Fagnaðardagur eftir 59,9% sigur

Þrír af hverjum fimm kjósendum (mínus einn af hverjum þúsund) sögðu NEI í kosningunum, 2 af 5 (+1/1000) sögðu já. Þetta er svo sannarlega niðurstaða sem við í Þjóðarheiðri og Samstöðu getum sætt okkur við, miðað við, hvílíkum áróðursmætti var beitt gegn okkur í þessu máli, með Rúv og 365-fjölmiðla, mikið fjármagn og fjölda ráðamanna og áhrifamanna í atvinnulífi gegn okkur. Trúverðugleiki þeirra er nú einhvers staðar úti í mýri.

Hitt er mikilvægt, þótt þjóðin hafi verið all-klofin í málinu, að meirihlutinn er svona afgerandi – 52:48 hefði t.d. gert okkur erfiðara um vik, þ.e. að fjögur prósent hefðu skilið að fylkingarinnar í stað 19,8%. Já-sinnar geta ekki borið það fyrir sig, að fyrir einskæra óheppni eða rangmætar áróðursbrellur hafi þjóðin með naumindum hafnað "tilboði" þeirra og "vina" þeirra erlendis.

Þetta er fagnaðardagur í sögu íslenzkrar þjóðar. Þótt blásið hafi gegn okkur og blási enn í náttúrunni, er þetta sólskinsdagur, og við göngum fram með gleði og þakklæti í hjarta.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Já, þetta er fagnaðardagur, þótt veðurguðirnir séu eitthvað utan við sig í dag. En svo er hitt, að 41,1% af þeim sem kusu skulu þjást af þrælslund. Meira en 4 af hverjum 10 vildu afhenda fullveldi landsins að ástæðulausu. Það eru ekki góð meðmæli.

Libertad, 10.4.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Þegar tekið er tillit til þess að Ríkisstjórnin beitti öllu afli sínu á kostað okkar til þess að fá fram já, þá er sigur okkar mjög afgerandi, sérlega vegna þess að við gátum ekki skuldsett Ríkisstjórnina fyrir okkar kostnaði. 

Ríkisstjórnin keypti  erlenda menn frá öðrum heims álfum til að segja okkur vilja sinn, en það merki lega við suma þessa erlendu menn var að í gegn kom vantrú þeirra á málstaðnum.  

Sé maður keyptur til verka þá verður að skila verkinu og það segir mér eingin að menn ferðist heimsálfa á milli í erindum einhverrar ríkisstjórnar ókeypis.  Það er skáldsaga ársins í ár, skrifuð af Steingrími hinum sannsögla.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 14:10

3 Smámynd: Elle_

Já, yfir 90% NEI ætti niðurstaðan að hafa verið ef allt væri eðlilegt en blekkingar og lygar hafa víst tekið sinn toll.  Stærsta vandamál okkar er ofurefli gegnsýrðrar pólitíkur og sorglega hefur ríkisstjórnarhlutdrægt RUV okkar landsmanna skaðað okkur.  59% NEI segir að embættis- og ríkisstjórnar-kerfið er gegnumrotið og RUV verður að gera að ópólítískri stöð. 

OG SVO SVÍVIRÐIRÐA ÞAU FÁNANN OKKAR:

Elle_, 10.4.2011 kl. 15:01

4 Smámynd: Libertad

Já, Elle, þau hefðu átt frekar átt að hengja upp Union Jack og tólfstjörnufána ESB-ríkisins.

Libertad, 10.4.2011 kl. 15:26

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Ég hef verið að hugleiða atvik sem kom á seinustu metrunum í þessari baráttu okkar - SA og ASÍ sendu smáskot inn í umræðuna sem flestir tóku sem hótun við almenning og ekki stóð á viðbrögðum ( sem betur fer )

Það er spurning hvort þetta innskot varð þess valdandi að úrslit þjóðaratkvæðisgreiðslunnar urðu eins skýr og raun varð á - og þá hvort þeir félagar Vilhjálmur og Gylfi séu í raun NEI sinnar á laun - því allir vita hvernig íslendingar bregðast við hótunum...

Þá nefnilega þjöppum við okkur saman..........

Eyþór Örn Óskarsson, 10.4.2011 kl. 16:36

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt ElleEricsson, annað hvort verður útvarpið sjónvarp hlutlaust eða það verður selt. 

Aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni.  Að halda uppi ríkisfyrirtæki sem vanvirðir húsbændur sína er ekki ásættanlegt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Elle_

Sammála ykkur, Libertad, Eyþór og Hrólfur.  Libertad, held Evrópu-stjörnurnar hefðu hæft betur fyrir þau.  Eyþór, kannski hjálpuðu þeir óvart. Smilie  Hrólfur, vandamál RUV virðist vera að RUV menn séu e-n veginn undir hæl ICESAVE-STJÓRNARINNAR, hæl Jóhönnu.  Og ætti það ekki að líðast.  Vona samt fyrir þau að Jóhanna sé ekki vanalega í háhælaskóm.

Elle_, 10.4.2011 kl. 19:26

8 Smámynd: Libertad

"Vandamál RUV virðist vera að RUV menn séu e-n veginn undir hæl ICESAVE-STJÓRNARINNAR, hæl Jóhönnu.  Og ætti það ekki að líðast.  Vona samt fyrir þau að Jóhanna sé ekki vanalega í háhælaskóm."

Þú skalt nú ekki reiða þig á að Jóhanna gangi í flatbotnum. Eftirfarandi myndir voru teknar nýlega uppi í Efstaleiti.

Female Domination 1

Female Domination 2

Female Domination 3

Female Domination 4

Libertad, 10.4.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband