Hvers vegna Bretar fara ekki í dómsmál - enn ein grein í Financial Times viðurkennir sterkan málstað Íslands í Icesave-máli

  • "Ótti breskra stjórnvalda við að dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka skýrir hvers vegna þau hafa ekki beitt sér af hörku fyrir því að deilan komi til kasta dómara. Þetta er mat Johns Dizard, dálkahöfundar hjá Financial Times um áratuga skeið." (Mbl.is.)

Eins og kunnugt er, hefur Financial Times í leiðurum sínum tekið afstöðu með Íslendingum í Icesave-málinu. En Dizard þessi játar þó, að hann hafði gert ráð fyrir því, að íslenzkir kjósendur myndu samþykkja Icesave-III-samninginn. Þegar það gerðist ekki, tókst hann á hendur að skoða rökin fyrir því, að íslenzkir skattgreiðendur ættu ekki að bæta fyrir [hugsanlegt] tap Icesave-innistæðna, og hann varði nokkrum tíma til þeirrar athugunar.

Niðurstaða hans hans varð sú, að honum "varð það ljósara, hvers vegna einkum (why, in particular) brezk stjórnvöld voru ekki ýkja áfjáð um að sækja kröfur sínar fyrir dómi." Nú skilur hann, af hverju þau brezku stjórnvöld hafi ekki sótt málið af hörku fyrir dómstólum. "Bresk stjórnvöld vilji eðlilega ekki skapa fordæmi sem geti kallað á háar kröfur á breska banka síðar." (Mbl. í dag, s. 6: Ríkin bera ekki ábyrgð; einnig í styttra máli í forsíðufrétt þar.) Í styttri fréttinni segir beinlínis, að ótti yfirvaldanna brezku stafi af því, að "dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka".

Dizard vitnar einnig í það "álit Tobiasar Fuchs, sérfræðings í lögum hjá Evrópuháskólanum í Frankfurt, að Ísland hafi ekki brotið gegn ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um innlánatryggingarkerfi," þ.e. gegn tilskipuninni 94/19/EC. Við hér í Þjóðarheiðri höfum áður vitnað til álits Tobiasar Fuchs. Hér sést, að á honum er tekið fullt mark í einu helzta viðskiptablaði heims.

Og hér er rúsínan í pylsuendanum, enn eitt atriðið til að sannfæra hina efagjörnu:

  • Dizard bendir á að 2004 hafi Evrópudómstóllinn úrskurðað að engin ríkisábyrgð hlytist af ófullkomnu eftirliti með fjármálastarfsemi. (Mbl.)

Sú "röksemd" hafði þó oft heyrzt hér, að hið íslenzka FME hafi brugðizt í þessu máli og að þess vegna ættum við, óbreyttir borgarar, að borga Icesave! Hér, í þessari upprifjun Dizards á dómsfordæmi, kemur í ljós, að jafnvel þótt eftirlit FME hefði verið ófullkomið, þá bæri íslenzka ríkið hér enga ábyrgð.

Þar að auki bar brezka fjármálaeftirlitið (FSA) líka ábyrgð á því að veita Landsbankanum, sem það hafði veitt starfsleyfi í Bretlandi, fullt eftirlit. 

Og þar til viðbótar ber að benda á, að ekki skapaðist heldur ríkisábyrgð vegna þess að reglunum hér (þ.e. lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar) hefði verið ábótavant, því að – eins og sagði í grein hér á vef Þjóðarheiðurs – "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda.

Rök Icesave-borgunarsinna hafa hrunið ein af öðrum. Það er kominn tími til að játa það fullum fetum og fylgja því eftir í verki! En hvort núverandi stjórnvöld séu bezt til þess hæf að sjá um að fylgja eftir rétti Íslands í málinu, skulum við láta lesendur okkar um að meta í athugasemdum hér.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar forðast dómsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spurði í skoðanakönnun 11. apríl: Treystir þú ríkisstjórninni til að reka málsvörn Íslands í hugsanlegum Icesave-málaferlum? Nei sögðu 74%.

Eins og Elle Ericsson sagði hér í umræðum 22. þ.m.:

"Hverjir ætli vilji að ICESAVE-STJÓRNIN reki málsvörn okkar á erlendri grundu? Fjarstæðulegt að þau geti það fyrst núna, þau hafa engan vilja sýnt síðan þau komust til valda. Og þau færu ekki fyrst núna í neinni alvöru að hafa samráð við nokkurn mann utan Jóhönnuflokksins."

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 26.4.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er yfirmáta heimskulegt að þessi Icesave stjórn skuli fara með samninga eftir ítrekaðar tilraunir til að bæta við skuldum á Íslenska þjóð, enda ætti hún eftir öllum venjulegum reglum og siðvenjum að vera búinn að segja af sér fyrir laungu!

Eyjólfur G Svavarsson, 26.4.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ljóta bullið allt saman og alveg ljóst að Ríkisstjórnin þarf að svara fyrir hegðun sína í þessu máli og taka ábyrgð...

Ég treysti þeim ekki til að gæta okkar hag í þessu ljóta máli vegna fyrri göngu... Það er mjög alvaralegt hvernig Ríkisstjórnin er búin að haga sér í þessu og þarf að rannsóknar á því sem allra allra fyrst myndi maður ætla...

Þetta er svo stórt brot á okkur Íslendingum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.4.2011 kl. 16:32

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

og þarf rannsóknar á því... sorrý

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.4.2011 kl. 16:34

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

þetta vissum við nei-sinnar og ágætt að komi fram greinar sem styðja okkur, vonandi auðnast okkur sem þjóð að snúa nú bökum saman við að koma þessu máli í þann farveg sem þarf.

Rikisstjórnin vann vissulega gegn okkur, það verður þó að hafa það í huga að þar á bæ trúðu menn að samningaleiðin væri betri - það tók tvær þjóðaratkvæðagreiðslur að koma þessu áliti fyrir kattarnef og þar sem fátt er um fína drætti hvað varðar stjórnmálamenn við þá vinnu sem framundan er í þessu máli er eins gott að þjóðin geri sér grein fyri því að verkinu er ekki lokið og við þurfum að veita ráðamönnum verulegt aðhald...........

Eyþór Örn Óskarsson, 26.4.2011 kl. 20:06

6 identicon

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 21:34

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég vil bara benda á að þessi sama ríkisstjórn vill að fólk treysti henni til að fara með samninga við ESB fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.  Ég treysti engri stjórn til þess að gera það en sem betur fer þá þarf þjóðaratkvæðagreiðslu (ef ég þekki rétt til) til þess að samþykkja inngöngu í ESB.  E.t.v. væri rétt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ríkið eigi að halda áfram aðlögunarferlinu eða ekki.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.4.2011 kl. 19:23

8 identicon

The british Government state "It will go to Court", and most of Europe would love to see your Government in court . John Dizzard or whatever his name is, does not represent the British, or the British Government as far as I know........It is like saying "Iceland wants to pay Icesave" because Jon Jonsson says so...How silly and childish... You are a drowning  and gripping at straws.....Stop trying to twist facts and face up to reality..........It will go to court, and Iceland doesn't have a leg to stand on........

Fair Play (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 19:55

9 Smámynd: Elle_

addInitCallback(commentWatch.init);
HAH, HHHAA, eins og við ætlum nú að fara að eyða útlendum orðum í þig:
 
1 identicon

OOHH MMÆ GOD.........Use the Icelandic Method!!!! WE ARE ALLWAYS RIGHT! We are so important in the world that when we say something, everybody stops what they are doing and listens...LOOK.....Pay your figgin debts and shut the fcuk up """""""""""".

fair Play (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ekki veit ég hver þú ert fair play en þú ættir kannski sjálfs þíns vegna að koma fram undir þínu rétta nafni og hætta þessum heigulshátt. þegar þú sérð þér fært að gera það þá skal ég skiptast á skoðunum við þig ekki fyrr.

Rafn Gíslason, 14.8.2009 kl. 13:24

Sátt að nást ?? - rafng.blog.is

Elle_, 27.4.2011 kl. 21:07

10 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Nú höfum við stöðvað Icesave samninginn fyrir fullt og allt. Hvernig væri þá að þessi kröftugi hópur hér tæki sig saman og inni að krafti að því að koma Íslandi inn í frjálsa Evrópu og stuðla að jákvæðum skrifum um ESB aðildarumsóknina.

Við höfum verið svo lengi í aðlögunarferlinu eða frá því 1993 þegar við gengum inn í EES samstarfið og samþykktum 80% af regluverkinu hjá ESB.

Kæru baráttufélagar! Leggjumst á eitt og veitum umsókninni inn í ESB brautargengi og stuðlum að sterkara Íslandi í faðmi Stóru ESB landanna. Ég vil þakka frábæran árangur í baráttunni gegn Icesave samningunum ykkur félagar og sér í lagi Jóni Vali Jenssyni.

Guðlaugur Hermannsson, 27.4.2011 kl. 21:11

11 Smámynd: Elle_

Við erum félag gegn ICESAVE og ætlum örugglega ekki að fara að berjast eða skrifa fyrir miðstýringu og yfirtöku Evrópuríkisins yfir fullveldi landsins.  Þar fyrir utan erum við ekki örugglega búin að vinna ICESAVE málið og enginn þarf að halda að ICESAVE-STJÓRNIN sjálf muni verja okkur í málinu.  Þau eru óhæf til að verja okkur fyrst núna og heldur býst ég fastlega við að þau svíki okkur einu sinni enn með einum ólöglegum kúgunarsamningi enn.  

Elle_, 27.4.2011 kl. 21:21

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Úrskurður Héraðsdóms í dag gengur alveg frá þessu vandamáli. Það er nú undarlegt að þú skulir ekki vera glaður yfir því. Það verða engin málaferli út af þessu Icesave máli. Bretar og Hollendigar þora það ekki.

Guðlaugur Hermannsson, 27.4.2011 kl. 21:28

13 Smámynd: Elle_

Ég sagði ekkert um hvort það gleddi mig eða ekki.  Hef þó aldrei óttast dómsmál í ICESAVE málinu eins og þú hefur gert.  Og ég sagði ennfremur að enginn ætti að búast við að ICESAVE-STJÓRNIN sviki okkur ekki einu sinni enn með einum kúgunarsamningi enn og var ekkert að tala um dóm.  Hvað ætli þú viljir inn í bandalag/ríki með sjálfum kúgunarveldunum?  Skil það ekki. 

Elle_, 27.4.2011 kl. 21:38

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góð orð í minn garð, Guðlaugur, en ég er nú bara einn af margnum. Þakka má t.d. henni Elle, sem hefur oftast staðið sig frábærlega. Og ég get víst örugglega upplýst þig um, að það er engin stemming fyrir því meðal Þjóðarheiðursfólks að reyna að koma Íslandi inn í Esb. - bandalag sem brást okkur þar á ofan í Icesave-málinu. - Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband