Ríkisstjórnin fórnaði almannahag í þágu erlendra fjármálaafla

  • "Nú vita menn að allt sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði um Icesave var úr lausu lofti gripið. Nú vita menn að hún samþykkti Svavarssamning sem henni var sagt að væri upp á 500 milljarða, án þess að lesa hann. Og hún bætti um betur því hún krafðist þess að þingmenn stjórnarflokkanna gerðu slíkt hið sama. Nú síðast fór hún á gosstöðvarnar eystra að skoða ösku úr Grímsvötnum og lofaði aðstoð, sem var ágætt. En svo kom á daginn í viðtali við sveitarstjórann á Hvolsvelli að hún er ekki enn búin að efna ársgömul loforðin vegna Eyjafjallajökuls og öskunnar úr honum.
  • Eins og menn muna var eitt helsta kosningaloforð Jóhönnu fyrir síðustu kosningar að "slá skjaldborg um heimilin". Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, segir: "Skjaldborgin er slegin um fjármálakerfið." Og hún segir einnig: "Þetta vekur auðvitað mikla reiði og vonbrigði. Vinnubrögð stjórnvalda eru svo öfugsnúin.""

Þetta er úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans í dag (bls. 22–23.)  Í framhaldi er þar sagt frá því, hvernig "skjaldborgin [var] framseld kröfuhöfum gömlu bankanna" (orðalag Andreu), og því er lýst nánar með upplýsingum bréfritarans um það mál, byggðum á nýframkominni bankaskýrslu, sem Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt kapp á að menn næðu sem minnstum skilningi á, en afhjúpar hann greinilega, eins og Ólafur Arnarson benti á í frægri Pressugrein fyrir réttri viku (sbr. einnig pistil undirritaðs um það í dag, 'Gaf Steingrímur J. "erlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslenzkt atvinnulíf og heimili"...').

Það fer ekki hjá því, að þrengt hafi að ríkisstjórninni vegna augljóss og verðskuldaðs ósigurs hennar í Icesave-málinu og vegna nýframkominna upplýsinga um þjónkun hennar við erlenda kröfuhafa, "hrægammana á Wall Street", eins og Ólafur Arnarson kallar þá.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Segir fjármálaráðuneytið ekki skilja lausafjárfyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Eg er buinn ad vera a Filipseyjum thennan veturinn til ad flyja kuldan sem fer mjog illa i minn gigtarskrokk en herna eru stjornmalin mjog spillt og allir vita thad en ekki einusinni herna gaetu stjormalamenn komist upp med thvilikar ligar sem thessar herna

thad er annand hvort sem myndi gerast vera myrtur eda settir i fangelsi en sama hvort er herna baedi er daudadomur

annad stort atridi sem knudi mig til ad fara hingad var ad eg hef ekki efni a ad bua a Islandi eftir ad vera buinn ad borga alla reykninga a eg 60.000kr eftir a manudi og eg tilheyri ekki venjulega folkinu 

Magnús Ágústsson, 28.5.2011 kl. 11:54

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég fæ ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé daga og nætur að smíða andstæðingum sínum vopn.

Árni Gunnarsson, 28.5.2011 kl. 17:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fólk sem tekur sína eiginhagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarsinnar og styður í þeim tilgangi erlent vald, þvert á hagsmuni þjóðarsinnar eru á sama plani og Qvisling hin norski.  Mig minnir að hann hafi verið hengdur.   

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2011 kl. 08:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Linnulaus afglöp þessarar "vinstri" ríkisstjórnar eru með þvílíkum endemum að halda mætti að forystumönnum hennar sé mest í mun að gera "Aldrei-aftur-vinstristjórn" að slagorði þjóðarinnar næstu hundrað árin.

Kolbrún Hilmars, 29.5.2011 kl. 14:22

5 Smámynd: Elle_

Geir Haarde vék eins og maður vegna ólátanna sem ýmsir halda að liðið í núverandi stjórnarflokkum hafi valdið.  Og Þorvaldur Gylfason EU/ICESAVE-STJÓRNAR-SINNI var líka hvað háværastur þar.  Hví eru mannréttindabrjótarnir Jóhanna og Steingrímur enn þarna???  Verður þeim aldrei vikið??  Þau munu ekki fara sjálfviljug eins og manneskjur hvað sem þau skaða okkur.

Elle_, 29.5.2011 kl. 23:18

6 identicon

Þessi fámenna þjóð er með tvo einræðisherra. Hættulegt ruglað fólk. Hvar eru Víkingarnir og Valkyrjurnar núna? Ég er á móti hávaða. Þögul mannmergð í þúsunda tali væri ógnvekjandi á Austurvelli   Jafnvel að syngja Þjóðsönginn, Öxar við ánna og Framm framm fylking, í þúsundatali og þegja leeengi þess á milli.

anna (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 01:32

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú nýtur ríkisstjórnin metvinsælda!!! Sjá HÉR!

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband