fylgjast afar grannt með málum, af fullri grunsemd raunar, þegar verið var að bjóða tvöfalt hærri vexti en viðgengust á markaðnum.

Fráleitar eru raddir Esb-dindla hér um að eftirlit okkar á Íslandi hafi brugðizt og að því sé hér um að kenna. Reyndar er það ekki ásökunarefnið af hálfu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA).

Hingað bárust vitnisburðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að ekkert væri að athuga við framkvæmd Íslands á innleiðingu tilskipunarinnar 94/19/EC um innstæðutryggingar, sjá hér: ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands.

Sjá einnig þessa frétt frá í júlí 2010: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!

Ennfremur er þetta lesning, sem svo sannarlega snertir málið: Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna

Virðist undirrituðum einsýnt, að hér hafi ESA legið undir kúgunarhrammi Evrópusambandsins, sem allan tímann tók hlutdræga afstöðu með Bretum og Hollendingum í þessu máli, þvert gegn ákvæðum tilskipunarinnar 94/19/EC.

Eins er hugsanlegt, að þrýstingurinn á ESA hafi verið þvílíkur af hálfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda, að ESA hafi ákveðið að "þvo hendur sínar" og vísa ábyrgðinni á lokaúrskurði málsins til EFTA-dómstólsins (um grunnatriðin) og til íslenzkra dómstóla (um hugsanlega skaðabótaábyrgð ríkisins).

Þá er ennfremur hugsanlegt, að þessi einhæfa ákvörðun ESA komi til af því, að lengst af gripu stjórnvöld hér (Steingrímsmenn) ekki til neinna varna fyrir landið hjá ESA. (Sbr. þessa grein: Icesave-stjórnin nörruð með "Icesave-samningagulrót" til að verja sig ekki gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA.)

Ýmis viðbrögð við frétt dagsins, m.a. frá efnahags- og viðskiptaráðherra, gefa ekki ástæðu til mikillar svartsýni. Aðrir eru hins vegar hrokknir í sinn gamla Icesave-gír.

Greinin er í vinnslu. Hér má einnig minna á góða grein Ómars Geirssonar:  ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fælir íslendinga frá evrópusamstarfi.

Komi það til að íslendingar verði dæmdir sekir í þessu máli mun það líklega leiða til þess að þjóðin rísi upp og hafni frekari samruna við báknin í Evrópu. Klárlega verður ESB umsóknin dregin til baka og EFTA samstarfið verður rækilega skoðað.

Evrópa og USA eru komin í svo gríðarlega kreppu að markaðir okkar þar munu bíða skaða af, það er ekki eftir neinu að bíða, nú ættu allir útflutningsaðilar að sameinast í markaðsátaki á Kínverska og indverska markaði. Mikilvægt er að kanna neytendamarkaði í þessum heimshlutum til þess að geta aðlagað okkur vörur að þeim.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.12.2011 kl. 13:27

2 identicon

Jón Valur Jensson.

Þú misskilur eitthvað. EFTA Surveillance Authority er ekki á vegum ESB heldur okkar sjálfra, Noregs og Lichtenstein og snýst um að framfylgja ákvæðum EES samningsins sem þessi ríki gerðu við ESB. Nánar hér: http://www.eftasurv.int/about-the-authority/the-authority-at-a-glance-/

En þessi málflutningur er í takt við allt annað úr þínu sauðarhúsi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Undirritaður hefur hvergi sagt, að EFTA Surveillance Authority sé á vegum ESB, þannig að Jón þessi Sigurðsson getur reynt að hugsa upp á nýtt, í hvaða húsi eða holu sem hann býr.

Jón Valur Jensson.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 14.12.2011 kl. 13:47

4 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

J.S. er beðinn um að upplýsa um, hver hann er.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 14.12.2011 kl. 13:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður pistill Jón og takk fyrir að standa vaktina.

En smá athugasemd um atrið sem má ekki gleymast.  Og það er staðfesting breska fjármálaeftirlitsins um að LÍ hafi verið tryggður hjá breska tryggingasjóðnum, var með svokallaða Top up tryggingu.

Fyrir bankahrunið mikla 2008 þegar bresku risabankarnir féllu, þá stóð skýrt á heimasíðu breska fjármálarftirlitsins að sú trygging tæki við þegar trygging heimalands þryti, það er að breskir sparifjáreigendur væru öruggir um að fá sína tryggingu (hver hefði til dæmis treyst tryggingu frá Rúmeníu eða Búlgaríu???).  Í þeirri fullyrðingu fólst ekki að miðað væri við að hún tæki við eftir 20.000 evra lágmarkið, það er seinni tíma útskýring, varð til eftir ICEsave, svona sögufölsun í anda Stalíns.

Þegar ég skrifaði um þessa "viðbótartryggingu" í einhverjum pistlinum þá fékk ég athugasemd frá íslenskri konu búsettri í London sem sagðist hafa haft samband við breska fjármálaeftirlitið þegar hún var að spá í að leggja fé inná ICEsave reikningana, og fengið þau svör að LÍ væri með fulla tryggingu hjá FSCS, það er breska innstæðutryggingasjóðnum.

Þetta atriði er mjög mikilvægt því það er rangt að það hafi verið eitthvað gustukaverk að bretar greiddu út ICESave, þeim bar til þess lagaleg skylda vegna þessarar tryggingar Landsbankans.  Hefðu þeir ekki greitt, þá lá beinast við hjá ICEsavesparifjáreigendum að fara í mál við breska tryggingarsjóðinn, og krefjast skaðabóta, auk tryggingarinnar.

Í þeim málarekstri þá hefðu upplýsingarnar á vefsíðu breska fjármálaeftirlitsins fyrir hrun legiði til grundvallar rökstuðnings, ekki eftiráskýringar í anda Stalíns.  En eins og allir vita þá voru fleiri í miðstjórn Sovéska kommúnistaflokksins en Stalín og Lenín, þó Stalín hefði látið falsa myndir eftir á í takt við ofsóknir sínar á hendur fyrrum samherjum.

Dómstólar dæma eftir staðreyndum, ekki lygum.  

Og Landsbankinn var tryggður hjá FSCS.

Krafa breta á að beinast að þrotabúinu, annað er klár þjófnaður.  Og ESA er samsekt í þeirri þjófnaðatilraun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2011 kl. 14:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var löngu vitað að þetta yrði niðurstaðan enda formaður úrskurðarnefndarinnar buinn að gefa þetta út fyrirfram. Hann er því vanhæfur og úrskurðurinn ómarktækur. Þetta er annars þetta sem menn voru alltaf að reyna fá fram. Dómsniðurstöðu í málinu. Það verður frábært fyrir EES löndin og ESB líka að fá þá niðurstöðu þau séu ábyrgð fyrir sukki einkafyrirtækja.  Það yrði aldeilis bomba. Við eigum nægar varnir í málinu, hér er bara verið að kaupa tíma.

Ég legg annars til að við drögum ESB umsóknina til baka og segjum okkur úr EES samstarfinu nú þegar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 14:21

7 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Já, einmitt, Ómar, ég ætlaði að koma að þessu atriði líka með tryggingu Landsbankans í Bretlandi í brezka tryggingakerfinu, með skyldubundinni tryggingu, NB, sem Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur hefur manna skýrast leitt í ljós með athugunum sínum og bréfaskiptum við FSA o.fl. þar úti (og þetta var meðal þeirra hluta sem Kristrún Heimisdóttir o.fl. voru upplýst um á fundi okkar Lofts, Péturs og Borghildar með þeim í vor; sjá síðustu vefslóð hér á undan) – en svo gleymdi ég að hafa þetta atriði með við hraðvinnslu greinarinnar í ýmsum útöngum hennar!

Kær kveðja.

JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 14.12.2011 kl. 14:28

8 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Og þetta er AFAR mikilvægt atriði, eins og þú bendir réttilega á, að Landsbankinn í Bretlandi var tryggður upp í topp hjá FSCS.

Jón Steinar, kærar þakkir, góð þessi tímabæra ábending þín um, að formaður úrskurðarnefndarinnar hafði fyrir fram gert sig vanhæfan. Ísl. stjórnvöld ættu að notfæra sér það sem fyrst í vörn og sókn þessa máls.

Aðrar ábendingar þínar virðast jafnframt þarfar og eðlilegar.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 14.12.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband