Úr öskunni í eldinn: ESB vill RÍKISTRYGGINGU á bankainnistæðum hér og nær FIMMFALDA á við tryggingu TIF áður!

Þetta kom fram í máli Lilju Mósesdóttur alþm. í ESB-þætti í Útvarpi Sögu í liðinni viku, þætti sem nú er endurtekinn. 100.000€ á innistæðutryggingin að verða í stað 20.887 áður – og nú á RÍKISSJÓÐI sjálfum! Þetta reyna þingmenn í viðskiptanefnd Alþingis að hindra að verði hér að veruleika með upptöku hinnar nýju ESB-tilskipunar um þetta mál. Vilja þeir fá undanþágu frá þeirri reglugerð, rétt eins og Norðmenn vilja líka, en í aðra átt. En stefna ESB er stórhættuleg.

100.000 evrur eru = 15.977.000 ísl. krónur! Upp að þeirri fjárhæð, sextán milljónum, vilja Brusselmenn, að íslenzka ríkið og allur almenningur verði ábyrgur fyrir bankainnistæðum fólks. En hvaða alþýðufólk á yfir fimm milljónir í banka?

Og hvers vegna ættu hin breiðu bök skattborgara að taka á sig drápsklyfjar til að tryggja oft illa fenginn, samanrakaðan auð hinna vellríku?

Þarna er um nær fimmfalda aukningu tryggingarinnar að ræða, hún öll sett á RÍKIÐ, þ.e. okkur, og sjá menn hér, að þarna er jafnvel úr öskunni farið í eldinn, miðað við það sem upp á borðinu var, þegar rætt var um hina alls ólögmætu leið, að ríkið skyldi ábyrgjast Icesave-reikninga Landsbankans.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er Ísland eitthvað á leiðinni inn í ESB? Er ekki bara best og fara að reikna daganna þangað til hægt er að kjósa burtu handónýtudstu ríkisstjórn íslandssögunnar?

Óskar Arnórsson, 23.10.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sæll Jón,

Ég get alveg séð fyrir mér fólk sem búið er að spara í mörg ár og vinna hörðum höndum ásamt því að passa sig í fjármálum gæti átt slíka upphæð á reikningi vel fengna, aftur á móti er það alger fásinna að ríkissjóður skuli tryggja þær innistæður, það er klárt mál að þetta er mál banka og innistæðutryggingasjóða að sjá um, án tilkomu ríkja.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.10.2011 kl. 21:10

3 identicon

  Hljómar illa! Ætli sparifjáreigendur eða til þrautavara ríkið gætu keypt sér tryggingu gegn bankafallíti? Skyldu nýju reglurnar leyfa, að bankar séu skattlagðir svo hressilega, að það stæði undir kostnaði af nýju bankahruni? Ekki það, að ég treysti ríkinu of vel til að geyma peningana óskerta. Væri mögulegt að setja 20.000 evru hámark á innistæður á tryggðum bankareikningum, svo að þeir ríku yrðu að geyma fé sitt með öðrum hætti? Og hvaða áhrif hefði það? Óvænlegt til árangurs virðist vera að breyta leikreglum og krefja banka um aukna bindiskyldu, fullkomlega ábyrg útlán eða stóran varasjóð. Þó mætti reyna að herða reglur um bankastarfsemi, sé það þá leyfilegt fyrir Evrópusambandinu. En er því stætt á þessum reglum, því að þær eru ekki alþjóðlegar? Og hvernig eiga þær eftir að leika sambandsríkin? Nýjustu fréttir segja frá hálfhrundu bankakerfi í Belgíu, og bankafallít í Danmörku eru orðin furðu mörg, svo að eitthvað sé nefnt. Auk þess legg ég til, að kostir og gallar við Evrópska efnahagssvæðið versus hugsanlega samninga að svissneskri fyrirmynd verði alvarlega skoðaðir af fólki, sem ekki hefur áður lýst afstöðu til málsins. Hingað til hefur hver étið upp eftir öðrum, hvað svæðið sé gott og nauðsynlegt. En hvernig birtist það venjulegu fólki? Hvað hafið þið til dæmis grætt mikið á þessu svæði, Jón Valur, Óskar og Halldór Björgvin?  

Sigurður (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 21:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innleggin, allir þrír.

Ég held að allir ættu að vera sammála þér um þetta, Halldór Björgvin.

Persónulega lýsi ég mig einnig sammála þessum síðustu hugleiðingum eða ályktunum Sigurðar. Ég hef engan nettóágóða séð fyrir mig né aðra einstaklinga né fyrir ríkið vegna EES-samningsins og minni á, að þegar annars vegar Ragnar Arnalds (Sjálfstæðið er sívirk auðlind, 1998) og hins vegar dr. Hannes Jónsson sendiherra (undir lok síðara bindis endurminninga sinna, um svipað leyti) lögðu mat á hagnað og tap þjóðarbúsins af EES-samningsins, þá var hann enn ekki farinn að skila neinum nettóhagnaði, einungis nettóútgjöldum.

Jón Valur Jensson, 23.10.2011 kl. 23:52

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta þarf að  skilja í því samhengi að þessi trygging nær ekki yfir reikninga sem bera hærri raunvexti að en 2,0% [yfir 30 ára tímabil] og er í lagi þar sem reglustýring er almennt í lagi.   Skammtíma fjárfestingar bankar [innlánsjóðir sem voru stofnaðir til fjármögnunnar]  sem voru að lána fimm ára kúlulán erlendis til nýbygginga voru margir ekki með nægt eigin reiðufé miðað við lánstíma og áhættu á endugreiðslum.

Ísland var með allt í einum graut og er ekki samburðarhæft. Skammtíma fjárfestir er ekki sama og langtíma fjárfestir þetta eru tveir aðskildir skilningsheimar.

Almennir neytendur í Þýskaldi vilja ekki hærri árs útborgunar bindiskyldu=hreint eiginfé, því það merki hærri útlánsvexti.   Þjóðverjar eru almennt í skilum.  Þjóðir sem ekki við [bull] verðtryggingu verða að afskrifa fyrirfram þannað til skuldir eru greiddar upp. Þessi þörf hvarf hér skömmu eftir 1980.  Nú er afskrifað eftir á því varsjóðir voru tómir að reiðfé. Eignir í fjárhagsbókhaldi  er oftast veðeignarhald sem er hinum megin eins og CRED/DEB kallast ókræfar skulda kröfur framtíðar.  Sjóðir hér eiga heimsmet í söfnum ókræfra skuldakrafna á framtíðina. EF tekju uppsprettur verða til staðar.  Tryggingafræðilega er ekki hægt að reikna hvað Guð gerir á morgun. Menn hámarka og lámarka framtíðar tekju væntingar til að geta reiknað af viti.

Júlíus Björnsson, 24.10.2011 kl. 00:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Júlíus. Síðustu setninguna skil ég vel og fleira, en margt annað ekki. Þú ert miklu meira inni í þessum efnahags- og viðskiptamálum en ég, sem næ ekki öllu hjá þér og þar af leiðandi ekki rétt vel samhenginu.

Þarna er t.d. ein setning, sem ég held þó að ég nái, hafi fallið þar út orð, sem leyfi mér að skjóta hér inn og þá feitletrað:

"Þjóðir, sem búaekki við [bull]verðtryggingu, verða að afskrifa fyrirfram þangað til skuldir eru greiddar upp."

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.10.2011 kl. 00:45

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar stofnað er viðskipta þar að verðleggja söluvöru yfirleitt er byrjað á stofnakostnaði það sem varan kostaði þig fyrir endursölu. Ofan á þetta leggjast vinnulaun + skattar af þeim fram að afhendigarstað. Síðan kemur fjármagnskostnaður [verðbólga] vegna hækkunar innsverða næst  ef ekki er staðgreitt og áhættu gjald vegna vanskila og gjaldþrota [ef það er leyft í reglustýringu þíns markaðar] loks kemur svo álag vegna verðbólgu [meðal hækkanna á mörkuðum] vegna lánstímans til viðbótar.

 Þetta er einfaldast að reikna hlutfallslega við heildar sölu á öllu innkaupsverði. Hinsvegar er það ekki skylda sér lagi þegar sumar einingar  kosta 1000 ein inn en aðrar 10 ein.  og Meðal ein. kostar 100 ein.  Forfeður mínir. Setu hlutina þanni upp 100 afgreiðlur á dag kosta eina og hálfa mannsekju fastan kostnað miða við ársfastan kostnað [viðhald og skattar t.d.]  þá gat afgreiðslugjaldið orðið segjum 100 kr. á afhendingu.      50 kg. hveit poki kostar þá 2000 kr. + 100 kr. eða  5% álagningu en sé honu skipt í 25 kg. þá leggjast 100 kr. á tvo poka 1000 kr. styggið og þá er álagning 10% á hvorum.  100 árum síðar um 1980 á Íslandi kunni þetta engin maður allir lögðu sömu prósentu á allt nánast hugsunar laust.    Hús sem kostar 10.000.000 kosta kannski 100.000 krónur að afgreiða það eru ekki nema 1,0% álaging.  Lamablæri 2,5 kg kostar kanski 200 kr. að afgreiða og á 2500 kr. það er 8% álagnin.  Frosin pizza kostar kannski 300 kr. og með sama 200 kalli gerir það  67,0% álagningu.

Afskriftir er hinsvegar það sem er lagt er fyrirfram á vegna ógreiddra skatta [t.d. eigna], launa skuldbindinga , verðbólgu hækkanna á innkaupsverði , viðhald á rekstrarlegum eigunum  [dreift á 30 ár fasteignir] og vegna eigin lánstarfsemi, verðbólga, vanskil og gjaldþrot.

 Það er afskrifað er af tekjum áhættu tekjur verðbólga, vanskil og gjaldþrot. Og lækkað eiginreiðu fé á móti.   Þú tekur áhættuna [ef veð er ótryggt] . Lækkun er svo bundin þangað til skuld er greidd upp að fullu. Þá er eiginreiðufé hækkað aftur ef skuldin er greidd í reiðufé. 

Þannig séð er eiginreiðfé Kred skuldbinding og varsjóður lándrottins og upphæð reiðfjá fer gjörlega eftir eðli rekstrar og hæfi stjórnar.    Hlutfallaskipting KRED eða skuldbindinga þátta er mjögs mismunandi eftir rekstri og veltu. Ef þetta er vsk. rekst fyrirtæki sem stunda ekki lánstarfsemi  þá er fasteignkostnaður meiri hjá sumum og launkostnaður meiri hlutfallalega hjá sumum. Hjá alvöru fjármálastofnum er fasteigna kostnaður og starfsamanna kostnaður mjög lítill miða við veltu.  Árs eiginreiðfé þeirra  þeir nánast eingöngu vegna gengisbreytinga á mörkuðum: meðal verðhækkanna á mörkuðum: Í stöndugum fjámalaríkjum er það reglustýring sem stjórnar því  hvað hver fjámála lándrottin má afskrifa mikið fyrir fram vegna vegna áhættu veða. Þetta merkir að erlendis ef tegund lándrottins er þekkt og ársvelta hans er þekkt þá er líka eiginreiðufé hans þekkt. Sýnt heildar árs reiðufé er sama og eiginreiðufé ef starfsemin er 100% örugg.       Þá á líka þessi fjámálalánadrottinn í földum varasjóði reiðfé þegar vanskil verða og gjaldþrot hjá hans skuldunautum. Þetta er ekki eign hans heldur skuldbinding sem hann á.   30 ár veðveltur til verðtryggina kosta 1/30 í útborgun á hverju ári verðtryggt, Þetta er stærsti lánflokku þjóðverja að mínum mati. Þeirra hreinu sýndu eignir í reiðfé því mjög lágar.  5 ár veðveltur kosta hinsvegar um 1/5 = 20 % minnst í útborgunar skyldu.   Það er mjög líklegt að hlutfall skammtíma veðvelta hafi aukist mikið hlutfallalega í meginlandinu EU. Þá merkir það líka að sennilega hafa bankar þar verið að bjóða skammtíma lán mjög ódýrt ef hækka á bindiskyldu = hreins reiðfjáreign.  Ríki með 5,0% meðalhækkannir verða hækka sitt eiginreiðu fé um þessi 5,0% ári, kefjast hærri útlánsvaxta, Þjóðverjar vilja halda sig við max 60 % verðbólgu á 30 árum og 12,5 á 5 árum.  Þegar veðsöfn hér upp reiknuð  voru metin á Íslandi á 100% greiðsluskilum sögðu útlendingar kannski að ekki væri hægt að pína almenna neytendur hér meira en í sambærlegum ríkjum og max kæmi inn 50 % á þessi ólöglegu heimilsveðskuldarlán víða erlendis [mútur með lægri greiðslubyrði fyrst].  Það sem er svo að koma inn kallast þá afskriftir síðar. Þroskað sjálfbært veðsafn til 30 ára 30 x30 er búið að losa til baka með 2,0% raunvaxta álagi fyrstu 30 árin mestan hluta af upphaflegum stofn reiðfjár kostnaði. Innborganir á hverju ári er eina reiðuféð sem eftir eru í safninu það er um 1/30 af framtíðar skuldkröfum.   Þess vegna kaup útlendingar þetta aldrei á uppreiknuð verði ef þetta eru hreinir verðtyggingasjóð bara með verðbólgu vöxtum.  Slík söfn á raunvaxtakröfu er varsjóðir og engin selur þá.  Þeim er lokað þegar eftirspurn eftir húsnæði minnkar en það gerist oft þegar skammtíma kreppur koma út og almenningur tekur þá meira út af sínu litla sparifé.   Í Berlin, París og London gerist það í mörg hindruð ára bönkum að þeggar einn leggur inn 10.000 þá tekur einn út 10.000 af sparifé í meðal ári. Þetta kemur fasteignaveltuveðsjóðunum  til langtíma verðtrygginga ekkert við þar koma 100.000 kr . inn fyrir hverjar 100.000 kr. sem fara út. Flestir þessir sjóðir án raunvaxta krefjast til 5 ára sparifjár söfnunnar  sem eru um 20% sparifé. Í þýsklandi er gengum streymis samtryggingarkerfi sem tryggir öllum um 80% ráðstöfunartekjur miðað við miðal ráðstöðunartekjur á starfsæfi. Þar þarf enginn að spara af hræslu við að verða útskúfað í ellinni.  Þeir sem vilja eyða meiri í ellinni gera það á eigin ábyrgð.  Svelta hér börn og gamalmenni fyrir ríkistryggða séreignarsparnað er hagmunamál Samfo einnar í dag 100%.  Þessi sjóðir eru tómir og eiga ekkert annað en skuldakröfur á þess séreignar sparifjár eigendur. Vesturlöndum stendur enginn almenn raunávöxtun til boða. Afskift er millifærsla í fjárhagsbókhaldi  höfuðbókar færsla sem færist bæði sem DEB og KRED.  Venjlega er átt við færsluna sem fer DEB á eiginlegan skuldbingareikninitig KRED: hreint eigið fé til dæmis til lækkunar tölu gildis þess en færd KRED á  á eiginlega DEB reikning Eignarhald= skuldkröfur.  Verðtrygging í Alþjóða sjóðstilliti merkir að veltusjóður af fastir stæðri [rúmmáli. fjöldi skráðra eignenda] skilar altaf verðtryggðu reiðfé til útborganna sama fjölda bréfa næstu útborganna. IRR.kallast þetta frá sjónarhóli fjármagns lánadrottna miðað við sjálfbærni og langtíma skuldbindingar þar sem skammtíma sveiflur jafnast út. Flestir sérfræðingar hér kannast við IRR í skammtíma sveiflu samhengi. Ansi margir grobba sig af að vera spreng lærðir. Reikna út aðra í keppni á markaði geri ég og mínir líkar.  Sem mín eigin reiknlíkön til að aðrir geti ekki reiknað mig út. Menn verða að þekkja eðli rekstra frá fyrstu hendi sérstök afmörkuð dæmi í kennslubókum er kannski ekki til staðar út á markaði.  Sviss kennir sínum lykil mönnum eðli sinnar bankastarfsemi.  

Júlíus Björnsson, 24.10.2011 kl. 02:44

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í þessu samhengi er rétt að benda á að fyrir síðasta þingi lá frumvarp um innstæðutryggingar: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=237

Frumvarp þetta hlaut lokaafgreiðslu hjá viðskiptanefnd undir formennsku Lilju í maí á þessu ári, en hefur hinsvegar ekki verið lagt fyrir yfirstandandi þing. Í því er hvergi kveðið á um ríkisábyrgð á innstæðum, heldur aðeins fjárhæðina sem TIF skuli ábyrgjast. Og það er löggjafarfordæmi fyrir því að TIF nýtur EKKI ríkisábyrgðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 02:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Guðmundur. Annað var samt á Lilju að heyra í þessum þætti, þ.e. eindregið, að á þessu eigi að vera ríkistrygging, og má vera, að frumvarpið og lögin haft breytzt frá því sem ætlað var í ESB, enda minnir mig, að þetta hafi ekki verið orðið endanlegt þar, þegar fyrst bárust fregnir af því hingað (að ég held) fyrri hluta síðasta árs.

Jón Valur Jensson, 24.10.2011 kl. 03:41

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenska orðið "Verðtrygging" er nálgun á því sem kallast að skila raunvirði eiginreiðfjár í hverju uppgjöri.  Venjulega í alþjóðfjármálheimum er allt borði sama á ársgrundvelli eða einu skatta ári og miðað við raunvirði CIP á  USA heimamarkaði. Hvert stöðugt miða líka við sinn eigin neytendverðvísi sem er staðlaður en lagar sig ekki að væntingum lánadrottna.   Þessi krafa í ríkjum sem búa við stöndugt regluverk er því auðveldari sem uppgjörstímabilið er lengra því skammatímasveilur á mörkuðum jafnast út á lengri tímabilum  Fyrir verðtryggingu hér gekk keppni út á það að skila minnst sömu reiðfjárvelur aukningu á hverju ári og meðtal á mörkuðum. Það heitir að halda sínum hluta af kökuninni  og jafngildir að verðtryggja hreint eiginfé síns eiginlega rekstrar. Þetta er frá aldaöðli aðferðir sem ekki eru kenndar opinberlega.  Þess vegna búum við skilning einhnverja lögfræði sósíalista bænda á Íslandi í dag. Sem lögðu hér af allan frjálsan markað og þar með blandaðan markaði í framhaldi um 1980.    Komar vertyggja með lögum og einfaldast er að banna alla keppni til svindla ekki á eignarétti, það er hreinn kommúnismi. Hér er hann blandaður. Ef banka keppast ekki um að verðtyggja þá eru þeir ekkert annað en hrein skatta tól sem ráða til sín forstjóra til sjúga upp reiðfé af mörkuðum. Þetta hefur Ísland sannað fyrir umheiminum sem öruuglega hefur fylgst með Íslandi frá því lög Jóhönnu og fleiri syngjandi furðufugla voru sett hér. Skila raunvirði er í samræmi við Kristin trúarbrögð og örugglega öll önnur. Í mörgum ríkum er verðtrygging tryggð með að banna allar hækkanir á verðum þá er keppni bara um að selja sem mestan fjölda af einingum.  Það eru Interest hjá milli stétt UK að fá raunvirði til baka eftir 5 ár og kallst SIP og síða öll 5 ár eftir það. Aðalinn hefur Real interest og vil fá meir en meðalatalið í öllum uppgjörum. Það er ekki hægt í heildar samhengi nema einhver fái minna en meðatalið. Seðlabanki UK afskrifar geymt pund á 20 árum og neyðir því þá sem hagrætt að gambla áfram í kauphöllum með umframið síðast ár. Verðtrygging hér var svo líka sett hér á höfðstól fyrirtækja til að mati þáverandi skattmann gefa betri mynd af rekstri, til að þetta væri hægt þá skak uppfæra mat á heildar eignum [rekstralegum] til að geta lagt ofan á Kred Höfuðstóla síðast árs.   Ég var einna fyrstur hér til skila hvað þetta þýddi , skilaboð um að ráðast í fasteigna kaup með risa langtíma lántökum til að gefa betri mynd að kjötheildsölu og framleiðslu. Þá var nýbúið að stetja Hafskip á hausin vegna hugmynda um eigin[reiðu]fé. Hinvegar voru fyrir hér fyrirtæki svo sem Eimskip sem voru búin að hreinsa allan sinn höfuð stól og sýndu því hlutfallslega lítið eigin reiðfé  og gáfu mynd af öruggum rekstri.  Þau áttu nægilega mikið til að geta hækkað sitt upp með miðað við nýju sossa eiginfjárlögin hér. Innsti koppur í búri í Búnaðarbankanum sagði þegar sjálfsögð karfa var gerð um að verðtryggja 5 ára bundna sparireikninga var útvíkkuð og látin verðtryggja alla útlánvexti að nú væri allri hefðbundinni keppni milli banka lokið hér á landi, Búnaðarbankin myndi ekki selja neitt einasta heimilsveðskuldarlán sem bankinn kæmist yfir 8,0% raunvexti undir heildarneyslu vísitölu væri sjálfbær eigna aukning. Þetta jafngildi tvöföldun á rúmmáli veltu veðsafns á 10 árum undir verðtyggingunni. Um 1994 hafði engin kvartað yfir lögleysunni hér því íslandingar skilja ekki hluti í samhengi eða abstrakt hlýtur að vera genabundið , hér er það ég og mitt lán. Eitt jafngreiðslu lán gengur ekki upp til langtíma verðtrygginga því greiðandi borga allof mikið inn til að byrja með  eftir ein mánuð eða eitt ár.

Í velt sjóði er þetta ekki vanda mál í því líkur styrkur banka, umframið og mikið fyrst er afskrifað í ný veðskuldar lán í sama veðsafni. Hvert safn hefur sína eigin höfuðbók og eignarhaldamöppu.    Hagstæða er að setja þetta upp í fylki segjum 30 greiðendur á hverjum tíma einn inn á hverju ári fyrir einn út og endrgreiðslu tími 30 ár.  Þá má reikna að með 2,0% raunvaxta kröfu fyrstu 30 árin er búið að losa mest af upphafs eiginreiðufjár bindingu og veðsafnið orðið sjálfært og engin getur boðið betri vexti en hreina verðtryggingu. Almennt gildi 1/30 af framtíðarskuldkröfu safnis er bundið í útborgunaskuldu til ný skráðaeigandans, þetta er um 3,33%  minna um 3,0% ef byrjað er að endurgreiða eftir mánuð.  Skráður eignandi borga einn 160% af kaupverði af veðeigininn verðtryggt í fasteignaskatta, tryggingar og viðhald á 30 árum . Bankinn fær eignahaldsveð og öruggar veðrtryggðar innborganir óháð skamtíma sveiflum og getur lokað safninu þegar hann vill.   Selji hann þroskað verðtryggingar veðsafn [gerir ekki nema á hausnum og veðsetur ekki heldur]  þá færa hann ekki nema 1/30 af framtíðar verðbótum á Alþjóðamörkuðum. Þetta er 100 % öruggt form enda án raunvaxtakröfu.  Hentar best til þeim sem eru undir 400.000 króna mánaðar tekjum fyrir launaskatta, Bankar þurfa líka að setja á raunvexti einhverstaðar.  Hærri tekju fólk kaupir líka oftast glænýtt sem fer í nýtt safn til að þroska. Banka vilja ekki skammtíma markaðsveiflur í þroskuðum hverfum til að stefna ekki sínum veðsöfnum í uppnám. Þeir lána ekki þeim sem greiða of mikið fyrir fasteignir.  Hverfi sem fylgja CIP öruggt fá góð örugg söluverð á öllum tímum. Sameinginlegir hagsmunir Banka og skráðu eigendanna. AGS benti á 2005 að hér væru engir varsjóðir í eignahaldi áhættu bankanna hér. Sjóðir án raunvaxtakröfu.

Júlíus Björnsson, 24.10.2011 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband