MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.

http://noliesradio.org/images/Hudson.jpg

Michael Hudson, bandarískur prófessor í hagfræði við University of Missouri í Bandaríkjunum og fyrrum hjá AGS, skrifar á vefinn Global Research í dag: Íslendingar munu greiða atkvæði um hvort áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta taki við í hagkerfinu. 

Hann heldur að nú sé verið að framkvæma grimmilega tilraun á Íslendingum.  Hann lítur svo á að uppgjöf felist í afstöðu Samfylkingarinnar og hluta þingflokks VG að samþykkja beri samninginn.  

Hann segir það setja slæmt fordæmi um alla Evrópu að samþykkja ICESAVE og segir að skuldakreppa margra ríkja sé sem kunnugt er stærsta einstaka viðfangsefni Evrópusambandsins og sautján ríkja evrusvæðisins.

Will Iceland Vote “No” on April 9, or commit financial suicide?

 

Nýlegir pistlar um stuðning Michael Hudson við okkur og gegn ICESAVE kúgunarsamningnum: 

Michael Hudson: verið að framkvæma „grimmilega“ tilraun á Íslendingum

Michael Hudson: óskiljanlegt af hverju ísl. stjórnvöld stefna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í voða; greiðslugeta landsins var ekki metin!

MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR. FELLIÐ ICESAVE.

Elle Ericsson.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Benedikt Ófeigur Gunnarsson skrifar í The Guardian og ver okkur gegn ICESAVE.  Og setti það í pistil: IceSave enn einu sinni.

Ekki er spyrja að því að þar kemur BROMLEY86 gamall vinur okkar sem fyrr og berst fyrir ICESAVE.  Nokkur okkar hafa skrifað í The Guardian og The Telegraph í eldri færslur um ICESAVE og viti menn, alltaf mætir BROMLEY86: 

The Guardian

The Telegraph

Elle_, 9.4.2011 kl. 21:07

2 Smámynd: Elle_

Nei, hann heitir Benedikt Gunnar Ófeigsson.

Elle_, 9.4.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eldhugar Íslands eins og þið,sem hafið gott vald á ensku þ.m. enskum stíl,        þakka svo mikið, þið gerið þetta af hugsjón. Allir þeir fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóginn,hika aldrei við að leggja ómælda vinnu á sig. Hversu dýrmætari er sú vinna,en sú launaða, þegar þjóðarheill er í veði. M.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2011 kl. 21:32

4 Smámynd: Elle_

Helga, við ætlum að forða okkur frá grimmdinni sem Michael Hudson skrifar um.

En ég hef ekki rekist á BROMLEY86 í bandarískum miðli að ég viti.  Hann mætir líka í The Iceland Wheather Report. 

Elle_, 9.4.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Elle_

Og þarna er hann mættur í The Telegraph.

Elle_, 11.4.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband